Malbiksholur, veggjöld og dauðadæmd pálmatré.

1) Nú stendur til að hefja tvöföldun vegakaflans milli Selfoss og Hveragerðis og óttast ég að sú framkvæmd verði framkvæmd með sama sleifarlaginu og tíðkast hér, sem einfaldlega kallar á stórfelldar og rándýrar endurbætur að fáum árum liðnum.
Hjá skynsömum menningarþjóðum á borð við Kína og Þýskaland virðast vegir og hraðbrautir endast margfalt lengur, þrátt fyrir öfgafyllri hitasveiflur, en ástæðan er einfaldlega sú, að ofan á hefðbundið þjappað grús undirlag vegarins og undir efsta malbikslaginu er u.þ.b. 20 sm. steypulag, sem skýrir ljóslega burð og margfalda endingu vegarins.

2) Þessa dagana er hart barist fyrir að leggja auknar byrðar á þrautpínda skattgreiðendur og kalla þær veggjöld. Ástæðan er sögð vera sú að nú verði bara að drífa í umbætur í vegamálum.
Helstu rök þeirra Sigurðar Inga og Jóns Gunnarssonar fyrir viðbótarskattinum eru þau að þessar aðkallandi umbætur spari þjóðfélaginu þegar upp er staðið fúlgur fjár, en væri þá ekki einfalt að sleppa veggjalda plokkinu og láta einfaldlega allar þessar umtöluðu fúlgur sem sparast greiða framkvæmdana.

3) Að síðustu get ég ekki annað en varað við þeirri fáránlegu hugmynd að ætla að reisa tvo gler sívalninga með sitt hvoru lifandi pálmatrénu í nýju íbúðahverfi hér í borginni.
Það er augljóst að eftir nokkur ár verða aumingja trén steindauð og hið svokallaða listaverk loks fjarlægt eftir að hafa staðið þarna allt of lengi til minningar um verklag núverandi borgarstjórnar.
Það gæti þó alveg hugsast að tvö falleg grenitré á sömu staðsetningu gætu verið falleg og til sóma.


mbl.is Ræða pálmatré og Klaustursmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósómi á Alþingi.

Gunnlaugur virðist því miður ekki vera annað en viljalaus strengjabrúða og síst betri en segja má um gleðimanninn forvera hans, sem steig dansinn tryllta svo eftirminnilega, forðum í Kænugarði og á Klausturbar.

Það er hörmulegt að hugsa til fjölskyldu- og fjármálahagsmuna Bjarna Benediktssonar í hlutverki fjármálaráðherra þjóðarinnar og svo ekki sé minnst á samviskulausan landráða þrjótinn, sem samkundan valdi til að sitja í forsæti ósómans.

Spilling og óstjórn blasir við hvert sem litið er og hlýtur að nálgast sú stund er blaðran springur.
mbl.is „Ástandið er óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru stjórnvöld reiðubúin að ógilda hækkanir Kjararáðs?

Katrín forsætisráðherra segist reiðubúin að gera allt sem stjórnvöld geti til að hægt sé að lenda komandi kjaraviðræðum.

Er hún þá líka tilbúin að láta af hendi spón úr eigin aski?


mbl.is Þurfa að komast lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótímabært andlát Flokks fólksins.

Með yfirlýsingu Halldórs Gunnarssonar, þar sem hann staðfestir orð Karls Gauta Hjaltasonar er nokkru ljósi varpað á innanflokks deilur þær er klofið hafa Flokk fólksins í herðar niður.

Engin vafi leikur á að hin tilfinningaríka hugsjónakona Inga Sæland sem bæði er stofnandi og guðmóðir þessa ópólitíska flokks sem helst hefur réttlæti og jöfnuð á stefnuskrá sinni, verður að axla hluta þess ófremdar ástands sem nú virðist ætla að jarða þessa hugsjón hennar.

Auðvitað ber Ingu að sýna þingmönnum sínum og flokksmönnum þá virðingu, að fylgja hefðbundnum reglum um starfsemi og fjárvörslu stjórnmálaflokka, því undarlegt mætti teljast ef fylgismenn hennar sættu sig þegjandi við annað, þó enginn efist um ráðvendni hennar.

Stofnandi Flokks fólksins verður að biðja þá Karl og Ólaf fyrirgefningar á því að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur, eftir að hafa hlustað á valin brot úr leynilegri hljóðupptöku, sem enn gætir nokkrar óvissu um, því hún ætti að vita og verður að sætta sig við að jafnvel hatrammir andstæðingar í stjórnmálum geta verið góðkunningjar og drykkjubræður utan þings, eins og hún ætti auðvitað að vita.


mbl.is Tekur undir gagnrýni Karls Gauta á Ingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur lýður

Auðvitað eru listamannalaun bull og vitleysa, því skattpíndur almúginn er þvingaður til að greiða fyrir bókmenntir og listir sem þykja af tvíræðum ástæðum viðeigandi og réttar, þó fæstir skattgreiðenda komist reyndar nokkurn tíma á sinfóníutónleika, listdanssýningar eða aðra menningarviðburði.

Ef allir þeir milljarðar sem ráðstafað er fyrir hönd okkar heimskra manna væri látinn ósnertur, þá hefði almúgurinn örlítið rýmri fjárráð og frístundir og þá væri kannski möguleiki á að finna tíma til að setjast niður og lesa áhugaverða bók og jafnvel líka að fara á glæsilega og rándýra tónleika endrum og sinnum.

Að sjálfsögðu ætti það sama lögmál að gilda um fjárstuðning við íþróttir og fjölmiðla, sem þýðir einfaldlega að áhugasamir greiði aðgangseyri eða áskrift, sem síðan fjármagnar þann rekstur sem raunverulegur grundvöllur er fyrir.

Hvað núverandi fyrirkomulag snertir, þá er Einar Kárason reyndar að mínu mati einn fárra rithöfunda sem sannarlega ætti skilið að hljóta listamannalaun fyrir fræðandi og skemmtileg ritstörf sín.


mbl.is Engin listamannalaun handa Einari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna er braggamálið ekki kært til lögreglu?

Það liggur ljóst fyrir að líklegur þjófnaður og skjalafals- eða eyðing hafa átt sér stað í hinu svokallaða braggamáli, sem að því virðist er þó aðeins toppurinn á víðtækum rekstri Reykjavíkurborgar.

Það vekur óþægilegar grunsemdir að skörulegir borgarfulltrúar minnihlutans veigri sér að því virðist, við að kæra þessi misferli til lögreglu.

Það skyldi þó ekki vera vegna þess að fyrrverandi lögreglustjóri höfuðborgarinnar er einn innsti koppurinn í búri borgarstjórans og ýmislegt gæti því miður vakið grun um hlutdrægni eða undirlægju eftirmanns hans sem yfirstjórnanda þeirrar rannsóknar?


mbl.is Lykti af pólitískri spilamennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina vonin er að ógilda fáránlegar launahækkanir Kjararáðs tafarlaust.

Óheyrilegar launahækkanir skjólstæðinga Kjararáðs á s.l. ári hleyptu skiljanlega illu blóði í almenna launþega, öryrkja og alla þá eftirlaunaþega sem ekki tilheyra sjálfir forréttinda stéttinni.

Það verður með degi hverjum ljósara, að spilling og óréttlæti þrífst hér og dafnar í sívaxandi mæli og bilið milli ríkra og fátækra eykst í takti við vaxandi reiði almennings.

Það er því miður deginum ljósara að almennar launahækkanir á borð við þær sem m.a. ráðherrar og þingmenn þáðu smjattandi, munu í fyrstu leiða til ófyrirsjáanlegra átaka og þjóðhagslegs skaða og loks hafa í för með sér stórkostlega verðbólgu og kjararýrnun allra. Allir munu tapa.

Það er vonandi ennþá möguleiki að ná sættum og raunhæfum kjarabótum til allra þjóðfélagshópa á komandi mánuðum, ef vanhugsaður og óréttlátur úrskurður Kjararáðs verður dreginn tilbaka og samið verði um raunhæfar kjarabætur til allra án undantekninga.


mbl.is Framsýn og VLFG ákveða sig í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðvarandi spilling og aukning falsfrétta á árinu 2018.

Þegar litið er yfir árið sem er að líða, þá blasir annars vegar við óbreytt ástand í æpandi spillingu í opinbera kerfinu hér á skerinu, allt frá stjórnsýslu í borgum og bæjum til þess Hæstaréttar, sem á árinu neyddist að lokum til að viðurkenna afglöp og dómsmorð í fertugum G og G málum og sem væntanlega mun styðja ótrúlegan úrskurð Héraðsdóms um sakleysi bankastjórnenda gamla Landsbankans í þremur augljósum milljarða ákærum á hendur þeim.

Hitt sem gerir árið 2018 eftirminnilegt, er sprenging í notkun falsfrétta og þá aðalega í pólitískum tilgangi, þar sem nafngreindir einstaklingar og auðvitað aðstandendur þeirra eru hreinlega teknir af lífi í fjölmiðlum og stundum jafnvel byggt á nafnlausum ákærum.

Auðvitað ber að kæra afbrot og glæpi til yfirvalda, en þessar nýju galdraofsóknir, sem hér grassera, virðast ótrúlega tengdar stjórnmálaflokki þeim sem kenndur er við gott fólk og öfga kvenréttindi, en er þó spaugilega svipaður bandarískum Hillary/Soros Demókrötum og harðlínu ESB sinnum á meginlandinu.

Það var allt að því sorglegt að horfa á spjall þátt Gísla Marteins í gær, í Ríkissjónvarpinu, þar sem rekinn var þessi ógeðfeldi falsfrétta Samfylkingar áróður með að venju útvöldum viðmælendum og hinn bráðfyndni Jón Gnarr sjálfur, látinn lesa og hæðast að lesendabréfi frá þekktum þjóðfélags gagnrýnenda, þar sem greina mátti undirskrift bréfritarans, Jóns Vals Jenssonar, sem ég vona reyndar að sjái ástæðu til að kæra RÚV rækilega fyrir.

Almennt hugleysi íslenskra blaðamanna er því miður sorglegt og án vinsælu ókeypis útvarpsstöðvarinnar, Útvarps Sögu, sem leyfir öllum hlustendum að tjá skoðanir sínar að vild, þá værum við íslenskir kjósendur sannarlega illa staddir.


mbl.is Stjórnendur gamla Landsbankans sýknaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Ég óska öllum sambloggurum mínum hér á ritvelli Moggabloggsins gleðilegrar hátíðar og áramóta og hlakka til að takast á við ykkur öll á nýju ári.

Stjórnmál á Íslandi

Það er nú svo komið, að allir stjórnmálflokkar á Alþingi verða að teljast vanhæfir til starfa, vegna spillingar og svívirðu.

Það er auðvitað hægt að telja upp þau afrek einstakra þingmanna, sem gera kjósendum lífsins ómögulegt að kjósa flokk þeirra, en það er óþarfi hér í stuttum morgun pistli, því flestir landsmenn þekkja handbrögð þessara kauða allt of vel.

Auðvitað eru vel viljandi vammlausir einstaklingar í þessum allt of fjölmenna hagsmunagæslu hópi, en það sama mátti eflaust líka segja um tryggingafélag sem ákvað að stela bótasjóði skjólstæðinga sinna og nýta til eigin þarfa.

Eins og staða þeirra stórmála sem nú standa fyrir dyrum Alþingis, þá er almenningur lítið upplýstur um þau og lítið eða ekkert fjallað um þær fyrirætlanir í flestum fjölmiðlum, líkt og segja má því miður um hinn fornfræga miðil, Morgunblaðið.

Þó er nú ljós í þessu fjölmiðlamyrkri öllu og er það auðvitað útvarpsstöðin Útvarp Saga, sem ég hvet sem flesta að ljá eyra, því þar eru sannir föðurlandsvinir að reyna að upplýsa landsmenn um staðreyndir mála og vara við þeim illu áformum sem verið er nú að brugga gegn sönnum Íslendingum.


mbl.is „Hafa enga skyldu til að mæta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband