Eina vonin er að ógilda fáránlegar launahækkanir Kjararáðs tafarlaust.

Óheyrilegar launahækkanir skjólstæðinga Kjararáðs á s.l. ári hleyptu skiljanlega illu blóði í almenna launþega, öryrkja og alla þá eftirlaunaþega sem ekki tilheyra sjálfir forréttinda stéttinni.

Það verður með degi hverjum ljósara, að spilling og óréttlæti þrífst hér og dafnar í sívaxandi mæli og bilið milli ríkra og fátækra eykst í takti við vaxandi reiði almennings.

Það er því miður deginum ljósara að almennar launahækkanir á borð við þær sem m.a. ráðherrar og þingmenn þáðu smjattandi, munu í fyrstu leiða til ófyrirsjáanlegra átaka og þjóðhagslegs skaða og loks hafa í för með sér stórkostlega verðbólgu og kjararýrnun allra. Allir munu tapa.

Það er vonandi ennþá möguleiki að ná sættum og raunhæfum kjarabótum til allra þjóðfélagshópa á komandi mánuðum, ef vanhugsaður og óréttlátur úrskurður Kjararáðs verður dreginn tilbaka og samið verði um raunhæfar kjarabætur til allra án undantekninga.


mbl.is Framsýn og VLFG ákveða sig í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband