Heimskur lýður

Auðvitað eru listamannalaun bull og vitleysa, því skattpíndur almúginn er þvingaður til að greiða fyrir bókmenntir og listir sem þykja af tvíræðum ástæðum viðeigandi og réttar, þó fæstir skattgreiðenda komist reyndar nokkurn tíma á sinfóníutónleika, listdanssýningar eða aðra menningarviðburði.

Ef allir þeir milljarðar sem ráðstafað er fyrir hönd okkar heimskra manna væri látinn ósnertur, þá hefði almúgurinn örlítið rýmri fjárráð og frístundir og þá væri kannski möguleiki á að finna tíma til að setjast niður og lesa áhugaverða bók og jafnvel líka að fara á glæsilega og rándýra tónleika endrum og sinnum.

Að sjálfsögðu ætti það sama lögmál að gilda um fjárstuðning við íþróttir og fjölmiðla, sem þýðir einfaldlega að áhugasamir greiði aðgangseyri eða áskrift, sem síðan fjármagnar þann rekstur sem raunverulegur grundvöllur er fyrir.

Hvað núverandi fyrirkomulag snertir, þá er Einar Kárason reyndar að mínu mati einn fárra rithöfunda sem sannarlega ætti skilið að hljóta listamannalaun fyrir fræðandi og skemmtileg ritstörf sín.


mbl.is Engin listamannalaun handa Einari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það á auðvitað bara að skjóta listamenn. Þeir eru hættulegir og koma röngum hugmyndum inn hjá almúganum.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2019 kl. 20:42

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er síður en svo að tala um að skjóta eigi allar afætur, en í okkar örsmáa þjóðfélagi með þessa fáu skattgreiðendur, þá er t.a.m. hlægilegt að ráðherrar og einhverjir toppar á tíföldum verkamannalaunum hafi einkabílstjóra hérna í þorpinu og sömuleiðis að það sé eitthvað að því að ungir listamenn þurfi að skreppa í löndun eða afgreiða á kaffihúsi annaðslagið - á meðan salan eða eftirspurnin í listinni er dræm.

Hér þarf einfaldlega að taka öll spilin og gefa upp á nýtt, því það er nefnilega vitlaust gefið - eins og gæti verið að þú hafir heyrt áður.

Jónatan Karlsson, 13.1.2019 kl. 10:48

3 identicon

Af hverju ætti hann að fá...

hann sótti ekki um !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.1.2019 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband