Malbiksholur, veggjöld og dauðadæmd pálmatré.

1) Nú stendur til að hefja tvöföldun vegakaflans milli Selfoss og Hveragerðis og óttast ég að sú framkvæmd verði framkvæmd með sama sleifarlaginu og tíðkast hér, sem einfaldlega kallar á stórfelldar og rándýrar endurbætur að fáum árum liðnum.
Hjá skynsömum menningarþjóðum á borð við Kína og Þýskaland virðast vegir og hraðbrautir endast margfalt lengur, þrátt fyrir öfgafyllri hitasveiflur, en ástæðan er einfaldlega sú, að ofan á hefðbundið þjappað grús undirlag vegarins og undir efsta malbikslaginu er u.þ.b. 20 sm. steypulag, sem skýrir ljóslega burð og margfalda endingu vegarins.

2) Þessa dagana er hart barist fyrir að leggja auknar byrðar á þrautpínda skattgreiðendur og kalla þær veggjöld. Ástæðan er sögð vera sú að nú verði bara að drífa í umbætur í vegamálum.
Helstu rök þeirra Sigurðar Inga og Jóns Gunnarssonar fyrir viðbótarskattinum eru þau að þessar aðkallandi umbætur spari þjóðfélaginu þegar upp er staðið fúlgur fjár, en væri þá ekki einfalt að sleppa veggjalda plokkinu og láta einfaldlega allar þessar umtöluðu fúlgur sem sparast greiða framkvæmdana.

3) Að síðustu get ég ekki annað en varað við þeirri fáránlegu hugmynd að ætla að reisa tvo gler sívalninga með sitt hvoru lifandi pálmatrénu í nýju íbúðahverfi hér í borginni.
Það er augljóst að eftir nokkur ár verða aumingja trén steindauð og hið svokallaða listaverk loks fjarlægt eftir að hafa staðið þarna allt of lengi til minningar um verklag núverandi borgarstjórnar.
Það gæti þó alveg hugsast að tvö falleg grenitré á sömu staðsetningu gætu verið falleg og til sóma.


mbl.is Ræða pálmatré og Klaustursmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband