Viðvarandi spilling og aukning falsfrétta á árinu 2018.

Þegar litið er yfir árið sem er að líða, þá blasir annars vegar við óbreytt ástand í æpandi spillingu í opinbera kerfinu hér á skerinu, allt frá stjórnsýslu í borgum og bæjum til þess Hæstaréttar, sem á árinu neyddist að lokum til að viðurkenna afglöp og dómsmorð í fertugum G og G málum og sem væntanlega mun styðja ótrúlegan úrskurð Héraðsdóms um sakleysi bankastjórnenda gamla Landsbankans í þremur augljósum milljarða ákærum á hendur þeim.

Hitt sem gerir árið 2018 eftirminnilegt, er sprenging í notkun falsfrétta og þá aðalega í pólitískum tilgangi, þar sem nafngreindir einstaklingar og auðvitað aðstandendur þeirra eru hreinlega teknir af lífi í fjölmiðlum og stundum jafnvel byggt á nafnlausum ákærum.

Auðvitað ber að kæra afbrot og glæpi til yfirvalda, en þessar nýju galdraofsóknir, sem hér grassera, virðast ótrúlega tengdar stjórnmálaflokki þeim sem kenndur er við gott fólk og öfga kvenréttindi, en er þó spaugilega svipaður bandarískum Hillary/Soros Demókrötum og harðlínu ESB sinnum á meginlandinu.

Það var allt að því sorglegt að horfa á spjall þátt Gísla Marteins í gær, í Ríkissjónvarpinu, þar sem rekinn var þessi ógeðfeldi falsfrétta Samfylkingar áróður með að venju útvöldum viðmælendum og hinn bráðfyndni Jón Gnarr sjálfur, látinn lesa og hæðast að lesendabréfi frá þekktum þjóðfélags gagnrýnenda, þar sem greina mátti undirskrift bréfritarans, Jóns Vals Jenssonar, sem ég vona reyndar að sjái ástæðu til að kæra RÚV rækilega fyrir.

Almennt hugleysi íslenskra blaðamanna er því miður sorglegt og án vinsælu ókeypis útvarpsstöðvarinnar, Útvarps Sögu, sem leyfir öllum hlustendum að tjá skoðanir sínar að vild, þá værum við íslenskir kjósendur sannarlega illa staddir.


mbl.is Stjórnendur gamla Landsbankans sýknaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér ágætan pistilinn, Jónatan, en alveg kom ég af fjöllum að frétta það, að mín hefði verið getið í þessum þætti Gísla Marteins. Maður neyðist þá víst til að hlusta á hann til að átta sig á því, út á hvað þetta gekk. Og ekki hef ég hugmynd um, hvaða lesandabréf þar var átt við eða hvort það var nokkuð yfirhöfuð bréf frá mér!

Ég er innilega sammála lokaorðum þínum og bið svo þér og þínum friðar og heilla á nýju ári, og gefumst hvergi upp í baráttunni fyrir réttlæti.

Jón Valur Jensson, 29.12.2018 kl. 19:27

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jón Valur.

Ég þakka þér góðar kveðjur og sömuleiðis.

Ég hvet þig til að horfa á umræddan þátt Gísla og félaga til að sannreyna hvort mér hafi missýnst sem ég reyndar vona, þegar ég þóttist sjá nafn þitt undir lesendabréfinu, sem Jón Gnarr ljáði rödd sína.

Jónatan Karlsson, 29.12.2018 kl. 20:34

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tuðarinn myndi frekar sleppa því að fara í mál, en þurfa að byggja málsvörnina á þætti Skræks Skellibjöllu og viðhlæjenda hans, úr villta vinstrinu. Þetta er einhver ömurlegasti þáttur sem DDR rúvið hraunar yfir þá sem eru í "nauðskrift". Gnarrinn heyskist ekki á því að gera lítið úr öðrum fyrir skoðanir sínar, en ef einhver er ósammála honum fer hann að grenja eins og auli og kallar það einelti. Þoldi ekki einu sinni íbúafund í Grafarvoginum, án þess að væla um einelti. Að sjálfsögðu tekur svona manngerð upp hanskann fyrir óhæfum borgarstjóra, enda í eðli mannsins að mega ekkert aumt sjá. Svo góður og  skemmtilegur sem hann er. 

 Gæti ekki verið meira sammála síðuhafa um skoðanir hans á hérlendu "fréttamannastéttinni". Þvílíkt og annað eins "copy paste" og ömurlegt "google translate" lið, þó enn megi finna örfáa þokkalega sjálfstæða penna, langt inn á milli, en oftast fyrie algera tilviljun. Fjölmiðlar eru ekki lengur fjölmiðlar, eins og þeir eitt sinn voru. Nú apa þeir hvor eftir öðrum, hverja vitleysuna á fætur annari, án nokkurrar rannsóknar á innihaldinu. Í dag snýst þetta allt orðið um "like" tíst og ég veit ekki hvað. Innihaldið virðist engu máli skipta lengur og þar með hafa allt of margir fjölmiðlar  nánast ekkert gildi lengur, annað en að vera apakettir hvors annars og því ómarktækir með öllu. Metnaður allur horfinn.

 Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.12.2018 kl. 22:56

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég sannreyndi að það var sýnilega lesendabréf Jóns Vals Jenssonar sem Jón Gnarr hæddist opinberlega að í hlutdrægum þætti Gísla Marteins s.l. föstudag.

Þetta ósvífna hyski sem hér ræður ríkjum fer öllu sínu fram í vellystingum með vinum og vandamönnum fyrir opnum tjöldum og lætur skattpíndan almúgan greiða fyrir stöðugan áróður og falsfréttir, eins og t.d. blasir við á RÚV.

Það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær þessi niðurlægða þjóð hefur fengið nóg og stöðvar leikinn varanlega.

Jónatan Karlsson, 30.12.2018 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband