Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.6.2022 | 18:53
Suðurlandið sekkur á jólanótt 1986
Í tilefni fréttar varðandi takmörkun útkallssvæðis björgunarþyrlu í 20 sjómílur frá landi vegna flugöryggis, þá get ég ekki á mér setið og læt hér fylgja tvær úrklippur fjölmiðla frá eftirminnilegu björgunarafreki, þar sem þyrla var í aðalhlutverki.
1) Á jólanótt árið 1986 sökk íslenska flutningaskipið M/S Suðurland um 300 sjómílur austan af Langanesi, miðja vegu milli Íslands og Noregs. Skiptið var á leið til Murmansk í Rússlandi, fyllt saltsíld og voru ellefu skipverjar um borð. Áhöfnin var uppáklædd og í hátíðarskapi í tilefni jólahátíðarinnar. Það gerist síðan rétt fyrir klukkan hálftólf á aðfangadagskvöld að skipið sendi frá sér neyðartilkynningu og reyndist það hafa fengið á sig alvarlega slagsíðu og orðið fyrir miklu höggi.
2) "Báturinn var í slæmu standi. Við urðum því að standa uppréttir í bátnum, sem er ekki það auðveldasta við þessar kringumstæður, stórsjór og ágjöf. En þeir sem settust stóðu ekki upp aftur," var haft eftir Jóni Snæbjörnssyni, fyrsta stýrimanni, í forsíðufrétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 28. desember 1986. "Þetta var vissulega hrikaleg staða en við trúðum því alltaf að björgun myndi berast., Við vorum alltaf að tala saman," segir Jón og rifjar upp að reglulega hafi farið fram nafnakall í hópnum og sagði hann samstöðuna hafa haft mikið að segja. "Það var mikill léttir þegar þyrlan kom. Ég var hífður síðastur um borð en þá var ég alveg búinn að vera," sagði Jón, en danska varðskipið Vædderen hafði verið í Færeyjum þegar neyðarkallið barst. Áhöfn björgunarþyrlu Vædderen þótti standa sig hetjulega við björgunina og voru þeir Arne Frøge, Jørgen Laursen, Jan Rasmussen og Claus Eriksen ásamt Preben Andersen, skipherra á Vædderen, sæmdir orðu hins íslenska lýðveldis fyrir þrekvirki sín við björgun skipbrotsmannanna.
Því má bæta við að Vædderen setti þegar á fulla ferð út í óveðrið til móts við skipbrotsmennina og hóf þyrla skipsins, (sem væntanlega var minni og ófullkomnari en þær sem landhelgisgæslan ræður nú yfir) sig á loft, strax og flugmenn álitu það mögulegt og stóð það reyndar svo tæpt, að loks þegar þyrlan sneri aftur með hina eftirlifandi, þá var einngis eldsneyti eftir til örfárra mínúntna flugs.
![]() |
Útkallssvæði þyrlna takmarkað vegna flugöryggis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2022 | 18:21
Um einsleita umræðu.
Sendiherra Íslands í Rússlandi segir eftirfarandi:
"Umræðan í Rússlandi er allt annars eðlis heldur en á Vesturlöndum og er býsna einsleit. Fjölmiðlar í landinu eru hliðhollir stjórnvöldum og gagnrýnar raddir eru sjaldgæfar og fá lítið rými"
Þessi orð sendiherrans gætu gefið til kynna að umræðan á Vesturlöndum einkenndist af hlutlausum og heiðarlegum fréttaflutningi fjölmiðla, en því miður er það öðru nær.
Fyrir tveimur dögum var fyrirsögn fréttar hér í mbl.is á þá leið að u.þ.b. eitt hundrað úkranískir hermenn féllu í bardögum við Rússa dag hvern, en svona til samanburðar við þá tölu mætti t.d. nefna að frá áramótum hafa 19.300 manns og það mest börn og ungmenni látist í Bandaríkjunum, einungis af völdum skotvopna, sem þýðir 108 dag hvern og er þó hlutfall þeirra sem deyja af völdum skotsára einungis u.þ.b. tuttugu prósent.
Ég held að óhætt sé að segja að áróður og heilaþvottur fjölmiðla hér sé ívið verri og rýmið fyrir gagnrýni enn minna - ef eitthvað er.
![]() |
Umræðan einsleit og hart tekið á mótmælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2022 | 11:23
Sorgardagur fyrir Reykjavík.
Allt verður ógæfu Reykjavíkur að vopni, mætti segja um þau kosningasvik leiðtoga Framsóknarflokksins í höfuðborginni, þar sem hann gengur í brosandi til liðs við þau sömu öfl sem hann hlaut atkvæði og traust þúsunda borgarbúa til að koma frá völdum.
Það blasir við að allt sem kallað hefur verið hægri eða vinstri í stjórnmálum á ekki lengur við, heldur eru það aðrir hagsmunir sem ráða þar ríkjum.
Það er of langt mál að telja upp öll dæmin um þá feigðarför sem höfuðborg þjóðarinnar er á, en ekki kæmi það á óvart ef það auðnaðist þeim slægu öflum á komandi kjörtímabili að stýra hér hreinlega öllu í kalda kol, og það því miður í orðsins fyllstu merkingu.
![]() |
Nýr meirihluti í borgarstjórn kynntur í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2022 | 23:29
Ekkert annað en hneyksli.
Það er skammarlegt að aldraðir Íslendingar fái að sitja á hakanum, í sömu andrá og hundruðir óskyldra útlendinga hljóta höfðinglegar mótökur.
Það hlýtur að gilda sama um þessi mál og þegar þarf að nota súrefnisgrímur í flugi, þ.e.a.s. fyrst maður sjálfur og síðan börnin.
Það er auðvitað frábært ef svigrúm er síðan til að veita þurfandi meðbræðrum hjálp og mættu kosnir fulltrúar okkar líka alveg skila þeim skilaboðum (ef þeir þora) til bandalagsþjóða okkar á borð við Sádi Araba eða Japani sem hafa allar sínar dyr lokaðar.
![]() |
Vonin dó í dag þegar ég gafst upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2022 | 11:10
Það sker mig í hjartað...
Það vakti mig til umhugsunar myndskreyttur fréttaflutningur fjölmiðla af hátíðahöldum Norðmanna sl. 17. maí s.l. hér í Reykjavík, þar sem sjá mátti hóp prúðbúinna frænda okkar og marga þeirra í þjóðbúningum og allir með norska fána í hendi, ganga fagnandi í skrúðgöngu á eftir þrumandi lúðrablæstri og það eftir strætum Reykjavíkur.
Ég hef reyndar verið í Osló á 17. maí og upplifað endalausa skrúðgöngur lúðrasveita upp Karl Jóhann og stórbrotin fagnaðarlætin á þjóðhátíðardegi þeirra og ég hef líka ámóta sögu að segja frá öðrum löndum allt frá Færeyjum til Kína, þar sem stoltar þjóðir fagna stolt og tjá föðurlands ást sína með margskonar fagnaðarlátum.
Ég man líka eftir þegar ég var lítill drengur hér í Reykjavík með foreldrum mínum, þegar þjóðin fagnaði fullveldi sínu og tjaldaði öllu til á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní með skrúðgöngum og blaktandi fánum.......
Nú er öldin önnur hér á Íslandi, því nú þykja þær forðum fögru tilfinningar á borð við ættjarðarást og þjóðernishyggju vera neikvæðar og eigingjarnar og sú hryllingsmynd sem dreginn er upp af öllum þeim er bera hag Íslands fyrir brjósti, er í þess stað blásin út og skrumskæld á öllum sviðum umræðunnar og vei þeim sem dirfist að ganga gegn strauminum.
Hvað stjórnvöld og nú síðast ógæfuleg samsuðu stjórnmálasamtaka þeirra sem þóttust koma sitt úr hvorri áttinni, en hugðust eigi að síður halda áfram því sama feigðarflani sem ótrautt stefnir höfuðborginni í óafturkræft gjaldþrot sem loks mun kalla á sölu og veðsetningu innviða hennar og síðan allra annara auðlinda þjóðarinnar, áður en alþjóðastofnanir ljúka verkefninu.
Eftir að þessi hrakspá mín rætist munum við áhrifa-og eignalausir frumbyggjarnir einungis geta nagað okkur sjálf í handabökin fyrir að hafa leyft þessum skipulögðum landráðunum mótþróalaust að fremjast fyrir augum okkar allra og máttlaus þurft að horfa tárvotum augum á eftir auðvirðilegum handbendum alþjóðasinnana njóta silfursins í velsældum á fjarlægum ströndum Florida, Dúbaí eða Sænska skerjagarðsins.
![]() |
Ræða stóru málin í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2022 | 18:12
Farvel Halldór
Ég þakka þér drengileg skoðanaskipti á undanförnum árum og fyrir að hafa ætíð svarað mér líkt og öðrum misjöfnum bloggurum málefnalega.
Ég veit að það verður tómlegra hér á mogga blogginu að þér og hnittnum færslum þínum gengnum, en bind þó ákveðnar vonir við að þú hljótir í það minnsta að geta kíkt í Moggan og bloggið í þínum nýju vistaverum.
![]() |
Andlát: Halldór Jónsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2022 | 10:53
Flokkur fólksins í lykilstöðu.
Það blasir við að Sjálfstæðisflokkur bjóði Framsóknarflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til meirihluta samstarfs.
Fyrrverandi borgarstjórnar meirihluta verður hreinlega að jarða.
![]() |
Hildur segir forgangsmál að komast í meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2022 | 17:59
Er Ísland í stríði við Rússland?
Hverskonar áróðurs stríð er eiginlega í gangi?
Eru Rússar að ögra Íslandi, eða eru þeir óvinaþjóð okkar?
Erum við vön því að taka svo afgerandi afstöðu í stríðsátökum annara landa?
Ég minnist ekki að fulltrúar Yemen, Líbýu, Palestínu eða Íraks hafi fengið að tala einhliða máli sínu á Alþingi Íslands, eða býr einhver önnur ástæða en hrein og skær mannúð að baki?
Ætla Katrín Jakobsdóttir og Guðni Forseti Íslands að bera fulla ábyrgð á dauða og tortímingu meirihluta Íslendinga ef Pútín tekur ákvörðun um að beita hluta eða öllum sínum 6000 kjarnorkuvopnum gegn óvinum sínum?
Þess má minnast, að Íslendingar höfnuðu að segja Þjóðverjum stríð á hendur við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, heldur sendum við þeim fæði og klæði eftir bestu getu og sjáum ekki eftir því.
![]() |
Selenskí ávarpar Alþingi og íslensku þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2022 | 10:09
Framhald á bannfæringu Gylfa Sigurðssonar.
Hið fornfræga félag Everton er í bullandi vandræðum á öfugum enda ensku úrvalsdeildarinnar. Ekkert félag á að baki fleiri tímabil í efstu deild þar um slóðir og fall Everton myndi því sæta stórkostlegum tíðindum.
Með þessum orðum hefst grein Orra Páls Ormarssonar í sunnudagsútgáfu Mbl. í dag. Þessi langa og ítarlega myndum skrýdda umfjöllun um erfiðleika þessa sögufræga liðs er rakinn ítarlega og frammistaða leikmanna og þjálfara grandskoðuð í löngu máli.
Ótrúlegt en satt, þá minnst blaðamaðurinn ekki einu orði á fjarveru fyrirliðans og þeirra dýrasta manns, Gylfa Sigurðssonar, sem þó er líklega helsta ástæðan fyrir slakri stöðu liðsins, líkt og segja má um sorglegt hrun íslenska landsliðsins í ruslflokk.
Er blaðamaðurinn einungis svona sorglega illa að sér, eða er hann að fylgja fyrirmælum um þöggun?
![]() |
Fellur þaulsætnasta félagið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2022 | 12:59
Kosningaspá mín 28 apríl 2022
Til gamans skýt ég á úrslit komandi borgarstjórnakosninga, í ljósi óáreiðanleika fyrri skoðanakannana á bananalýðveldinu Íslandi, líkt og dæmin sanna. Því miður óttast ég að Samfylking haldi velli með stuðningi Sjálfstæðisflokks og fyrri fylgifiska, en öruggt má teljast að Flokkur fólksins verði hástökkvari kosningana.
Fyrsta röð er núverandi staða.
Önnur röð er spá Fréttablaðsins 27. apríl.
Þriðja röð er spá höfundar 28. apríl.
Sjálfstæðisflokkur 8 - 5 - 6
Samfylking 7 - 6 - 5
Píratar 2 - 4 - 2
Viðreisn 2 - 1 - 1
Sósíalistaflokkur 1 - 2 - 1
Flokkur fólksins 1 - 1 - 5
Vinstri græn 1 - 1 - 1
Framsóknarflokkur 0 - 3 - 1
Miðflokkur 1 - 0 - 0
Besta borgin 0 - 0 - 0
Ábyrg framtíð 0 - 0 - 1
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjá borgarfulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |