Það sker mig í hjartað...

Það vakti mig til umhugsunar myndskreyttur fréttaflutningur fjölmiðla af hátíðahöldum Norðmanna sl. 17. maí s.l. hér í Reykjavík, þar sem sjá mátti hóp prúðbúinna frænda okkar og marga þeirra í þjóðbúningum og allir með norska fána í hendi, ganga fagnandi í skrúðgöngu á eftir þrumandi lúðrablæstri og það eftir strætum Reykjavíkur.

Ég hef reyndar verið í Osló á 17. maí og upplifað endalausa skrúðgöngur lúðrasveita upp Karl Jóhann og stórbrotin fagnaðarlætin á þjóðhátíðardegi þeirra og ég hef líka ámóta sögu að segja frá öðrum löndum allt frá Færeyjum til Kína, þar sem stoltar þjóðir fagna stolt og tjá föðurlands ást sína með margskonar fagnaðarlátum.

Ég man líka eftir þegar ég var lítill drengur hér í Reykjavík með foreldrum mínum, þegar þjóðin fagnaði fullveldi sínu og tjaldaði öllu til á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní með skrúðgöngum og blaktandi fánum.......

Nú er öldin önnur hér á Íslandi, því nú þykja þær forðum fögru tilfinningar á borð við ættjarðarást og þjóðernishyggju vera neikvæðar og eigingjarnar og sú hryllingsmynd sem dreginn er upp af öllum þeim er bera hag Íslands fyrir brjósti, er í þess stað blásin út og skrumskæld á öllum sviðum umræðunnar og vei þeim sem dirfist að ganga gegn strauminum.

Hvað stjórnvöld og nú síðast ógæfuleg samsuðu stjórnmálasamtaka þeirra sem þóttust koma sitt úr hvorri áttinni, en hugðust eigi að síður halda áfram því sama feigðarflani sem ótrautt stefnir höfuðborginni í óafturkræft gjaldþrot sem loks mun kalla á sölu og veðsetningu innviða hennar og síðan allra annara auðlinda þjóðarinnar, áður en alþjóðastofnanir ljúka verkefninu.

Eftir að þessi hrakspá mín rætist munum við áhrifa-og eignalausir frumbyggjarnir einungis geta nagað okkur sjálf í handabökin fyrir að hafa leyft þessum skipulögðum landráðunum mótþróalaust að fremjast fyrir augum okkar allra og máttlaus þurft að horfa tárvotum augum á eftir auðvirðilegum handbendum alþjóðasinnana njóta silfursins í velsældum á fjarlægum ströndum Florida, Dúbaí eða Sænska skerjagarðsins.


mbl.is Ræða stóru málin í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband