Er Ísland í stríði við Rússland?

Hverskonar áróðurs stríð er eiginlega í gangi?

Eru Rússar að ögra Íslandi, eða eru þeir óvinaþjóð okkar?

Erum við vön því að taka svo afgerandi afstöðu í stríðsátökum annara landa?

Ég minnist ekki að fulltrúar Yemen, Líbýu, Palestínu eða Íraks hafi fengið að tala einhliða máli sínu á Alþingi Íslands, eða býr einhver önnur ástæða en hrein og skær mannúð að baki?

Ætla Katrín Jakobsdóttir og Guðni Forseti Íslands að bera fulla ábyrgð á dauða og tortímingu meirihluta Íslendinga ef Pútín tekur ákvörðun um að beita hluta eða öllum sínum 6000 kjarnorkuvopnum gegn óvinum sínum?

Þess má minnast, að Íslendingar höfnuðu að segja Þjóðverjum stríð á hendur við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, heldur sendum við þeim fæði og klæði eftir bestu getu og sjáum ekki eftir því.


mbl.is Selenskí ávarpar Alþingi og íslensku þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, við erum í stríði við Rússland, þó stríðið sé enn sem komið er andlegt. Þetta stríð er milli frelsis og kúgunar, mannréttinda og helsis.

Miðað við fyrri blogggreinar frá þér, sýnist mér þú vera á móti kúgun og mannréttindabrotum þannig að ég skil ekki þessa færslu þína núna.

Hlutleysi er blekking, það sannaðist vísindalega í eitt skipti fyrir öll í seinni heimsstyrjöldinni. Þau ríki sem töldu sig vera hlutlaus lentu einfaldlega í gininu á Hitler.

Theódór Norðkvist, 5.5.2022 kl. 20:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er alrangt hjá þér Theódor árið 2014 byrjaði stríðið,þegar útlendingar í Ukraínu réðust á Rússa tók þetta upp er fingra klossuð;

Bandaríkin með aðstoð ESB frömdu blóðugt valdarán í Úkraínu 27. febrúar, 2014. Vígamenn og óeirðaseggir, launaðir af Obama/Biden-stjórninni, ESB, og óopinberum félögum (NGO) og fjárfestum, hófu vopnaðar árásir á stjórnarbyggingar Úkraínu í Kænugarði 21. nóvember 2013. Öfgasamtök s.s. Right Sector, Svoboda, Fatherland tóku virkan þátt. Árásirnar stóðu fram í lok febrúar og urðu til þess að lögleg stjórn Úkraínu hraktist frá völdum. Amk. 130 manns voru drepnir í Kænugarði, þar af amk. 18 lögreglumenn. þeir passa saman gömlu kommarnir hér og Biden svindlari. Hlutleysi? hvaða vitleysa Svíjar voru öll stríðsárin hlutlaus. Þessi ágangur inn á þröskuld Rússa og það fyrir tilstylli útlendinga sem girntust land austanmegin Úkraínu taka Rússar enga sénsa þeir vita hvað hernaður á þá er, ekkert nema ágirnd. Þeir lögðu líka mest á sig og gerðu út um WAR II 1939-1945. Pútín verður líka boðið að ávarpa Íslendinga,annað er argasta mismunun.

Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2022 kl. 01:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fyrirgefðu Jónatan hvað þetta varð stórt,tók ekki eftir því fyrr en búið og gert.

Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2022 kl. 02:09

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Æi Helga mín, þurftirðu endilega að hella skólpinu frá (Ó)Frjálsu Íslandi. Er þér svona illa við mig? cool

Ég nenni ekki að svara sögufölsununum frá þeim í 100. sinn, er búinn að gefast upp á því. Vitinu verður ekki komið fyrir suma.

Ætla að vona að þetta blogg lendi ekki í heitum umræðum, þá kemur Þorsteinn Sch. með sitt tíu sinnum verra skólp. Ó mæ God.

Theódór Norðkvist, 6.5.2022 kl. 03:02

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl verið þið bæði, Helga og Theódór.

Munurinn er sá að Helga lítur á stóra samhengið, líkt og t.d. Henry Kissinger fyrir áratug, þegar hann sá hvert stefndi og auðvitað kom að því að Rússar (marg-bitnir) fengu nóg.

Það er auðvitað ekkert nema eðlilegt að Theódór trúi því sem fyrir hann er lagt, eins og flestar ungar og hreinar sálir sem öllum vilja vel, en til að eyðileggja örlítið glansmyndina, þá er það mín persónulega skoðun, að draumastaða Bidens og bandarísku demókratana sé sú, að Evrópa verði hreinlega lögð í rústir, því það er einungis barnalegt að trúa því að stórveldi eigi vini sem þeir gæta.

Jónatan Karlsson, 6.5.2022 kl. 07:14

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvert er þetta stóra samhengi? Heilaspuni um að ESB / BNA /NATO hafi fjarstýrt byltingunni á Euromajdan gegn Pútín strengjabrúðunni Yaruschenko? Að skúringarkonan á fundum NATO og Gorbachevs hafi lofað að NATO yrði ekki stækkað?

Allar þessar ranghugmyndir eru afgreiddar í greininni hér fyrir neðan. Meira hef ég ekki um það að segja.

Disinformation About the Current Russia-Ukraine Conflict. Seven Myths Debunked

Theódór Norðkvist, 6.5.2022 kl. 11:50

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil bæta við að ESB þarf ekki að setja krónu í að snúa ríkjunum í gömlu Sovét-blokkinni gegn Rússlandi. Rússland sér algjörlega um þá hlið sjálft og auglýsir þannig ókeypis ESB. ESB ætti eiginlega að senda þeim smá pening bara sem þakklætisvott.

Með því að drepa fjórar milljónir Úkraínumanna undir Stalín og leggja líf milljóna í rúst undir Pútín, þarf Rússland enga hjálp við að snúa almenningsálitinu gegn sér í Úkraínu. Þeir sjá algjörlega um það sjálfir.

Ekki misskilja mig, ég er á móti ESB, en skrifræðisbáknið er hátíð við hliðina á Rússlandi.

Theódór Norðkvist, 6.5.2022 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband