Ferðasaga hælisleytanda.

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um daglegt líf hælisleytenda í fjölmiðlum.
Það fylgir reyndar ekki sögunni hverjir standa að baki þessum myndskreyttu frásögnum, en líklegast þykir undirrituðum að kynningar eða áróðursdeild Rauða krossins komi þar við sögu.
Það má vera að undirritaður sé bæði illa innrættur og skilningssljór, en eftir lestur sögu þessa hælisleytanda, sem ég birti hér á eftir glefsur úr, þá botna ég hreinlega ekkert í rökum þess að þessi maður sé hér á framfæri íslenskra skattgreiðenda.
Þess má geta að ekki er gefinn kostur að blogga beint um þessa umfjöllun Mbl og félaga, líkt og tíðkast ef lesendur vilja láta í ljós skoðanir sínar á efni fréttar.


„Víðines skelfi­leg­ur staður“

Mohammed Salam al-Taie kom held­ur óvenju­lega leið til Íslands þar sem hann kom hingað frá Kína. Þar hafði hann búið í nokk­ur ár.

Fyrsta árið var ég í kín­versku­námi og lagði mig hart fram til þess að fá styrk til náms. Eft­ir að ég lauk MA-námi fjar­skipta­verk­fræði velti ég fyr­ir mér hvað ég gæti gert. Mér stóð til boða styrk­ur til þess að stunda doktors­nám í Kína en ég vissi að ég átti mér enga framtíð þar. Það fær eng­inn hæli í Kína og von­laust að fá stöðu þar við mitt fag.

 Ég lagði metnað minn í að standa mig vel í skóla og gat því valið úr skól­um í Kína til þess að stunda nám.
 
Á leiðinni til Kan­ada milli­lenti hann á Kefla­vík­ur­flug­velli og sótti um hæli hér.  Útlend­inga­stofn­un veitti Mohammed fyrr á ár­inu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum og hef­ur hann leyfi til þess að dvelja hér í fjög­ur ár.
Þar sem hann kom frá Kína og var með gilt vega­bréf og alla papp­íra í lagi var hann send­ur á hót­el eft­ir að hafa sótt um hæli  hjá lög­regl­unni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þar dvaldi hann í rúma viku en þaðan fór hann í Víðines sem Útlend­inga­stofn­un hafi á leigu á þeim tíma.

„Víðines var skelfi­leg­ur staður. Vegna fötl­un­ar minn­ar á ég erfitt með gang og Víðines er ekki í al­fara­leið og því þurfti maður að ganga 4 km til að kom­ast í strætó og þetta var að vetr­ar­lagi.

Þetta var hræðilegt og ég fæ hroll við til­hugs­un­ina um dvöl mína þarna. Mat­ur­inn var vart mönn­um bjóðandi og ekk­ert til­lit tekið til trú­ar fólks enda var mat­ur­inn senni­lega ekki ætlaður fólki af ólík­um trú­ar­brögðum.
Þar var hann hins veg­ar með her­berg­is­fé­laga sem átti í veru­leg­um erfiðleik­um og eig­in­lega ekki hús­um hæf­ur seg­ir Mohammed. Versta var að hon­um var út­hlutað svefn­pláss í efri koju sem var nán­ast ógjörn­ing­ur fyr­ir hann að kom­ast í og úr vegna fötl­un­ar.

„En ég get ekki kvartað – ég ákvað það sjálf­ur að koma hingað. Ísland sótt­ist ekki eft­ir mér held­ur var það ég sem sótt­ist eft­ir að koma hingað. Ég hef því bara bitið á jaxl­inn og tekið þessu með jafnaðargeði. Því hér er ég ör­ugg­ur um líf mitt,“ seg­ir Mohammed sem hef­ur leigt her­bergi með aðgang að eld­húsi frá því hann fékk tíma­bundið skjól hér.


Hækkið tafarlaust skattleysismörk eldri borgara og leysið vandann.

Leikskóla og frístundaráð leggur helst til ráð á borð við að veita stjórnendum eingreiðslur vegna álags og þar fram eftir götum, en af hverju ekki að auglýsa eftir eldri borgurum í svona tveggja til fjögura tíma daglega vinnu við þessi störf sem þau flest hver þekkja ágætlega.

Margir eldri borgarar hefðu bæði gagn og gaman af að hlaupa undir bagga, en auðvitað ekki ef launin væru áfram tekin af þeim, krónu á móti krónu.


mbl.is Grípa til aðgerða vegna manneklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnvekjandi þögn eða dæmigerð þöggun.

Það vekur óneitanlega upp spurningar þegar kona er myrt með köldu blóði í íbúð við Hagamel aðfaranótt föstudags og lítið eða ekkert fjallað um svo hrikalegan glæp sem morð hlýtur að teljast.

Bylgjan, Stöð 2 og Mbl fjölluðu lítillega um málið daginn eftir, en ekki var t.a.m. minnst á það í sjónvarpsfréttum RÚV.

Eru ástæður þessa áhugaleysis þær að fórnarlambið var útlendingur, eða er ástæðan mögulega sú að gerandinn var útlendingur og líklega hælisleytandi?


mbl.is Krefjast varðhalds yfir erlendum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er seint betra en aldrei?

Hefðbundnir kjósendur Sjálfstæðisflokks leggja varla trúnað á kosningaloforð Bjarna, minnugir glænýs fjárlagafrumvarps hans og Benna frænda um aukna olíuskatta og áform þeirra um vegatolla, sem allir vita að eru þegar innheimtir og það margfalt.

Það hefði óneitanlega litið betur út fyrir Bjarna ef hann hefði hækkað frítekjumark ellilífeyrisþega fyrir nokkrum dögum á meðan hann hafði völdin til þess.

Vinstri grænir máttu auðheyrilega vart vatni halda yfir áformum Benna heitins fjármálaráðherra um aukinn olíuskatt og munu líða fyrir það hjá öllum hugsandi og akandi kjósendum þeirra.

Eftir stendur að það er líklega einungis spurning um hvort Flokkur fólksins verði stærsti eða næst stærsti flokkur landsins að kosningum loknum.


mbl.is Frítekjumark verði 100.000 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaða kosninganna verður í réttum takti við tíðarandann.

Þessi skoðanakönnun Mbl sýnir aðeins þá staðreynd að rúmur helmingur kjósenda hefur ekki, eða vill ekki gefa upp hug sinn varðandi komandi kosningar.

Auðvitað verður að gera ráð fyrir að nálægt helmingur þeirra sem ekki gáfu upp afstöðu sína í þessari könnun muni af mismunandi ástæðum ekki nýta kosningarétt sinn, en nálægt þrjátíu prósentum kjósenda munu líklega breyta landslaginu í íslenskum stjórnmálum til frambúðar, rétt eins og breskir og þó sérstaklega bandarískir kjósendur hafa á undanförnum mánuðum afrekað, þrátt fyrir andstæðar spár og skoðanakannanir.

Líklega nær Íslenska þjóðfylkinginn nokkrum mönnum á þing, en án óvæntra áfalla, þá stefnir auðheyrilega allt í stórsigur Flokks fólksins og það jafnt á kostnað hefðbundinna stjórnmálaflokka.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Það hvarflaði að mér eftir að hafa horft á "Meinsærið" á RÚV í gærkveldi, að réttast væri að steypa rotinni stjórnsýslunni, sem enn heldur verndarhendi sinni yfir spunameisturum G og G mála, körlum á borð við þá Valtý Sigurðsson, Örn Höskuldsson og fleiri þeirra líka, sem enn velja að dyljast þöglir undir steini, í stað þess að skýra þátt sinn í grimdarlegri eyðileggingu lífshlaups þessara ungmenna.

Í stað þess verður faðir forsætisráðherra uppvís að hafa skrifað undir beiðni um að veita gömlum fjölskylduvini uppreisn æru, líkt og tíðkast í tugum annara og jafnvel enn óhuggulegri málum og þá verður nú fjandinn laus.


mbl.is „Ekki lengra gengið að sinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur fólksins virðist vera kominn til að vera.

Þá er loks komið að því að ný fjöldahreifing, eða stjórnmálaflokkur sem berst fyrir velsæld og rétti þegnanna hefur litið dagsins ljós hér á Íslandi.

Þung undiralda óánægju og óréttlætis hefur loks verið beisluð og því raunhæf von um bjartari tíma fyrir alla þá, sem ekki beinlínis njóta vensla eða vináttu við spillta valdastéttina.

Það leikur ekki minnsti vafi á að auðæfi Íslands eru stórkostleg og því auðskiljanlegt að erlend ríki og einstaklingar ágirnist gullin okkar sem okkur ber því skylda til að varðveita og standa vörð um.

Fremmst í þessum flokki sannra þjóðernissinna stendur orðhvöss blind kona, sem hefur fundið leiðina að hjörtum allra þeirra Íslendinga sem vilja krefjast meðfæddra réttinda þeirra á landinu okkar, í stað þess að vera sett svöng og allslaus til hliðar og aðeins boðið upp á að horfa á lítinn hóp gráðugrar klíku gæða sér á þjóðar auðinum.

Öruggt verður að teljast að víðs vegar í skúmaskotum valdaklíkunar eru ákaft brugguð ýmiss banaráð til höfuðs þessa nýja flokks og verður fróðlegt að sjá hvað úr verður, en sem betur fer þá eru Inga og félagar ekki fædd í gær og því vonandi viðbúinn hinu versta.

Með núverandi stíganda mun Flokkur fólksins hins vegar verða glæsilegur sigurvegari í komandi borgarstjórnar kosningum og síðan auðvitað setja einarða stefnu á meirihluta á Alþingi.

Slagorð flokksins eru: Burt með fátækt og spillingu.


mbl.is Flokkur fólksins með 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband