Niðurstaða kosninganna verður í réttum takti við tíðarandann.

Þessi skoðanakönnun Mbl sýnir aðeins þá staðreynd að rúmur helmingur kjósenda hefur ekki, eða vill ekki gefa upp hug sinn varðandi komandi kosningar.

Auðvitað verður að gera ráð fyrir að nálægt helmingur þeirra sem ekki gáfu upp afstöðu sína í þessari könnun muni af mismunandi ástæðum ekki nýta kosningarétt sinn, en nálægt þrjátíu prósentum kjósenda munu líklega breyta landslaginu í íslenskum stjórnmálum til frambúðar, rétt eins og breskir og þó sérstaklega bandarískir kjósendur hafa á undanförnum mánuðum afrekað, þrátt fyrir andstæðar spár og skoðanakannanir.

Líklega nær Íslenska þjóðfylkinginn nokkrum mönnum á þing, en án óvæntra áfalla, þá stefnir auðheyrilega allt í stórsigur Flokks fólksins og það jafnt á kostnað hefðbundinna stjórnmálaflokka.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ekki könnun morgunblaðsins heldur félagsvisindastofnunnar háskólans.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2017 kl. 16:05

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jón Steinar.

Já takk fyrir og auðvitað verður þetta að vera rétt, þó mergurinn málsins sé sá sami.

Jónatan Karlsson, 23.9.2017 kl. 16:13

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Spái því að kosningaúrslitin verði óvænt og að ekki munu allir uppskera það sem þeir sáðu til.  Fjöldinn sem ekki gaf upp afstöðu sína hugsar einhverjum þegjandi þörfina.

Kolbrún Hilmars, 23.9.2017 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband