Er seint betra en aldrei?

Hefðbundnir kjósendur Sjálfstæðisflokks leggja varla trúnað á kosningaloforð Bjarna, minnugir glænýs fjárlagafrumvarps hans og Benna frænda um aukna olíuskatta og áform þeirra um vegatolla, sem allir vita að eru þegar innheimtir og það margfalt.

Það hefði óneitanlega litið betur út fyrir Bjarna ef hann hefði hækkað frítekjumark ellilífeyrisþega fyrir nokkrum dögum á meðan hann hafði völdin til þess.

Vinstri grænir máttu auðheyrilega vart vatni halda yfir áformum Benna heitins fjármálaráðherra um aukinn olíuskatt og munu líða fyrir það hjá öllum hugsandi og akandi kjósendum þeirra.

Eftir stendur að það er líklega einungis spurning um hvort Flokkur fólksins verði stærsti eða næst stærsti flokkur landsins að kosningum loknum.


mbl.is Frítekjumark verði 100.000 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband