Flokkur fólksins virðist vera kominn til að vera.

Þá er loks komið að því að ný fjöldahreifing, eða stjórnmálaflokkur sem berst fyrir velsæld og rétti þegnanna hefur litið dagsins ljós hér á Íslandi.

Þung undiralda óánægju og óréttlætis hefur loks verið beisluð og því raunhæf von um bjartari tíma fyrir alla þá, sem ekki beinlínis njóta vensla eða vináttu við spillta valdastéttina.

Það leikur ekki minnsti vafi á að auðæfi Íslands eru stórkostleg og því auðskiljanlegt að erlend ríki og einstaklingar ágirnist gullin okkar sem okkur ber því skylda til að varðveita og standa vörð um.

Fremmst í þessum flokki sannra þjóðernissinna stendur orðhvöss blind kona, sem hefur fundið leiðina að hjörtum allra þeirra Íslendinga sem vilja krefjast meðfæddra réttinda þeirra á landinu okkar, í stað þess að vera sett svöng og allslaus til hliðar og aðeins boðið upp á að horfa á lítinn hóp gráðugrar klíku gæða sér á þjóðar auðinum.

Öruggt verður að teljast að víðs vegar í skúmaskotum valdaklíkunar eru ákaft brugguð ýmiss banaráð til höfuðs þessa nýja flokks og verður fróðlegt að sjá hvað úr verður, en sem betur fer þá eru Inga og félagar ekki fædd í gær og því vonandi viðbúinn hinu versta.

Með núverandi stíganda mun Flokkur fólksins hins vegar verða glæsilegur sigurvegari í komandi borgarstjórnar kosningum og síðan auðvitað setja einarða stefnu á meirihluta á Alþingi.

Slagorð flokksins eru: Burt með fátækt og spillingu.


mbl.is Flokkur fólksins með 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband