Flokkur fólksins virðist vera kominn til að vera.

Þá er loks komið að því að ný fjöldahreifing, eða stjórnmálaflokkur sem berst fyrir velsæld og rétti þegnanna hefur litið dagsins ljós hér á Íslandi.

Þung undiralda óánægju og óréttlætis hefur loks verið beisluð og því raunhæf von um bjartari tíma fyrir alla þá, sem ekki beinlínis njóta vensla eða vináttu við spillta valdastéttina.

Það leikur ekki minnsti vafi á að auðæfi Íslands eru stórkostleg og því auðskiljanlegt að erlend ríki og einstaklingar ágirnist gullin okkar sem okkur ber því skylda til að varðveita og standa vörð um.

Fremmst í þessum flokki sannra þjóðernissinna stendur orðhvöss blind kona, sem hefur fundið leiðina að hjörtum allra þeirra Íslendinga sem vilja krefjast meðfæddra réttinda þeirra á landinu okkar, í stað þess að vera sett svöng og allslaus til hliðar og aðeins boðið upp á að horfa á lítinn hóp gráðugrar klíku gæða sér á þjóðar auðinum.

Öruggt verður að teljast að víðs vegar í skúmaskotum valdaklíkunar eru ákaft brugguð ýmiss banaráð til höfuðs þessa nýja flokks og verður fróðlegt að sjá hvað úr verður, en sem betur fer þá eru Inga og félagar ekki fædd í gær og því vonandi viðbúinn hinu versta.

Með núverandi stíganda mun Flokkur fólksins hins vegar verða glæsilegur sigurvegari í komandi borgarstjórnar kosningum og síðan auðvitað setja einarða stefnu á meirihluta á Alþingi.

Slagorð flokksins eru: Burt með fátækt og spillingu.


mbl.is Flokkur fólksins með 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru kjöraðstæður fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa andstæðinga sína í mörgum litlum sellum sem hver fyrir sig sækist eftir völdum og berja hver á annarri til að reyna að ná í þau. Flokkur fólksins mun eins og hinar sellurnar ekkert gera annað í pólitík á Íslandi en að tryggja völd Sjálfstæðisflokksins áfram og þar með áframhaldandi stefnu um að auka bilið á milli hinna fáu ríku og hinna mörgu fátæku. Það verður ekki fyrr en allar sellurnar sameinast í eina sterka sem hægt verður að koma Sjálfstæðisflokknum frá og afstýra helstefnu hans.

Eric (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 11:48

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Eric

Reyndar er ég ekki sammála þér hvað óheillyndi Sjálfstæðisflokksins varðar, því af tvennu illu þá er þó skárra að koma beint fram og gangast við því að vera auðvaldssinni og eigin hagsmuna seggur, fremur að þykjast vilja hag verkalýðs og öreiga sem mestan, en í raun og sannleika vera valdasjúk og jafnvel gráðugari en verstu kapítalistar, líkt og segja má og sannaðist svo áþreifanlega á verkum hinnar hreinu vinstri stjórnar þeirra Jóhönnu og Steingríms.

Ég gæti meira að segja helst séð fyrir mér einhverskonar samstarf Flokks fólksins og einmitt Sjálfstæðisflokks í næstu borgarstjórn Reykjavíkur, því þó FF verði sigurvegari kosningana, þá geri ég mér varla vonir um hreinan meirihluta, því æpandi þörf er á róttækum niðurskurði og tiltekt í gervöllu borgarkerfi vinstri mafíunnar, áður en henni tekst algjörlega að eyðileggja höfuðborgina.

Jónatan Karlsson, 3.9.2017 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband