9.10.2019 | 02:30
Íslenska módelið.
Ekki er laust við að illur grunur læðist að manni við lestur þessar fréttar um skuldbreytingar og viðbótarfjármögnun, auk glænýs stjórnendateymis hjá fjárfestingafélaginu Gamma og félögum.
Það er varla sest rykið eftir fyrirsjáanlegt gjaldþrot WOW, sem í aðdraganda andláts þess notaði nánast orðrétt sömu klisjuna og gammarnir reyna nú að beita.
Ekki bætir það nú horfurnar hér í spillingunni, þegar í sömu andrá er dreginn upp úr hattinum maður að nafni Gylfi Magnússon sem lofsamar óskiljanlegar áhættufjárfestingar lífeyrissjóða einmitt á sama tíma og raunsæir fjárfestar halda að sér höndum.
Annar haukur í horni hefur nú líka tekið sér stöðu í Seðlabankanum í kallfæri við fjármálaráðherra, svo langt verður líklega seilst til að halda vinum og vandamönnum á floti.
Það vill til að nokkrir verkalýðsforkólfar og lítil útvarpsstöð geri svo sem allt sem í þeirra valdi stendur til að upplýsa almenning um ástand mála, en eins og kom ljóslega fram í samþykkt þjóðkjörina fulltrúa okkar á Alþingi á eftirgjöf yfirráða okkar á orkumálum landsins í berhöggi við vilja meirihluta landsmanna, þá er ekki neinn stuðning heldur að sækja í þá átt.
Einungis virðist því um að ræða að horfa á hverju fram vindur og muldra síðan ef til vill einhver bitur blótsyrði ofan í bringuna.
![]() |
Skuldabréfaeigendur samþykktu breytta skilmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2019 | 05:19
Óskiljanleg mismunun í kjölfar kynferðislegra ásakana.
Í þessu síðasta áreitis máli, þar sem eitthvað af kynferðislegum toga á að hafa farið úr böndum í Parísarferð starfsfólks Forsetaembættisins, sem ekki er þó skilgreint frekar, er viðkomandi dóna refsað með skriflegri áminningu um bót og betrun og málið dautt.
Önnur og harðari refsing var uppi á teningnum í máli kennarans við Háskólann í Reykjavík, sem sagði á lokaðri spjallsíðu eitthvað í þá átt að honum fyndist konur vera að verða ansi heimtufrekar.
Þessum virta kennara var umsvifalaust vikið úr starfi og að því virðist bannfærður hjá öðrum menntastofnunum.
Að lokum finnst mér undarlega lítið fjallað um opinberan vittnisburð Ara Magnússonar leikstjóra um raunverulega atburðarás í kvikmyndaupptökum þeim, sem voru helsta ástæða þess að ungur og sannarlega upprennandi leikari var sviptur kjóli og kalli og settur á sama svarta lista og fyrrnefndur kennari.
![]() |
Greiddu sjálfir fyrir vinnuferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2019 | 04:58
Fagnaðarlæti í Kína.
Þess var minnst í gær um gjörvalt Kína með miklum hátíðahöldum, að sjötíu ár eru liðin frá stofnun kínverska Alþýðulýðveldisins.
Það er sannarlega ólíku saman að jafna einlægu stolti og ættjarðarást þeirri sem þar skín úr hverju andliti borið saman við svipbrigði almennra Íslendinga á mannamótum, sem daglega mega kljást við íþyngjandi óheilindi og hagsmunapot stjórnvalda.
Það vekur nánast öfund í brjósti mér að sjá alla þá ættjarðarást sem fram kemur í umgengni Kínverja við þjóðfána sinn, sem segir meir en orð fá lýst, í samanburði við þá lítilsvirðingu sem íslenska þjóðfánanum er ítrekað sýnd hér á landi.
Það er blátt áfram hlægilegt að einustu frásagnir frá Kína í dag, eru þýðingar á úr breskum miðlum um mótmæli þau í Hong Kong, sem blessunarlega hafa þó ekki kostað eitt einasta mannslíf og fölna við hlið vikulegra mótmæla gulvestunga í Frakklandi, auk hefðbundins óhróðurs Björns Bjarnasonar sem skuldbundinn er að því virðist öðrum hagsmunum en föðurlandsins.
![]() |
70 ára afmæli fagnað í skugga mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2019 | 16:55
Fyrrverandi ríkissaksóknari virðist aftur vera komin á kreik.
Í kjölfar ósvífinar höfnunar ríkislögmanns á réttlátum bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar ber það til tíðinda að fram á sjónarsviðið stígur lögmaður að nafni Valtýr Sigurðsson í umboði hinna svokölluðu Klúbb manna og ber brigður á kröfur um sakaruppgjöf og bætur til handa Erlu Bolladóttur, en eins ótrúlegt og það kann að virðast, þá stendur dómurinn um falskar sakargiftir enn ljóslifandi yfir henni.
Eins og einhverjir ættu að vita, þá var það einmitt sá hinn sami Valtýr, ásamt Hauki Guðmundssyni rannsóknarlögreglumanni sem önnuðust rannsóknina á hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík 1974 og létu einmitt gera leirmynd þá sem beindi rannsókninni upprunalega í átt til Klúbbsins.
Öll frumrannsókn mannshvarfsins virðist hafa verið í vægast sagt grunsamlegu skötulíki frá upphafi og hefur fyrrnefndur Haukur Guðmundsson borið að ákveðinn hluti málsgagna hafi horfið eða glatast í umsjá umrædds Valtýs á leiðinni til Reykjavíkur, þegar rannsóknin var færð þangað.
Tímabært hlýtur að teljast að fullar bætur verði greiddar fórnarlömbum málsins og að allir hinir raunverulegu óþokkar, sem sannarlega deildu og drottnuðu verði dregnir til fullrar ábyrgðar, áður en þeir allir verða sloppnir undir græna torfu.
![]() |
Segir greinargerðina fáránlega pælingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2019 | 11:26
Börn geta ekki beðið, en sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Í samnefndri grein um íslenska grunnskólakerfið sem birt er ásamt mynd af brosandi ráðherra menntamála á mbl.is án hefðbundins möguleika á blogg viðhengi um efnið, þá langar mig samt að tjá mig í stuttu máli um viðfangsefnið.
Öll þessi könnun og samanburður allur, sýnir svo ekki verður um villst, að sú stefna og markmið sem fylgt er hér af harðfylgi og þröngsýni, ýmist í anda öfga eða þöggunar er í besta falli kolröng.
Það er auðvitað sorglegt að svo hrikalegan samanburð þurfi til að sanna að ríkjandi stjórnun í kennslu og uppeldismálum ungra Íslendinga sé eins gjörsamlega misheppnuð, eins og þessi dæmi sanna, svo ekki sé nú minnst á hlutfall óhamingju og sjálfsvíg þessara sömu línurita, sem svo mikið er einmitt fjallað um þessa dagana undir slagorðinu, Vaknaðu!
7.9.2019 | 10:38
Hörmuleg verðmæta og matarsóun.
Það er blátt áfram sorglegt að verða vitni að því að hundruðum tonna af úrvals hvalkjöti sé fargað af einhverjum furðulegum hvötum, á einmitt sama tíma og matarsóun er mjög til umræðu.
Væri nú ekki skynsamlegra að velbúnir, en ætíð févana björgunarsveitarmenn skelltu sér í karlmannlegt grindadráp að hætti frænda okkar í Færeyjum, sérstakega og jafnvel einungis þegar hvalavöðurnar synda ótilkvaddar í strand og bjarga öllu þessu úrvals kjöti, sem þeir gætu síðan ýmist selt eða gefið þurfandi aðilum?
![]() |
Aflífa alla eftirlifandi grindhvali á Langanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2019 | 07:01
Pence talaði einungis örlítið af sér.
Nú má alveg bóka það að fljótlega munu íslensk stjórnvöld þykjast taka ákvörðun um að hafna öllum tilboðum Kínverja um þróun og samstarf og öllum frekari viðskiptum við fjarskipta fyrirtæki þeirra.
Þrátt fyrir ummæli forsætisráðherra og utanríkisráðherrans með þjófsglyrnurnar sínar litlu og taugaveiklislegan hláturinn, um að þau kæmu af fjöllum og engar fyrirætlanir eða breytingar hafi verið gerðar á ágætu sambandi okkar við kínverska vini okkar, þá sýna fyrri gjörðir og fullyrðingar þessa fólks að lítil ástæða er því miður til að taka orð þeirra trúanleg.
![]() |
Sárvantar úttekt á samskiptum Íslands og Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2019 | 09:09
Hver eru makleg málagjöld?
Ég geymi lista með nöfnum þeirra þingmanna sem vildu láta þjóðina axla Icesave byrðarnar og ég mun sannarlega halda til haga nöfnum þeirra þingmanna, sem nú vilja ólmir samþykkja þriðja orkupakkann, þrátt fyrir augljós hættumerki og viðvaranir.
Ef ótti mikils meirihluta þjóðarinnar reynist á rökum reistur, þá mun ég vera í hópi þeirra sem vilja fylgja því að þetta fólk sem enn og aftur gengur gegn þjóð sinni verði ákært og dæmt til þyngstu refsinga fyrir föðurlandssvik.
Þeir dómar væru makleg málagjöld.
![]() |
Vonast eftir stuðningi við sæstreng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2019 | 09:23
Kurteisleg refsing gæslumanna fjöreggs þjóðarinnar.
Ef fram fer sem horfir, þá mun meirihluti þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem nú sitja sem kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi einhverra hluta vegna, kjósa að ganga þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar og samþykkja þennan þriðja orkupakka, þrátt fyrir aðvaranir allra þeirra sem óttast og einungis vilja fara varlega með auðlindir þjóðarinnar.
Því vil ég varpa fram þeirri hugmynd, að eftir að verstu hrakspár taka að rætast, þá verði þeir þingmenn sem kusu gegn þjóð sinni og drengskaparloforði, ætíð minntir á svikin með einhverjum sýnilegum hætti, er þeir verða á vegi landa sinna, hvort sem um er að ræða fettur, grettur eða bara að hrák í veg þeirra, svo þau og niðjar þeirra geti aldrei gleymt föðurlandssvikunum haustið 2019.
![]() |
Þetta er bara mjög móðgandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2019 | 11:46
Ískalt hagsmunamat Bjarna.
Bjarni komst frá þessum fundi í Valhöll grunsamlega hnarreistur og flottur, líkt og og þessi augljósa aðför að yfirráðum og eignarrétti Íslendinga að auðlindum þjóðarinnar snerist einungis um ómerkilegt nöldur og tittlingaskít.
Í lok stutts sjónvarpsviðtals eftir fundinn svaraði Bjarni spurningu fréttamanns um þá kröfu fjölmargra að kosið yrði um afstöðu flokksins til þessa þriðja orkupakka meðal almennra Sjálfstæðismanna, en jafn svipbrigðalaust svaraði hann því ískaldur að ekkert væri sjálfsagðara, því auðvitað væri sú kosning einungis ráðgefandi.
Þó svo að örugg framganga Bjarna fái einhverja gamla flokkshesta til að titra og skjálfa í hnjánum og jafnvel skipta um skoðun, þá stendur enn eina spurningin sem einhverju máli skiptir ósvöruð, en hún er auðvitað þessi: Hver er ávinningur Íslendinga af samþykkt orkupakkans?
P.S.
Að lokum sting ég upp á að við getum gleymt Karþagó, en í þess stað krafist þess að óskiljanlegar ákvarðanir ráðamanna verði rannsakaðar af yfirvöldum, þ.e.a.s. þvagsýni, fjármál og óútskýrð hagsmunatengsl.
![]() |
Orkupakkinn takmarkað framsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |