Börn geta ekki beðið, en sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Í samnefndri grein um íslenska grunnskólakerfið sem birt er ásamt mynd af brosandi ráðherra menntamála á mbl.is án hefðbundins möguleika á blogg viðhengi um efnið, þá langar mig samt að tjá mig í stuttu máli um viðfangsefnið.

Öll þessi könnun og samanburður allur, sýnir svo ekki verður um villst, að sú stefna og markmið sem fylgt er hér af harðfylgi og þröngsýni, ýmist í anda öfga eða þöggunar er í besta falli kolröng.

Það er auðvitað sorglegt að svo hrikalegan samanburð þurfi til að sanna að ríkjandi stjórnun í kennslu og uppeldismálum ungra Íslendinga sé eins gjörsamlega misheppnuð, eins og þessi dæmi sanna, svo ekki sé nú minnst á hlutfall óhamingju og sjálfsvíg þessara sömu línurita, sem svo mikið er einmitt fjallað um þessa dagana undir slagorðinu, Vaknaðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband