Fyrrverandi ríkissaksóknari virðist aftur vera komin á kreik.

Í kjölfar ósvífinar höfnunar ríkislögmanns á réttlátum bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar ber það til tíðinda að fram á sjónarsviðið stígur lögmaður að nafni Valtýr Sigurðsson í umboði hinna svokölluðu Klúbb manna og ber brigður á kröfur um sakaruppgjöf og bætur til handa Erlu Bolladóttur, en eins ótrúlegt og það kann að virðast, þá stendur dómurinn um falskar sakargiftir enn ljóslifandi yfir henni.

Eins og einhverjir ættu að vita, þá var það einmitt sá hinn sami Valtýr, ásamt Hauki Guðmundssyni rannsóknarlögreglumanni sem önnuðust rannsóknina á hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík 1974 og létu einmitt gera leirmynd þá sem beindi rannsókninni upprunalega í átt til Klúbbsins.

Öll frumrannsókn mannshvarfsins virðist hafa verið í vægast sagt grunsamlegu skötulíki frá upphafi og hefur fyrrnefndur Haukur Guðmundsson borið að ákveðinn hluti málsgagna hafi horfið eða glatast í umsjá umrædds Valtýs á leiðinni til Reykjavíkur, þegar rannsóknin var færð þangað.

Tímabært hlýtur að teljast að fullar bætur verði greiddar fórnarlömbum málsins og að allir hinir raunverulegu óþokkar, sem sannarlega deildu og drottnuðu verði dregnir til fullrar ábyrgðar, áður en þeir allir verða sloppnir undir græna torfu.


mbl.is Segir greinargerðina „fáránlega pælingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er skrítið að rökstyðja höfnun á bótakröfu með því að vísa í upphaflega hæstaréttardóminn. Veit ekki betur en að hann hafi verið felldur úr gildi eftir að málið var tekið upp að nýju og dæmt í því að nýju. Það hlýtur að vera einkennileg lögfræði.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2019 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband