Ískalt hagsmunamat Bjarna.

Bjarni komst frá þessum fundi í Valhöll grunsamlega hnarreistur og flottur, líkt og og þessi augljósa aðför að yfirráðum og eignarrétti Íslendinga að auðlindum þjóðarinnar snerist einungis um ómerkilegt nöldur og tittlingaskít.

Í lok stutts sjónvarpsviðtals eftir fundinn svaraði Bjarni spurningu fréttamanns um þá kröfu fjölmargra að kosið yrði um afstöðu flokksins til þessa þriðja orkupakka meðal almennra Sjálfstæðismanna, en jafn svipbrigðalaust svaraði hann því ískaldur að ekkert væri sjálfsagðara, því auðvitað væri sú kosning einungis ráðgefandi.

Þó svo að örugg framganga Bjarna fái einhverja gamla flokkshesta til að titra og skjálfa í hnjánum og jafnvel skipta um skoðun, þá stendur enn eina spurningin sem einhverju máli skiptir ósvöruð, en hún er auðvitað þessi: Hver er ávinningur Íslendinga af samþykkt orkupakkans?

P.S.
Að lokum sting ég upp á að við getum gleymt Karþagó, en í þess stað krafist þess að óskiljanlegar ákvarðanir ráðamanna verði rannsakaðar af yfirvöldum, þ.e.a.s. þvagsýni, fjármál og óútskýrð hagsmunatengsl.


mbl.is Orkupakkinn takmarkað framsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband