Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.3.2022 | 10:05
Návist stríðs og hörmunga.
Það er sorglegt að menn og málleysingjar geri í buxurnar af áhyggjum yfir gný fullvaxina drápstækja sem fljúga í lágflugi yfir þéttbýlustu svæði landsins - líklega svona helst til að halda landsmönnum við efnið.
Ágætt dæmi um rök þeirra er finna til vellíðunar og öryggis í návist erlendra hermanna eru að Íslendingar verði að taka þátt í að veita kafbátaleitarvélum Bandaríkjamanna aðstöðu í Keflavík til að fylgjast með Rússum. Þetta er undarlegt, því Ameríkanar sjálfir eru með urmul af kjarnorkukafbátum úti um öll höf og af og frá að okkur sé veitt nokkur einasta vitneskja um ferðir þeirra og þeir eru þó sannarlega herskárri og hættulegri, eins og dæmin sanna.
Þegar kemur síðan að stríðsglæpum, þá eru það örugglega oft sögur og sviðsetningar, en eins og t.d. þegar Julian Assange gat birt myndbrot úr Bandarískri þyrlu af vopnlausum Írökum slátrað í beinni útsendingu, þá bregður svo við að Júlían er vondi kallinn og allt góða hyskið t.a.m. hér á Íslandi lætur sér fátt um finnast þó hann rotni árum saman í fangelsi verstu glæpona í London.
Hvað sannleiksgildi ásakana um stríðsglæpi varðar, þá eru nú til dags flestir aðrir en ungabörn og gamalmenni með kvikmyndavélar í fórum sínum, einmitt vel til þess falnar að taka óhrekjanleg myndbrot til sýninga og sönnunar fyrir heimsbyggðina, eins og Júlían, sællar minningar, gerði hérna um árið.
![]() |
Þotur portúgalska flughersins vöktu óhug borgarbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2022 | 10:55
Úkraína á að fylgja fordæmi okkar?
9.apríl 1940 hernámu Þjóðverjar Danmörku, sem hafði vit á að gefast snarlega upp fyrir ofureflinu og ganga til friðsamlegs samstarfs við blómstrandi hernámið og var gjarna haft á orði að danskir og þýskir hermenn hafi setið saman á vertshúsum og kneifað bjóri í mesta bróðerni langt fram eftir vetrinum 1942 - 43, þegar stríðslukka Þjóðverja snerist við Stalíngrad, en þá loks tók að bera á andspyrnu meðal dansks almennings.
Á Íslandi var því eins farið, nema hvað það voru Bretar sem hernámu okkur 10. maí 1940, en líkt og heima hjá konungi vorum í Kaupmannahöfn var sú leið farin að opna faðminn og það í mörgum tilfellum í orðsins fyllstu merkingu og njóta gæða samstarfsins. Eini munurinn var sá að þeir sem hernámu Ísland unnu stríðið og því liggjum við enn rymjandi og útglenntir og annar hver maður trúir því enn, eins og amen í kirkjunni að Bretar og Ameríkanar séu enn einungis að vernda okkur fyrir vondum körlum sem nú eru Rússarnir, þó þeir hafi öðrum fremur í raun og veru unnið heimsstyrjöldina fyrir okkur, en nú er Þjóðverjum fyrirgefið og þeir hvítþvegnir og orðnir svakalega góðir - svo kaldhæðnislega sem það allt kann nú að hljóma.
Svíar frændur okkar sögðust vera hlutlausir, en auðguðust vel á öllum gæðunum, eins og allir vita, þó lítið sé fjallað um það og teljast enn með þeim bestu, o.s.frv.
Spurningin er því: Hvernig er skynsamlegast fyrir Úkraínu að bregðast við hernámi Rússa?
![]() |
Selenskí fordæmir NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2022 | 11:19
Sjálfum okkur líkir
Eins og endranær, þá eru Íslendingar kaþólskari en páfinn í Róm, þegar kemur að fordæmingu á Rússum, eftir að þeir stigu niður fæti gegn útþenslustefnu NATO og ESB að landamærum þeirra í orðsins fyllstu merkingu. Það er reyndar ekkert nýtt að Íslendingar taki fullan þátt í að fordæma Rússa og reyndar allar þær þjóðir sem NATO og sérstaklega Bandaríkjamönnum þykir einhver ástæða til, þó svo að í orði séum við friðsöm og værum reyndar hlutlaus þjóð úti í ballarhafi, uns við vorum hernumin með valdi 10. maí 1940 af einmitt þeim sömu herrum og við þykjumst nú vera heitbundin.
Auðvitað er hægt, eins og jafnvel flestir Íslendingar trúa í fyllstu alvöru, að Bretar hafi hernumið Ísland með hagsmuni okkar í huga, en auðvitað er það einungis rakalaus þvættingur.
Hvað sem varðar áliti okkar á þessum yfirstandandi aðgerðum Rússa í Úkraínu, sem leiða óneitanlega hugann að Kúbu-deilunni og þeim Kennedy og Úkraínu-manninum Krúshchev og þeirri ímynduðu samlíkingu að erlent stórveldi hreiðraði um sig við landamæri Bandaríkjanna, að þá myndi hljóðið í strokknum líklega breytast.
Þessi frétt mbl.is um óskir Ítala og hollenskra skartgripasala er alveg dæmigerð um annarsvegar blákaldar staðreyndir lífsins og síðan dæmalausan undirlægjuhátt ráðamanna Íslands, sem kosta aðþrengt þjóðarbúið milljarða í töpuðum útflutningstekjum, á meðan allir aðrir halda áfram verslun og blómlegum viðskiptum, líkt og ekkert sé eðlilegra.
Mest skammaðist ég mín þó þegar Forseti Íslands hlýddi ESB og sat kjökrandi heima undir pilsfaldi, þegar aðrir þjóðarleiðtogar mættu á HM í Moskvu 2018 til að hvetja sína menn til dáða, þrátt fyrir öll boð og bönn.
![]() |
Vilja leyfa útflutning lúxusvara til Rússlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2022 | 10:45
Snjómokstur sparaður í Reykjavík.
Það er greinilega allt á sama veginn í höfuðborginni hvað umhirðu vegakerfis varðar, jafnt skít og óþrif á sumrum og snjó og ruðninga á vetrum eins og við blasir nú.
Í byrjun vikunar var haft eftir einhverjum málsmetandi frá borgarómyndinni að líklega mættu borgarbúar jafnvel reikna með að þurfa að brýna þolinmæðina eftir að að verstu ruðningar yrðu fjarlægðir úr húsagötum fram á miðviku-eða fimmtudag, en nú á föstudegi bólar ekki á neinu, hvorki skýringum né stórvirkum vinnuvélum og trailerum, heldur aðeins þeirri frómu bæn veðurfræðings að snjórinn muni þjappast eitthvað á næstu dögum.
Það er greinilegt að ófærðin á að hverfa með tíð og tíma einungis með hjálp heitra bæna borgarstjórnar og þá líklega hluti óþrifa s.l. sumars í leiðinni, því fjármunirnir þeir sem útsvars greiðendur inntu af hendi fyrir umhirðu gatna hafa líklegast verið notaðir í eitthvað annað.
Tómir skröltandi strætisvagnar, götuþrengingar og óraunsæ áform um svokallaða borgarlínu eru önnur, lengri og sorglegri saga.
![]() |
Eins og að moka okkur í gegnum fjall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2022 | 18:29
Engin Nuremberg-réttarhöld aftur.
Nú þegar COVID-faraldurinn á Íslandi er kominn á það stig að yfirvöld ráðgera í fyllstu alvöru að leyfa sýktum einstaklingum að starfa á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum og sífellt fleirri fréttir berast af umfangsmiklum mótmælum gegn þvingunar aðgerðum yfirvalda um heim allan, auk vaxandi efasemda um raunverulegt gildi og gagn þessara ítrekuðu bólusetninga, þá byrja óneytanlega að renna á mann grímur tvær, þó þrí-bólusettur sé.
Ég verð að viðurkenna að upp í huga minn kom samlíkingin við kvikmyndina Titanic, þegar ég sat í fyrsta sinn ásamt hundruðum annara og beið eftir sprautunni góðu við undirleik fallegrar tónlistar, en fumlaus vinnubrögð fallegra hjúkrunarkvenna komu þó í veg fyrir alla frekari ímyndunarveiki.
Það er sannarlega vonandi að þau Þórólfur, Víðir, Alma og frábæra framlínu fólkið allt verði aldrei sökuð um að hafa gert annað en að fylgja sannfæringu sinni um bestu lausnina gegn veirunni illvígu, sama hvað verstu hrakspár hinna svartsýnustu varðar og verði aldrei sökuð um eitt né neitt misjafnt.
![]() |
Neyðarúrræði að kalla fólk úr einangrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2022 | 11:19
Bandaríkjanenn langar í stríð.
Í pistli Laugardagsins 12. feb. 2022 kemst Páll Vilhjálmsson svo að orði:
Stóra enduræsingin, vinstriauðvaldið
The great reset, stóra endurræsingin, er kenning, sumir segja samsæriskenning, um að alþjóðaelítan noti Kínaveiruna til stokka upp vesturlönd í þágu hugmyndafræði um samfélagslega ábyrgð. Eitt slagorðið er ,,Endurbyggjum á betri hátt." Build, back ,better.
Þarna bendir Páll kurteislega á mögulega ástæðu þess að Bandaríkjamenn ota auðsveipum handbendum sínum í NATO gegn Rússum og bíða einungis eftir að tilefni til að láta kné fylgja kviði, en tilefni á borð við bruna þinghússins í Berlín og sannanir Powel´s um gjöreyðingar vopn Saddam´s Husseins eru einmitt ágæt dæmi um tilefni.
Það besta sem gæti hent stórveldið Bandaríkin og von þeirra um að halda um stjórnvölinn næstu áratugi væri auðvitað ef Evrópa og Rússland myndu tortímast í gjöreyðingastríði og Kínverjar og bandamenn þeirra (Íran og Pakistan) myndu eyða kröftum sínum í leppa Kanana í Asíu og Miðausturlöndum.
Það ætti öllum að vera ljóst, að þegar sprengjunum byrjar að rigna, þá eru leiðtogar okkar og ráðamenn allir flognir burt í öryggið - líklega einhverstaðar í nágreni við paradísirnar þar sem þeir hafa verið að fjárfesta stolin þjóðarauð okkar allra - og það lengi.
Þá geta þeir setið á ströndinni í þægilegum sólstólum með kokteilana og krókudílstár og notið sprengjubjarmans, svona líkt og sagt var (og sjá mátti reyndar á CNN) að efri stétt íbúa Tel Aviv hafi gert fyrir nokkrum árum þegar Gaza útrýmingabúðirnar voru sprengdar upp í eitt skiptið.
![]() |
Ný gögn: Rússar gætu gert innrás á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2022 | 18:20
Er reksturinn jafn slæmur og nýja útlitið?
Tap ársins nemur þrettán milljörðum og enn ný útlitsbreyting og sú sannarlega ekki til bóta, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Max þotu félagsins.
Eins og margir vita, þá voru Flugfélag Íslands og Loftleiðir sameinuð undir nafninu: Flugleiðir og það eðlilega með nýju merki eða lógó. Hin gömlu merki þessara stoltu frumherja voru glæsileg og að mínu mati alveg sérstaklega hinn vængjaði hestur Flugfélags Íslands.
Nú öllum árunum síðar eftir margar og oftast lakar útlits, nafna-og ímyndar breytingar og endalausan taprekstur, þá á greinilega aftur að hressa uppá útlitið og þá væntanlega framtíðarhorfurnar með enn einni rándýrri útlitsbreytingu, sem má þó mögulega segja um að það sé tímana tákn að skrifa nafnið Icelandair stórum stöfum á búkinn, en hrærigrauturinn á stélinu er einfaldlega hreinasta hörmung.
![]() |
Tapaði 5 milljörðum á síðasta fjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2022 | 18:02
False flag - viðvörun.
Miðað við þróun mála við landamæri Úkraínu og til að styðja við spá Bidens, þá er ekki ólíklegt að það dragi til tíðinda í nótt eða á morgun og það líklega í formi rúsneskrar árásar á óvænt fórnarlamb, vel til þess falið að vekja reiði og óhug okkar viljugu vinanna á Vesturlöndum.
Ég er kannski ekki að tala um dramatík á borð við tvíburaturnana í beinni á CNN heldur frekar svona eitthvað á borð við Tonkin flóa dæmi og það helst gegn NATO ríki.
Þessi dagsetning er líka á upphafsdegi vetrar ólympíuleika í Peking, svo þessi dagsetning væri svona tvær flugur í einu höggi, en eins og margir vita, þá er merkilega lítið fjallað um ástandið heima hjá Biden ræflinum, sem er ekki sérstaklega gott um þessar mundir og rík þörf fyrir stríð.
![]() |
Bandaríkin senda 2.000 manna herlið til Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2022 | 18:37
Kosningar nálgast óðfluga.
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er í góðum málum og hefur sannarlega efni á að skarta Ásdísi í forystu, en öðru máli gegnir í höfuðborginni, því eins og horfir nú á þessari stundu, þá stefnir í hrun flokksins í komandi kosningum, þó ekkert vanti heldur upp á útlit og persónutöfra Hildar Björnsdóttur í fyrsta sætið.
Einhverra hluta vegna er lítið sem ekkert fjallað um þessa stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og komandi kosningar í höfuðborginni hér á vefsíðum Morgunblaðsins, sem má e.t.v. skilja sem þögla tjónkun við áframhaldandi helfararstefnu Dags o/co, fremur en vonleysi og uppgjöf?
Góðir kostir til breytinga og björgunar borgarinnar í komandi kosningum eru að sjálfsögðu greidd atkvæði til Miðflokks, þrátt fyrir liðhlaup, eða Flokks fólksins, en hvað framtíð alvöru Sjálfstæðisflokks í baráttuna hér í borg varðar, þá væri enn mögulega von á liðveislu í slaginn með karla á borð við Elliða Vignisson með Kjartan Magnússon sér við hlið í brúnni.
![]() |
Ásdís vill verða bæjarstjóri í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2022 | 21:43
Kosningaskjálfti?
Það kitlar óneitanlega í mér kvikindið að lesa um rannsókn Letitiu James dómsmálaráðherra New York-ríkis á saknæmu atferli Trumps og fjölskyldu hans varðandi upplýsingar um stærð þakíbúðar hans á Manhattan,sem hafi í raun og veru verið allt að þrefalt stærri en þau (illþýðið) hafi ranglega haldið fram.
Ekki skemmdi það heldur Þórðargleði mína að horfa á nýjustu afurð Michael's Moore í RÚV, þar sem hann fjallaði um óvæntan kosningasigur óþokkans og flagarans Trumps árið 2016 og eðlilega sorg og vonbrigði alls góða fólksins.
Þessi tvö skínandi dæmi undirstrika ótta og vonandi óhuggulegt hugboð vinstri manna í Bandaríkjunum og annarstaðar fyrir kosningarnar 2024.
Og talandi um kosningar, þá var Hildur Björnsdóttir frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins í drotningarviðtali á RÚV (auðvitað) í dag, þar sem spyrlinum þótti greinilega augljós samhljómur með þeim Degi Bé og henni, þó hún að sjálfsögðu þrætti fyrir það, en eftir að hún upplýsti að ástæðan fyrir veru hennar í borgarstjórnarflokki Sjalla í Reykjavík væri vegna óvænts símtals, þar sem henni var boðið starfið, þá hugkvæmdist sama spyrli ekki að spyrja frá hverjum það ómetanlega símtal var - einhverra hluta vegna!