Er reksturinn jafn slæmur og nýja útlitið?

Tap ársins nemur þrettán milljörðum og enn ný útlitsbreyting og sú sannarlega ekki til bóta, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Max þotu félagsins.

Eins og margir vita, þá voru Flugfélag Íslands og Loftleiðir sameinuð undir nafninu: Flugleiðir og það eðlilega með nýju merki eða lógó. Hin gömlu merki þessara stoltu frumherja voru glæsileg og að mínu mati alveg sérstaklega hinn vængjaði hestur Flugfélags Íslands.

Nú öllum árunum síðar eftir margar og oftast lakar útlits, nafna-og ímyndar breytingar og endalausan taprekstur, þá á greinilega aftur að hressa uppá útlitið og þá væntanlega framtíðarhorfurnar með enn einni rándýrri útlitsbreytingu, sem má þó mögulega segja um að það sé tímana tákn að skrifa nafnið Icelandair stórum stöfum á búkinn, en hrærigrauturinn á stélinu er einfaldlega hreinasta hörmung.


mbl.is Tapaði 5 milljörðum á síðasta fjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband