Kosningar nálgast óðfluga.

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er í góðum málum og hefur sannarlega efni á að skarta Ásdísi í forystu, en öðru máli gegnir í höfuðborginni, því eins og horfir nú á þessari stundu, þá stefnir í hrun flokksins í komandi kosningum, þó ekkert vanti heldur upp á útlit og persónutöfra Hildar Björnsdóttur í fyrsta sætið.

Einhverra hluta vegna er lítið sem ekkert fjallað um þessa stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og komandi kosningar í höfuðborginni hér á vefsíðum Morgunblaðsins, sem má e.t.v. skilja sem þögla tjónkun við áframhaldandi helfararstefnu Dags o/co, fremur en vonleysi og uppgjöf?

Góðir kostir til breytinga og björgunar borgarinnar í komandi kosningum eru að sjálfsögðu greidd atkvæði til Miðflokks, þrátt fyrir liðhlaup, eða Flokks fólksins, en hvað framtíð alvöru Sjálfstæðisflokks í baráttuna hér í borg varðar, þá væri enn mögulega von á liðveislu í slaginn með karla á borð við Elliða Vignisson með Kjartan Magnússon sér við hlið í brúnni.


mbl.is Ásdís vill verða bæjarstjóri í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt, vilji menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn

þá fá þeir Samfylkingar-Hildi, vasaútgáfu af Gísla Marteini, Holu-Hjálmari og Degi.

ESB sinninn Björn Bjarnason gefur það ítrekað í skyn að gott gæri verið að fá Samfylkingar-Hildi

til að leiða Flokkinn, SamfylkingarFlokkinn, x-D.

Auðvitað er slík ESB Samfylkingar pólitík galin.

Eina von Sjálfstæðisflokksins er að fá Elliða til að taka slaginn.

Ef ekki, þá kjósum við sjálfstæðir menn Miðflokkinn, með Vigdísi í kraftgírnum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.1.2022 kl. 22:45

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér Símon Pétur fyrir innlitið og þín skýru sjónarmið.

Vigdís er líklega illa þokkuð vegna ítrekaðra ábendinga hennar um misferli og spillingu klíkunar sem okkur er víst ekki hollt að vita um.

Jónatan Karlsson, 31.1.2022 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband