En hvað með hvalveiðarnar?

Saga landsölu og spillingar heldur sínu striki svo til óáreitt hér á landi, eins og þessi nýjasti gjafagjörningur Bjarkeyjar matvælaráðherra ber svo augljóslega með sér.

Innan sjávarútvegs hérlendis er troðið á öllum viðteknum lögmálum um heilbrigt stjórnrfar, líkt og gildir því miður um stjórnsýsluna gervalla og hlýtur það því hreinlega að vera spurning hvort almenningur sé orðinn það svínbeigður að hann láti bjóða sér hvað sem er án mótþróa og gleymi öllu jafnharðan líkt og fyrir galdur.

Ofan á laxa gjöfina er nú á síðustu dögum flotinn upp á yfirborðið annar ófrýnilegur gjafa-gjörningur, en sá snýst um höfðinglega gjöf gjaldþrota Reykjavíkurborgar til stærstu olíufélaga landsins, sem reyndar dregur helst að sér athygli vegna klúðurslegra tilraunar fyrrum borgarritara og núverandi útvarpsstjóra til að kæfa alla umfjöllun um málið.

Annars eru kjör næsta forseta lýðveldissins auðvitað efstar á baugi þessa dagana hér á eyjunni, en líkt og í stjórnarskrá okkar segir, þá krefst gilding nýrra laga undirskriftar forseta, svo að mikið liggur við og engu til sparað hjá ríkjandi valdastétt að koma jákvæðum frambjóðanda að og það helst úr eigin röðum í embættið, eins og t.a.m. gæti átt við um fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Guð hjálpi Íslandi.


mbl.is Frumvarpið ekki til þess fallið að auka tekjur ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband