Kosningaskjálfti?

Það kitlar óneitanlega í mér kvikindið að lesa um rannsókn Letitiu James dómsmálaráðherra New York-ríkis á saknæmu atferli Trumps og fjölskyldu hans varðandi upplýsingar um stærð þakíbúðar hans á Manhattan,sem hafi í raun og veru verið allt að þrefalt stærri en þau (illþýðið) hafi ranglega haldið fram.

Ekki skemmdi það heldur Þórðargleði mína að horfa á nýjustu afurð Michael's Moore í RÚV, þar sem hann fjallaði um óvæntan kosningasigur óþokkans og flagarans Trumps árið 2016 og eðlilega sorg og vonbrigði alls góða fólksins.

Þessi tvö skínandi dæmi undirstrika ótta og vonandi óhuggulegt hugboð vinstri manna í Bandaríkjunum og annarstaðar fyrir kosningarnar 2024.

Og talandi um kosningar, þá var Hildur Björnsdóttir frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins í drotningarviðtali á RÚV (auðvitað) í dag, þar sem spyrlinum þótti greinilega augljós samhljómur með þeim Degi Bé og henni, þó hún að sjálfsögðu þrætti fyrir það, en eftir að hún upplýsti að ástæðan fyrir veru hennar í borgarstjórnarflokki Sjalla í Reykjavík væri vegna óvænts símtals, þar sem henni var boðið starfið, þá hugkvæmdist sama spyrli ekki að spyrja frá hverjum það ómetanlega símtal var - einhverra hluta vegna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband