Fyrrverandi ríkissaksóknari virðist aftur vera komin á kreik.

Í kjölfar ósvífinar höfnunar ríkislögmanns á réttlátum bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar ber það til tíðinda að fram á sjónarsviðið stígur lögmaður að nafni Valtýr Sigurðsson í umboði hinna svokölluðu Klúbb manna og ber brigður á kröfur um sakaruppgjöf og bætur til handa Erlu Bolladóttur, en eins ótrúlegt og það kann að virðast, þá stendur dómurinn um falskar sakargiftir enn ljóslifandi yfir henni.

Eins og einhverjir ættu að vita, þá var það einmitt sá hinn sami Valtýr, ásamt Hauki Guðmundssyni rannsóknarlögreglumanni sem önnuðust rannsóknina á hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík 1974 og létu einmitt gera leirmynd þá sem beindi rannsókninni upprunalega í átt til Klúbbsins.

Öll frumrannsókn mannshvarfsins virðist hafa verið í vægast sagt grunsamlegu skötulíki frá upphafi og hefur fyrrnefndur Haukur Guðmundsson borið að ákveðinn hluti málsgagna hafi horfið eða glatast í umsjá umrædds Valtýs á leiðinni til Reykjavíkur, þegar rannsóknin var færð þangað.

Tímabært hlýtur að teljast að fullar bætur verði greiddar fórnarlömbum málsins og að allir hinir raunverulegu óþokkar, sem sannarlega deildu og drottnuðu verði dregnir til fullrar ábyrgðar, áður en þeir allir verða sloppnir undir græna torfu.


mbl.is Segir greinargerðina „fáránlega pælingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn geta ekki beðið, en sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Í samnefndri grein um íslenska grunnskólakerfið sem birt er ásamt mynd af brosandi ráðherra menntamála á mbl.is án hefðbundins möguleika á blogg viðhengi um efnið, þá langar mig samt að tjá mig í stuttu máli um viðfangsefnið.

Öll þessi könnun og samanburður allur, sýnir svo ekki verður um villst, að sú stefna og markmið sem fylgt er hér af harðfylgi og þröngsýni, ýmist í anda öfga eða þöggunar er í besta falli kolröng.

Það er auðvitað sorglegt að svo hrikalegan samanburð þurfi til að sanna að ríkjandi stjórnun í kennslu og uppeldismálum ungra Íslendinga sé eins gjörsamlega misheppnuð, eins og þessi dæmi sanna, svo ekki sé nú minnst á hlutfall óhamingju og sjálfsvíg þessara sömu línurita, sem svo mikið er einmitt fjallað um þessa dagana undir slagorðinu, Vaknaðu!


Hörmuleg verðmæta og matarsóun.

Það er blátt áfram sorglegt að verða vitni að því að hundruðum tonna af úrvals hvalkjöti sé fargað af einhverjum furðulegum hvötum, á einmitt sama tíma og matarsóun er mjög til umræðu.

Væri nú ekki skynsamlegra að velbúnir, en ætíð févana björgunarsveitarmenn skelltu sér í karlmannlegt grindadráp að hætti frænda okkar í Færeyjum, sérstakega og jafnvel einungis þegar hvalavöðurnar synda ótilkvaddar í strand og bjarga öllu þessu úrvals kjöti, sem þeir gætu síðan ýmist selt eða gefið þurfandi aðilum?


mbl.is Aflífa alla eftirlifandi grindhvali á Langanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pence talaði einungis örlítið af sér.

Nú má alveg bóka það að fljótlega munu íslensk stjórnvöld þykjast taka ákvörðun um að hafna öllum tilboðum Kínverja um þróun og samstarf og öllum frekari viðskiptum við fjarskipta fyrirtæki þeirra.

Þrátt fyrir ummæli forsætisráðherra og utanríkisráðherrans með þjófsglyrnurnar sínar litlu og taugaveiklislegan hláturinn, um að þau kæmu af fjöllum og engar fyrirætlanir eða breytingar hafi verið gerðar á ágætu sambandi okkar við kínverska vini okkar, þá sýna fyrri gjörðir og fullyrðingar þessa fólks að lítil ástæða er því miður til að taka orð þeirra trúanleg.


mbl.is „Sárvantar úttekt á samskiptum Íslands og Kína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband