26.4.2015 | 13:24
Spor í rétta átt - loksins
Aldrei þessu vant, þá kemur jákvæð tillaga af viti frá þessu "liði"
Auðvitað er þetta þó aðeins byrjun á að breyta hugarfari á meðferð fanga og öðrum hópum sem eru á framferði alþýðu manna.
Fangar í fangelsum landsins ættu sömuleiðis auðvitað að leggja fram vinnu fyrir fæði, húsnæði og gæslu, t.a.m. með byggingar- og vegavinnu.
Veigamikið væri auðvitað að einungis öryrkjar hlytu örorkubætur og það mun hærri en nú tíðkast, en á móti kæmi að alli "aðrir" sem orðið hafa sér úti um örorku nafnbótina á mismunandi hæpnum forsendum fengju atvinnu við þeirra hæfi.
Ágætis framhald á þjóðfélagsumbótum þingmannsins væri að leggja fram tillögu um að hámarks fjöldi erlends (ódýrs) vinnuafls á vinnustöðum mætti aldrei vera hærri en t.d. 40% af mannafla.
Síðasta ábending mín til þingmannsins, en ekki sú sísta er að atvinnulausir verði að taka þá vinnu sem fæst, þó hún sé jafnvel bæði illa launuð og leiðinleg og langt undir "virðingu" hins atvinnulausa.
Það er nefnilega engum sem finnst sérstaklega gaman eða eftirsóknarvert að standa við færibandið í frystihúsi eða þrífa salerni - og hefur það ekkert með gáfur eða menntun að gera.
![]() |
Ungir afbrotamenn sinni samfélagsþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2015 | 12:03
Hér sannast aðeins hið forkveðna:
"FRÆNDUR ERU FRÆNDUM VERSTIR"
Færeyingar eiga það þó sameiginlegt með öðrum norðurlandaþjóðum að þar standa landsmenn saman um lífskjör þegnanna og þrífast vel, en hér í öllum náttúruauðlindunum lepur þorri alþýðu dauðann úr skel - langt undir viðurkenndum framfærslu mörkum.
Skattpíndur almúginn er síðan svo kaldhæðnislega sem það hljómar, upplýstur af spunameisturum spilltrar auðvalds klíkunar að Íslendingar séu u.þ.b. hamingjusamasta þjóð í heimi og það samkvæmt áreiðanlegum heimildum.
Réttilega mætti kalla Ísland: "Nigeriu Norðursins"
![]() |
Vilja minnka hlut Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2015 | 22:45
Ábyrgð og tryggingar
Það er hörmulegt þegar slys verða í umferðinni, en einmitt þess vegna eru gerðar ákveðnar kröfur um fjölmörg öryggisatriði ökutækis og hæfni og réttindi ökumanns.
Það kom fram í fyrstu fréttum af þessu slysi að sex manns hefðu verið í bifreiðinni og að hinn látni hefði verið í farangursrýminu og kastast út og orðið undir bílnum.
Hér koma rándýrar tryggingar að litlu gagni, því þær gilda aðeins um þann fjölda farþega sem bifreiðin er skráð fyrir og ef um dauða eða varanlega bæklun er að ræða, þá á það alltaf við um ótryggða farþegann.
![]() |
Slysið þungbært og kostnaðarsamt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2015 | 07:04
Mistök á mistök ofan
Örlög þessarar hrapalegu framkvæmdar var fyrirséð og hafði auðvitað verið varað ítrekað við og reynt að koma í veg fyrir ruglið, en allt kom fyrir ekki.
Sú staðreynd blasir nú við, að Landeyjarhöfn er til einskis annars nýt en að vera minnismerki um heimsku og flaustur , en þó líka eftirminnilegur hornsteinn að eiði það sem mun líklega tengja eyjarnar hjálparlaust við fastlandið fyrr eða síðar.
Þessi framkvæmd virðist því miður ekki til annars nýt en að vekja menn til umhugsunar um að hugsa áður en rokið er umhugsunarlaust í stórfeldar og óafturkræfar framkvæmdir og er ég þar aðalega með Reykjavíkurflugvöll og fyrirhugaða staðsetningu Landspítala við Hringbraut í huga.
![]() |
Fara fýluferðir í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2015 | 12:44
Réttlát lausn?
Það er mannúðarverk að koma þessum flóttamönnum til bjargar, en auðvitað á að setja bátsverja alla í land í Lýbíu og sökkva að því búnu bátum smyglaranna.
Það mætti líka setja þá sem vildu um borð í bandarísk flutningaskip og leyfa fólkinu að reyna fyrir sér í Ameríku.
Það voru jú fyrst og fremst Bandaríkjamenn sem báru ábyrgð á dauða Gaddafis og öllu þessu svokallaða "Arabíska vori"
![]() |
Neyðarkall á Miðjarðarhafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2015 | 12:14
Kjánahrollur?
Það er ekki laust við að um mig fari hrollur við lestur þessar fréttar um fangavörðinn fyrrverandi í hinum illræmdu fangabúðum Auschwitz.
Það eru þó ekki misþyrmingarnar og drápin á óbreyttum föngum í Póllandi fyrir sjötíu árum sem valda mér mestum áhyggjum við lestur þessarar frásagnar, heldur fremur hvert tilefni þess er, að nú berist fyrirmæli um að nú skuli farið í enn eina upprifjunar herferð um grimmd okkar Evrópubúa og tilfinningaleysi í garð þeirra örfáu sem lifðu af vistina í útrýmingarbúðunum.
Gæti e.t.v. hugsast að þessa "fróðlegu" grein megi setja í samband við væntanlega vörn Ísraelsmanna fyrir stríðsglæpadómstól S. Þ. eða eru aðeins nýjar refsi- eða hernaðaraðgerðir hinna Guðs útvöldu í burðarliðnum?
![]() |
Ég var þar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2015 | 12:13
Sannkölluð gleðifrétt.
Það er örugglega ekki ofsögum sagt að öll þjóðin hefur undanfarna daga beðið og vonað að einmitt þessi frétt myndi birtast og óska ég drengnum, eldri bróður hans og öðrum aðstandendum þeirra góðs bata og velfarnaðar á komandi tímum eftir þessa miklu þolraun.
Snör og hetjuleg viðbrögð björgunarfólksins er mikið afrek og meðferð og hæfni lækna og hjúkrunarfólks hreint stórkosleg.
![]() |
Drengurinn vaknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2015 | 10:04
Flest mál eiga tvær hliðar.
Jákvæða hliðin á þessum samstarfssamningi Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað að hér skapast fáein frábær vellaunuð störf fyrir útvalda og sérstaka vini og vandamenn.
Þessi nefnd og starfsmenn hennar verða auðvitað á komandi árum að ferðast mikið og kynna sér það nýjasta í samgöngukerfum stórborga heimsins, því "heimskt er heimaalið barn" eins og allir vita.
Neikvæða hliðin á þessum samstarfssamningi er auðvitað sú, að þessar vangaveltur um lestir á höfuðborgarsvæðinu, svo ekki sé minnst á lestartengingu við Suðurnes eru að mínu mati og líklega flestra í besta falli bull og þvæla.
Fyrri tilraunir í þessum efnum, staðreyndir um mannfjölda og notkunar almennings farartækja, auk auðvitað heilbrigðar skynsemi, setja þetta "lúxus"verkefni í flokk með öðrum bautasteinum þessarar "borgarstjórnar" sem ég vildi þó fremur nefna "spillta bjána" - ef ég mætti.
![]() |
Léttlestir og hraðvagnar á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2015 | 12:46
Með mannslíf á samviskunni?
Þó Morgunblaðið þegi þunnu hljóði ásamt hinum fjölmiðlunum um byrjun framkvæmda við eyðileggingu Reykjavíkurflugvallar, þá engu að síður hófust fyrstu framkvæmdir verksins nú í morgun.
Glaðbeittur borgarstjórinn, sem nú gefur grænt ljós á þessa framkvæmd situr líka í nefnd sem á að fjalla um framtíð flugvallarins og er kennd við "Rögnu" hlýtur að bera fulla ábyrgð á öllum þeim mannsköðum sem þessi hrikalega afdrifaríki afleikur á eftir að hafa í för með sér.
8.4.2015 | 19:30
"Hideaway" á Þingvöllum
Til þess að geta verið fullgildur meðlimur í söfnuði Ásatrúarmanna, er þess krafist að viðkomandi hafi fasta búsetu á Íslandi.
Til þess að geta fest kaup á fasteign í Þjóðgarði Íslands á Þingvöllum hlýtur þess að vera krafist að viðkomandi sé Íslendingur og auðvitað með hreint sakavottorð - eða hvað?
![]() |
Finnst bústaður Bjarkar hlægilega ódýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |