Mistök á mistök ofan

Örlög þessarar hrapalegu framkvæmdar var fyrirséð og hafði auðvitað verið varað ítrekað við og reynt að koma í veg fyrir ruglið, en allt kom fyrir ekki.

Sú staðreynd blasir nú við, að Landeyjarhöfn er til einskis annars nýt en að vera minnismerki um heimsku og flaustur , en þó líka eftirminnilegur hornsteinn að eiði það sem mun líklega tengja eyjarnar hjálparlaust við fastlandið fyrr eða síðar.

Þessi framkvæmd virðist því miður ekki til annars nýt en að vekja menn til umhugsunar um að hugsa áður en rokið er umhugsunarlaust í stórfeldar og óafturkræfar framkvæmdir og er ég þar aðalega með Reykjavíkurflugvöll og fyrirhugaða staðsetningu Landspítala við Hringbraut í huga.


mbl.is Fara fýluferðir í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Legg til að við veginn niður að Landeyjahöfn verði komið upp stóru skilti með nöfnum þeirra stjórnmála og embættismanna sem komu að ákvörðuninni og framkvæmdinni.  Name and shame.

http://www.innanrikisraduneyti.is/sam/frettir/nr/24211

Efst á skiltinu verði nöfn Sturlu Böðvarssonar og Kristjáns Möller, síðan komi Unnur Brá Konráðsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason...

Hvumpinn, 22.4.2015 kl. 12:50

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Hvumpinn

Það lítur ú fyrir að Vaðlaheiðargöng sómi sér ágætlega á þessum lista afglapa, en vonum bara að við verðum ekki látnir borga fyrir vanhugsaðar ákvarðanir misvitra, heldur fái þeir í það minnsta "fyrir ferðina"

Jónatan Karlsson, 23.4.2015 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband