25.10.2015 | 16:09
Ójafn ljótur leikur
Auðvitað væri réttast að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framkomu þeirra gagnvart vopnlausum íbúum Palestínu, nema að einhverjum finnist í alvöru að grjót og heimasmíðaðar rakettur, sem eru það "öflugar" að þeim er safnað saman eftir lendingu og hafðar til sýnis í grindum fyrir gesti og gangandi.
Maður kynni að velta því fyrir sér af hverju ekki er orðið við óskum íbúa Gaza og Vesturbakkans um vernd friðargæsluliðs S.Þ. en svarið er auðvitað að Ísraelsk stjórnvöld vilja frekar láta eigin morðsveitir annast þá "friðargæslu" í skjóli neitunarvalds ríkisins sem á heiðurinn af yfir 80% af vopnasölu heimsins.
Annað mál er auðvitað að fögur fyrirheit Vg hafa ekki reynst dýr þegar á hólminn var komið, eins og nær allir ættu að muna frá stjórnartíð þeirra.
![]() |
Samþykktu að slíta sambandi við Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2015 | 20:05
Heimskra manna ráð.
Helstu rökin fyrir að halda áfram með fyrirhugaðar bygginga framkvæmdir við Hringbraut eru þau, að ekki sé nú lengur til setunar boðið, því að svo löngum tíma hafi verið varið í böðlast áfram með byggingar áformin á þessari óskynsamlegu staðsetningu, þvert á alla rökhugsun og ráðleggingar aðkeyptra sérfræðinga.
Þess má að auki geta, að forsætisráðherra er mótfallinn staðsetningu nýbygginga við Hringbraut, enda menntaður í skipulagsfræðum, sem ekki verður sagt um samráðherra hans í heilbrigðisráðuneytinu, sem fyrir utan stuðning sinn við "Hringavitleysuna" berst helst fyrir að samkynhneigðir fái að gefa blóð og að notkun staðgöngumæðra verði lögleidd - sem hvoru tveggja er sömuleiðis þvert á álit sérfræðinga.
![]() |
Halda Landspítala við Hringbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2015 | 12:32
Hnignun Sjálfstæðisflokksins
Það er ekki undarlegt að hinn fornfrægi Sjálfstæðisflokkur sé í andaslitrunum, rétt eins og málefnaval og umsvif hins árlega landsfundar flokksins bera glögglega með sér.
Gamalgrónir og heiðvirðir sjálfstæðismenn og konur virðast ekki lengur hafa geð í sér til að lýsa yfir stuðningi í orði eða borði við þennan gamla og göfuga málstað, sem nú stendur bersyndugur og öllu trausti rúinn frammi fyrir alþjóð.
Það eru ekki aðeins leiðtogar og talsmenn flokksins sem hafa hver á fætur öðrum orðið uppvísir að ósannindum og óheillyndum, heldur er þetta málgagn sem stór hluti þjóðarinnar er hreinlega alin upp með við morgunverðar borðið orðið svo auðvirðilegt, að málefnin og hugsjónirnar sem þessu blaði var ætlað að framfylgja undir handleiðslu harðsnúinna hugsjónamanna, hefur nú vikið fyrir andlausum pennum sem huglausir fylgja hagsmunagæslu auðlinda "eigenda" landsins.
Borgarstjórnar flokkur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er ekki skömminni skárri, því hann situr aðgerðalaus og þögull hjá spilltu hyskinu sem fer með stjórn höfuðborgarinnar og lætur ólukkuna og svínaríið sem yfir almenna borgara gengur, sem vind um eyru þjóta.
Framganga borgarstjórafígúrunar í síðustu valdníðslunni sem snýr að
friðunarferli hafnargarðsins, svo ekki sé nú minnst á flugvallar- og spítala framgönguna alla, er því miður aðeins dæmigert fyrir dugleysi þessa umrædda fólks.
![]() |
Hanna Birna: Uppgjör bíða bóka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2015 | 18:07
Einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Nú blasir við okkur "höfrungahlaupið" sem hófst á vormánuðum 2014 með einhliða launakröfum framhaldsskólakennara - skömmu eftir að ASÍ hafði þó samþykkt hófsamar þriggja prósenta hækkanir til lægstu launa í nafni ábyrgðar og þjóðhagslegs stöðugleika.
Núna eru það sjúkraliðar sem hika ekki við að beita sjúkum og veikburða fyrir kröfum sínum og lögregluþjónar sem ljúga sig samviskulaust veika og segjast sér til málsbóta hafa "samið" af sér verkfallsréttinn, en þó ekki nefnt fyrir hvað.
Nú verða veikgeðja stjórnvöld einfaldlega að stöðva þetta dæmalausa rugl, sem allir tapa á og mest þeir sem síst skyldi og einfaldlega stokka rækilega öll spilin og hagsmunina og gefa alveg upp á nýtt.
Það væri t.d. tilvalið að byrja á að steypa öllum lífeyrissjóðunum saman í einn, sem tryggði öllum landsmönnum sömu réttindin, burtséð frá fyrri störfum og "samningum" og láta síðan kjararáð ákveða réttlát laun allra starfsstétta með hliðsjón af því sem tíðkast í hinum margumtöluðu samanburðar löndum okkar.
![]() |
Enn nokkur bið í vöfflurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2015 | 19:42
Íslendingar bilaðir að senda landsliðið á vettvang.
Hvað sem stöðu Tyrklands líður í heimi stjórnmála og mannréttinda, þá er þessa dagana verið að drepa þar fólk í stórum stíl, hvort heldur um er að ræða Kúrda, almenna borgara eða hermenn.
Liggur það ekki í augum uppi að Íslendingar, sem eins og allir vita hafa stutt aðgerðir Bandaríkjanna og NATO í þessum átökum, hljóta að vera ákjósanlegt skotmark.
AFLÝSIÐ ÞESSUM LEIK - Úrslit hans skipta okkur hvort eð er engu máli.
![]() |
Tyrkir hneykslast á tísti Alfreðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2015 | 12:25
Við erum því miður "Vondu karlarnir"
Nú beygja Bandaríkjamenn sig og bugta og þykjast fullir iðrunar sakir einnar óheppilegrar sprengjuárásar þar sem vestrænir læknar voru meðal fórnarlamba.
Nú lofar Obama fébótum og endurbyggingu sjúkrahússins opinberlega og guð má vita hve miklu hann heitir fyrir að "Læknar án landamæra" falli frá kröfunni um alþjóðlega hlutlausa rannsókn á þessum stríðsglæp.
Bandaríkjamenn og félagarnir í NATO hafa bersýnilega farið um heimsbyggðina líkt og faraldur eða plága og ætíð borið því við að tilgangurinn væri ýmist göfugar hugsjónir eða mannkærleikur.
Íslendingar hafa því miður tekið virkan þátt í leikmyndagerð harmleiksins, líkt og forvígismenn okkar litla lands hafa ítrekað sýnt og sannað á undanförnum árum.
Það er aðeins sorglegt hvílíkur fjöldi þess ágæta fólks er aðhyllist vestræn gildi láti blekkjast af háþróuðum og útsmognum spuna hinna illu afla sem sannarlega sækja auð sinn og völd hvað helst fyrir hagnaðin af sölu morðtóla og drápstækja sem verða fjölda fólks af öllum toga að fjörtjóni alla ársins daga.
![]() |
Fjölskyldum þeirra látnu boðnar bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2015 | 20:33
Safnast þegar saman kemur.
Það blasir við að Illugi er ákaflega geðugur maður sem erfitt er að gruna um minnstu græsku, en þegar ferilskráin rifjuð upp, þá fölnar glansmyndin töluvert.
Þó þessar sposlur og brauðmylsna sem nú er helst fjallað um, auk umsýslu hins dularfulla og illræmda sjóðs 9 væri auðvitað næg ástæða til afsagnar eða jafnvel opinberar rannsóknar í eðlilegu réttarríki, þá er því nú ekki að heilsa hér.
Hér í gegndarlausri spillingunni láta "sómakærir" blaðamenn og laganna verðir, sér fremur annt um starfs öryggi sitt fremur en að róta upp í fúlum drullupolli "fjórflokksins" svo Illugi getur þess vegna glott út í annað.
Það sem Illugi ætti þó sannarlega að hafa samviskubit yfir, er að hafa stutt gráðuga framhaldsskóla kennara landsins og gefið þeim grænt ljós á rausnarlegar kauphækkanir fyrir hálfu öðru ári síðan, eftir að ASÍ hafði fallist þriggja prósenta launahækkanir í nafni þjóðhagsstöðugleika - og sjá nú bara hvað það hafði í för með sér.
![]() |
Neitar að vera fjárhagslega háður Hauki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2015 | 12:14
Ólöf Nordal - vonarglæta Sjálfstæðisflokksins, versus "Góða fólkið"
Auðvitað er úrskurður ráðherra endanlegur og örugglega í fullu samræmi við landslög og alþjóðlega samninga. Það blasir við að stórir hópar fólks á þessari jörð okkar eru ranglæti beittir og hörmulegt til þess að vita.
Þó tíðkast sá siður jafnvel meðal hinna allra vesælustu systkyna okkar að virða og vernda gamla fólkið sem ól það, fræddi og kom á legg - en hér er því öðruvísi varið.
Hér á þessu landi þykjast ýmsir nefnilega vera miklir mannvinir og öðlingar, líkt og hér gæti átt við um þennan minnihluta í allsherjar-og menntamálanefnd og er greinilegt að ekki skortir fjármuni eða hjartagæsku til að sinna hugsjóna starfinu - en hér á Íslandi Anno 2015 er nú samtímis komið illa og jafnvel hörmulega fram við gamalt og fátækt fólk sem telst vera:
"Afkomendur iðnaðarmanna, verkamanna og sjómanna - og sólbaðstofunuddara, en ekki aðeins nemendur Menntaskólans í Reykjavík úr fyrstu stétt, aldir upp í Vesturbænum eða Hlíðunum" - líkt og Tryggvi Gíslason lýsir svo ágætlega í bloggfærslu sinni um stéttskiptingu þá er tíðkast er kemur að kjöri í æðri embætti þjóðarinnar.
Þessi lýsing Tryggva á vali í Hæstarétt er jafnvel víðtækari en hann sjálfan grunar, því hún spannar því miður allt "kerfið"
Þessi u.þ.b. 20% hluti þjóðarinnar sem allt á og sér um að raða sínum vinum og vandamönnum á sístækkandi jötuna þarf ekki að hafa áhyggjur af því að endar nái ekki saman, auk þess að það veit að aldraðir foreldrarnir búa í sínum skuldlausu eignum og eiga sínar verðtryggðu bankainnistæður, ef á þarf að halda.
Það má alveg skilja að þetta farsæla fólk sem lifir sínu áhyggjulausu lífi eigi t.a.m. erfitt með að setja sig í spor gamalla hjóna sem eru aðskilin síðustu ævistundirnar vegna "eðlilegs" sparnaðar og aðhalds, til þess að unnt sé að t.d. að fullnægja sýndar góðmennsku á borð við það að sýna erlendum flóttamönnum ríkulega samúð og umhyggju.
Þessar "silfurskeiðar" eru einmitt sá hópur sem meirihluti þjóðarinnar kallar svo kaldhæðnislega "Góða fólkið"
![]() |
Vilja fund með innanríkisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2015 | 11:14
"Meistarar dauðans"
Ég sá stutt fréttaskot frá æfingu hljómsveitarinnar og sperrti eyrun.
Þarn var einfaldlega á ferðinni hörku hljómsveit og veitti ég sem fyrrverandi trymbill sérstaklega trommuleikaranum unga athygli mína og vil af því tilefni leyfa mér að fullyrða að Þórarin Þeyr og félagar eigi framtíðina fyrir sér.
P.S.
Ég get látið fylgja með að áreinslulítil tilþrif Þórarins við trommusettið, minntu mig dálítið á snillinginn, Gunnar Jökul Hákonarson.
![]() |
Gefur út plötu með Meisturum dauðans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2015 | 10:51
Samkunda Satans?
Augljóst er að Borgarstjórn hefur hrökklast tilbaka með "hugrakka" ákvörðun sína um viðskiptabann við Ísraelsmenn, vegna harðræðis þeirra og framkomu gagnvart íbúum Palestínu.
Ég læt hér með fylgja tilvitnanir tvær, er ég reyndar rakst á í athugasemdum frá Þorsteini Sch Thorsteinssyni um þetta sama málefni og læt hverjum sem vill eftir að draga sínar eigin ályktanir út frá þeim.
"...Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim sem segja sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur samkunda Satans."(Op 2:9)
"Ég skal láta nokkra af samkundu Satans, er segja sjálfan sig vera Gyðinga, en eru það ekki heldur ljúga,-ég skal láta þá koma og kasta þér fyrir fætur þér, að ég elska þig.."(Op 3:9)
![]() |
Greinargerð tillögu verði felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |