Ólöf Nordal - vonarglæta Sjálfstæðisflokksins, versus "Góða fólkið"

Auðvitað er úrskurður ráðherra endanlegur og örugglega í fullu samræmi við landslög og alþjóðlega samninga. Það blasir við að stórir hópar fólks á þessari jörð okkar eru ranglæti beittir og hörmulegt til þess að vita.


Þó tíðkast sá siður jafnvel meðal hinna allra vesælustu systkyna okkar að virða og vernda gamla fólkið sem ól það, fræddi og kom á legg - en hér er því öðruvísi varið.

Hér á þessu landi þykjast ýmsir nefnilega vera miklir mannvinir og öðlingar, líkt og hér gæti átt við um þennan minnihluta í allsherjar-og menntamálanefnd og er greinilegt að ekki skortir fjármuni eða hjartagæsku til að sinna hugsjóna starfinu - en hér á Íslandi Anno 2015 er nú samtímis komið illa og jafnvel hörmulega fram við gamalt og fátækt fólk sem telst vera:

"Afkomendur iðnaðarmanna, verkamanna og sjómanna - og sólbaðstofunuddara, en ekki aðeins nemendur Menntaskólans í Reykjavík úr fyrstu stétt, aldir upp í Vesturbænum eða Hlíðunum" - líkt og Tryggvi Gíslason lýsir svo ágætlega í bloggfærslu sinni um stéttskiptingu þá er tíðkast er kemur að kjöri í æðri embætti þjóðarinnar.

Þessi lýsing Tryggva á vali í Hæstarétt er jafnvel víðtækari en hann sjálfan grunar, því hún spannar því miður allt "kerfið"

Þessi u.þ.b. 20% hluti þjóðarinnar sem allt á og sér um að raða sínum vinum og vandamönnum á sístækkandi jötuna þarf ekki að hafa áhyggjur af því að endar nái ekki saman, auk þess að það veit að aldraðir foreldrarnir búa í sínum skuldlausu eignum og eiga sínar verðtryggðu bankainnistæður, ef á þarf að halda.

Það má alveg skilja að þetta farsæla fólk sem lifir sínu áhyggjulausu lífi eigi t.a.m. erfitt með að setja sig í spor gamalla hjóna sem eru aðskilin síðustu ævistundirnar vegna "eðlilegs" sparnaðar og aðhalds, til þess að unnt sé að t.d. að fullnægja sýndar góðmennsku á borð við það að sýna erlendum flóttamönnum ríkulega samúð og umhyggju.


Þessar "silfurskeiðar" eru einmitt sá hópur sem meirihluti þjóðarinnar kallar svo kaldhæðnislega "Góða fólkið"


mbl.is Vilja fund með innanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband