Safnast þegar saman kemur.

Það blasir við að Illugi er ákaflega geðugur maður sem erfitt er að gruna um minnstu græsku, en þegar ferilskráin rifjuð upp, þá fölnar glansmyndin töluvert.


Þó þessar sposlur og brauðmylsna sem nú er helst fjallað um, auk umsýslu hins dularfulla og illræmda sjóðs 9 væri auðvitað næg ástæða til afsagnar eða jafnvel opinberar rannsóknar í eðlilegu réttarríki, þá er því nú ekki að heilsa hér.

Hér í gegndarlausri spillingunni láta "sómakærir" blaðamenn og laganna verðir, sér fremur annt um starfs öryggi sitt fremur en að róta upp í fúlum drullupolli "fjórflokksins" svo Illugi getur þess vegna glott út í annað.

Það sem Illugi ætti þó sannarlega að hafa samviskubit yfir, er að hafa stutt gráðuga framhaldsskóla kennara landsins og gefið þeim grænt ljós á rausnarlegar kauphækkanir fyrir hálfu öðru ári síðan, eftir að ASÍ hafði fallist þriggja prósenta launahækkanir í nafni þjóðhagsstöðugleika - og sjá nú bara hvað það hafði í för með sér.


mbl.is Neitar að vera fjárhagslega háður Hauki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband