Bjart framundan og gleðilegur valkvíði íslenskra kjósenda

Nú á vordögum ber svo við að íslenskur verkalýður og undirmálsfólk getur loks horft til betri tíma, því tveir nýir stjórnmálaflokkar hafa boðað þáttöku sína í komandi alþingiskosningum.

Þetta eru Flokkur fólksins og Íslenska þjóðfylkingin.

Báðir þessir flokkar virðast helst hafa það á stefnuskrá sinni að stöðva óþolandi spillingu og einkavinavæðingu núverandi valdhafa - með allri sinni náhirð.

Ég álít að það sé aðeins spurning um hvort þessi tvö framboð verði samtals með rúman eða tæpan meirihluta atkvæða að kosningum loknum.


mbl.is Pólitísk ólga getur ógnað efnahagslegu jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenn ánægja með ákvörðun Ólafs.

Eftir blaðamannafundinn þar sem Ólafur Ragnar tilkynnti um ákvörðun sína, þá upplifði ég í fyrsta skipti að almennir borgarar á götum Reykjavíkur létu opinskátt í ljós gleði, eða líklega öllu heldur augljósan létti á almannafæri, sem eru fátíð viðbrögð í fari almennings í þessu landi.

Það má vel vera að þetta embætti Forseta Íslands sé forneskjulegt og hallærislegt að áliti Styrmis, en á meðan spilling og óheilyndi grassera hér sem aldrei áður, þá er staðfastur föðurlandsvinur á Bessastöðum síðasta vígi óbreyttra Íslendinga gegn ágangi gráðugra klíkubræðra, líkt og blasir hvarvetna við líkt og ótrúlegar arðgreiðslur, mútur og skattaskjól bera ljóslega vitni um, svo ekki sé nú minnst á síðasta skiptið sem Ólafur neitaði að undirrita lævísa Icesave-svikasamninga Jóhönnu stjórnarinnar og það reyndar með fulltingi ellefu af fjórtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks - og enn og aftur stóð hann þá hnarreistur með þjóð sinni gegn illþýðinu.

Það liggur fyrir að lögum um forsetakosningar verður að breyta í þá veru að nýr forseti hafi hreinan meirihluta atkvæða sér að baki, áður en hann í fyllingu tímans leysir núverandi forseta af hólmi og vona ég að Ólafur Ragnar Grímsson beri þá gæfu til að skila keflinu heilu til verðugs eftirmanns.


mbl.is Sameinar ekki, heldur sundrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr öskunni í eldinn.

Það er augljóst að þessir vesælingar sem fengið hafa að dúsa í pyntingarbúðum Bandaríkjamanna á Kúbu s.l. 15 ár án dóms og laga, flestir frá unglings eða barnsaldri með vitund og velvilja samstarfsmanna og handbenda þessara böðla, þ.e.a.s. - okkar mannréttinda frömuðanna , geta nú fljótlega og bókstaflega um frjálst höfuð strokið.

Nú geta yfirvöld okkar og kirkjuleiðtogar glöð þvegið hendur sínar yfir örlögum og framtíðar horfum þessara níu jemensku óbótamanna, því nú eru þeir sannarlega á leið í mannbætandi vist hjá ráðvöndum og siðprúðum vinum okkar í Saudi-Arabíu.


mbl.is Níu fangar fluttir frá Guantanamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingin er víðar en á Alþingi.

Hér í höfuðborg Íslands blasir landlæg spillingin hreinlega við hvert sem litið er.
Það er svo augljóst að vel tengdir athafnamenn og gráðugir verktakar fara sínu fram um alla borg með velþóknun og stuðningi máttlausra og/eða spilltra yfirvalda.

Sannið bara til að þarna á reit Exeter hússins mun innan tíðar standa reisuleg bygging, líklega hótel – eins og ekkert hafi í skorist, rétt eins og á við um fjölmörg önnur dæmi um gengdarlaust lóðabraskið og ósmekklega og óviðeigandi byggingar starfsemi innan borgarmarkanna.


mbl.is Hvaða lög gilda um niðurrif húsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illur fengur, illa forgengur?

Nú á síðustu dögum stíga þeir fram ólíklegustu fjármagnseigendur, hver um annan þverann og hamast við að fullvissa landsmenn sína um góðan vilja og skilvísar greiðslur gjalda og skatta af digrum leynisjóðum þeirra í erlendum skattaskjólum.

Það liggur í augum uppi að þessar játningar eru aðeins til komnar vegna þess að uppljóstrar og innvígðir heimildamenn hafa svipt hulunni af þessu braski öllu og aðeins þess vegna skríður þetta fólk nú kjökrandi fram í dagsbirtuna.

Það sem nú liggur fyrir er auðvitað að þessir vellauðugu einstaklingar geri á einfaldann hátt grein fyrir uppruna þessa óvænta fjármagns, því þegar kemur að undarlegum og óskiljanlegum athöfnum og gjörningum stjórnmálamanna, forstjóra og svo ekki sé nú talað um bankastjóra, þá er ekki nema eðlilegt að upp í huga öfundsjúkra smámenna komi ljót orð eins og mútur og njósnir.


mbl.is Júlíus stofnaði sjóð í banka í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sakleysið uppmálað eða “Reed my lips: I´m not a crook”

Hæglega má gera sér í hugarlund þá stórþvotta og tilfærslur er staðið hafa yfir hjá hæfustu sérfræðingum allt s.l. ár, eða nánar tiltekið frá þeirri stundu er ómerkilegur og illa innrættur bankastarfsmaður ákvað í takmarkalausri eigingirni og fégræðgi sinni að bregðast trúnaði vandaðs og vammlauss hefðarfólks af mörgum af fremstu og vönduðustu fjölskyldum þjóðarinnar.

Það er greinilega engin takmörk fyrir frekju, hnýsni og yfirgangi þessara erlendu fréttasnápa, sem kunna greinilega ekki vönduð og tillitssöm vinnubrögð, líkt og okkar eigin frábæru fréttamenn.


mbl.is Taldi félagið skráð í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega látið þá reyna á vantrauststilllögu.

Allir Íslendingar sem komnir eru af barnsaldri vita í ljósi margra ára umræðu að eiginkona Forsætisráðherra hlaut stóran erfðahlut eftir sölu föður hennar á bílaumboði sínu og voru því hjónin ungu gjarna verðlögð á u.þ.b. einn milljarð í umræðunni.

Nú kemur það nýverið í ljós að þessi auðæfi hafa legið í öruggu skjóli í erlendu félagi öll árin í stað þess að bólgna hér á verðtryggðum ofurvöxtum eins og t.a.m. undirritaður gerði eðlilega ráð fyrir.

Þetta fyrirkomulag þeirra hjóna á varðveislu sjóða sinna vekur upp ákveðnar spurningar, en svarar öðrum eins og þeirri að það hljómaði ætíð grunsamlegt að Sigmundur hefði raunveruleg áform um að afnema verðtrygginguna ef það gengi í berhögg við hagsmuni hans, líkt og annara fjármagns eigenda hérlendis, en þeim grunsemdum er nú eytt.

Eðlilegt er að Forsætisráðherra verði krafinn svara um fjármál sín, en jafn eðlilegt verður að teljast að mörg þau mál sem hann talar fyrir og bendir á líkt og afnám 110 ára leyndarskjala síðustu ríkisstjórnar og annara augljósra misstaka, líkt og fáránlegar byggingar framkvæmdir Landspítala við Hringbraut svo eitthvað sé nefnt.


mbl.is Ekkert breyst í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárplógsstarfsemi íslenskra tryggingafélaga.

Starfsemi og rekstur tryggingafélaga á Íslandi er nokkuð frábrugðin rekstri tryggingafélaga í samanburðarlöndum okkar vegna þess að flest ár eru tjón hér minni vegna gæða, styrks og brunavarna húsnæðis og t.d. hvað bifreiðatryggingar varðar, þá þekkist hér vart að dýrum bílum sé stolið og þeir hverfi til annara landa, líkt og tryggingafélög þeirra landa þurfa í stórum stíl að bæta.

Hér virðist formúla flestra tryggingafélaga ganga út á að láta viðskiptavini greiða síhækkandi iðgjöld öll stóráfallalaus ár og stinga hagnaðinum í vasa eiganda vel vitandi og auðvitað meðvituð um að á landi eins og okkar verða reglulega stóráföll á borð við jarðskjálfta og aðrar náttúruhamfarir, sem þessi sömu tryggingafélög þurfa auðvitað að bæta og eðli málsins samkvæmt ættu því að nota rólegu stóráfallalausu árin til að safna í sarpinn fyrir “óvæntum” hamförum.

Í stað þess að undirbúa sig fyrir þau væntanlegu áföll, þá virðast flest þessara félaga enn og aftur ætla að nota bótasjóði sína í þágu eigenda sinna, líkt og Sjóvá gerði fyrir aðeins örfáum árum og vísa allri ábyrgðinni glottandi á skattgreiðendur.

Tryggingafélagið Vörður hefur alveg nýverið samþykkt á aðalfundi að greiða hófstilltan arð til eigenda sinna og hef ég því ákveðið að flytja allar mínar tryggingar til þeirra, í þeirri von að þeir láti líka góða viðskiptavini að fenginni reynslu njóta betri kjara, í stað þess að læða hljóðlega inn árlegum verðhækkunum að hætti míns fyrra tryggingafélags.


mbl.is Mótmæli skila lækkun iðgjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttlaus umferðar löggæsla.

Þessi frétt vekur mig aðeins til umhugsunar um daglegt eftirlit, eða öllu heldur skort á umferðar gæslu lögreglu í vaxandi bílaumferð, alveg burtséð frá frammistöðu hennar á öðrum sviðum.
Síðast í gær kom ég akandi niður umtalaða Ártúnsbrekku, þegar bifreið hvein frammúr mér og annari umferð á a.m.k. 120 -130 km hraða, eins og ekkert væri sjálfsagðra.

Vandamálið er einfaldlega það að lögreglubílar sjást ekki lengur í umferðinni og nýta ökufantar sér það eðlilega í vaxandi mæli, sem hefur það t.d. Í för með sér að ef gætinn ökumaður hyggst þvera t.a.m.Sæbrautina, þá lítur hann fyrst til beggja átta líkt og enginn umferðarljós væru, því af fenginni reynslu þá þar verður maður nær daglega vitni að því að bílar jafnt stórir sem litlir bruni yfir gatnamótin á flenni rauðu og það auðvitað vegna þess að þeir vita að þeir komast óáreittir upp með það.


mbl.is Á 110 km hraða í vímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Full seint í rassinn gripið.

Það segir í frétt að FÍB hafi sent fjármálaráðherra áskorun um að hann gripi tafarlaust til aðgerða varðandi fyrirhugaðar arðgreiðslur úr bótasjóðum tryggingarfélaga.

Þessi fróma ósk er svo kurteisisleg að hún jaðrar við undirlægju, því ráðherrann hefur nú þegar gripið til aðgerða og veitt leyfið fyrir verknaðinum – eins og honum einum er lagið.


mbl.is Stingi ekki bótasjóðum í eigin vasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband