Illur fengur, illa forgengur?

Nú á síðustu dögum stíga þeir fram ólíklegustu fjármagnseigendur, hver um annan þverann og hamast við að fullvissa landsmenn sína um góðan vilja og skilvísar greiðslur gjalda og skatta af digrum leynisjóðum þeirra í erlendum skattaskjólum.

Það liggur í augum uppi að þessar játningar eru aðeins til komnar vegna þess að uppljóstrar og innvígðir heimildamenn hafa svipt hulunni af þessu braski öllu og aðeins þess vegna skríður þetta fólk nú kjökrandi fram í dagsbirtuna.

Það sem nú liggur fyrir er auðvitað að þessir vellauðugu einstaklingar geri á einfaldann hátt grein fyrir uppruna þessa óvænta fjármagns, því þegar kemur að undarlegum og óskiljanlegum athöfnum og gjörningum stjórnmálamanna, forstjóra og svo ekki sé nú talað um bankastjóra, þá er ekki nema eðlilegt að upp í huga öfundsjúkra smámenna komi ljót orð eins og mútur og njósnir.


mbl.is Júlíus stofnaði sjóð í banka í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband