Almenn ánægja með ákvörðun Ólafs.

Eftir blaðamannafundinn þar sem Ólafur Ragnar tilkynnti um ákvörðun sína, þá upplifði ég í fyrsta skipti að almennir borgarar á götum Reykjavíkur létu opinskátt í ljós gleði, eða líklega öllu heldur augljósan létti á almannafæri, sem eru fátíð viðbrögð í fari almennings í þessu landi.

Það má vel vera að þetta embætti Forseta Íslands sé forneskjulegt og hallærislegt að áliti Styrmis, en á meðan spilling og óheilyndi grassera hér sem aldrei áður, þá er staðfastur föðurlandsvinur á Bessastöðum síðasta vígi óbreyttra Íslendinga gegn ágangi gráðugra klíkubræðra, líkt og blasir hvarvetna við líkt og ótrúlegar arðgreiðslur, mútur og skattaskjól bera ljóslega vitni um, svo ekki sé nú minnst á síðasta skiptið sem Ólafur neitaði að undirrita lævísa Icesave-svikasamninga Jóhönnu stjórnarinnar og það reyndar með fulltingi ellefu af fjórtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks - og enn og aftur stóð hann þá hnarreistur með þjóð sinni gegn illþýðinu.

Það liggur fyrir að lögum um forsetakosningar verður að breyta í þá veru að nýr forseti hafi hreinan meirihluta atkvæða sér að baki, áður en hann í fyllingu tímans leysir núverandi forseta af hólmi og vona ég að Ólafur Ragnar Grímsson beri þá gæfu til að skila keflinu heilu til verðugs eftirmanns.


mbl.is Sameinar ekki, heldur sundrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hef ég orðið var við þessa ánægju sem þú upplifir, gleði eða létti. Nema hjá mjög þröngum og þröngsýnum hópi. Dyggustu og háværustu stuðningsmenn Ólafs eru upp til hópa fordómafullir hálfvitar og treggáfaðir hægrimenn. Og Útvarp Saga er strax orðin hálfgerð óopinber áróðursmaskína Ólafs. Gleymt er hvernig útrásarvíkingarnir höfðu hann í vasanum, hann þjónaði þeim og þáði þeirra gjafir.

Það liggur fyrir að lögum um forsetakosningar þarf ekkert að breyta. Fólk verður ekkert sáttara með að þurfa að mæta aftur á kjörstað til að velja einhvern aula sem þeir töldu óhæfan í fyrri umferðinni. Ekki færi ég að mæta á kjörstað kæmist minn maður ekki áfram í aðra umferð. Þetta hefur virkað ágætlega hingað til og ekkert sem segir að svo muni ekki verða áfram. Óþarfi að laga eitthvað sem ekki er bilað. Forseti sannar sig, sameinar þjóðina og vinnur hug hennar og hjörtu með verkum sínum en ekki þvinguðum meirihluta atkvæða í óþörfum kosningum.

Jós.T. (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 20:14

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jós.T.

Ég er nú ekki vanur að eyða orðum mínum í nafnleysingja, en geri nú undantekningu þar á, sakir þess að þér tekst þó svo listilega óhöndulega að taka undir þessa færslu mína, ef lesið er á milli gífuryrða og skítkasts – eins og þegar þú bæði viðurkennir að einhverjir (þröngsýnir) úr þínum félagsskap hafi reyndar fagnað úrskurði Ólafs Ragnars, en þó sérstaklega skoðun þína á Útvarpi Sögu, sem þýðir auðvitað einungis að þú sjálfur tilheyrir stórum hlustendahópi þeirrar ágætu útvarpsstöðvar.

Hvað komandi forsetakosningar varðar, þá getum við einmitt með þínum eigin orðum glaðst yfir að “Forsetinn sem hefur bæði sannað sig, sameinað þjóðina og unnið hug hennar og hjörtu með verkum sínum” fær þá klárlega hreinan meirihluta atkvæða eftir eina kosningu.

Að lokum vil ég hvetja þig til að gæta orða þinna betur og vera hugrakkann og skríða fram í dagsljósið.

Jónatan Karlsson, 24.4.2016 kl. 10:04

3 identicon

Það er ekki endilega félagsskapur manns þó maður lesi það sem þeir skrifa. Og maður þarf ekki að vera sammála þó maður fylgist með. Þú lest MBL.IS en heldur samt að forsetinn hafi sannað sig, sameinað þjóðina og unnið hug hennar og hjörtu. Sjálfur tel ég þjóðina stærri en bara þá sem geta mögulega myndað hreinan meirihluta.

Jós.T. (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband