19.8.2018 | 12:11
Er Lýðveldi lýðræði?
Nú hefur meirihluti íbúa Selfoss valið að byggja upp nýjan miðbæ sem mér persónulega þykir ákaflega fáránlegur, en skoðun mín skiptir ekki máli, því meirihluti Selfyssinga er á annari skoðun.
Íbúa kosningar og þjóðaratkvæði eru líklega eina leiðin fyrir okkar örlitla þjóðfélag til að varðveita fullveldi okkar, því þrátt fyrir menntun og kunnáttu kjörina fulltrúa og embættismanna, þá hefur reynslan kennt okkur að þeir eru síður en svo óskeikulir, því holdið er enn veikt og syndin jafn lævís og lipur, eins og Haraldur Á. Sigurðsson varaði forðum við.
Þess er skemmst að minnast, þegar þjóðkjörinn leiðtogi Íslands hafnaði í tvígang að staðfesta lævís áform meirihluta þingmanna um að láta almenning axla ókleyfar ICESAVE byrðar og nýtti þess í stað giftusamlega heimild sína um að vísa málinu í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Það er líklegt að einhverjir kjörinna fulltrúa og embættismanna hafi glatað bæði frægð og frama vegna kjarks og staðfestu almennings með föðurlandsvininn Ólaf Ragnar Grímsson í fararbroddi þegar íslenska þjóðin stóð af sér þá lymskulegu atlögu að fullveldinu, því auðlyndir okkar voru þrátt fyrir allt að veði.
Nú eru blikur á lofti og önnur atlaga í vændum. Að þessu sinni snýst hún um að spyrða okkur við raforkukerfi Evrópu, án nokkurs sjáanlegs ávinnings til handa almennings á Íslandi.
Nú verða vættir Íslands að vekja upp kappana sem hrundu af okkur bölinu fyrir tíu árum og hvetja þá til að hefja tafarlausa söfnun undirskrifta landsmanna um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðild okkar að EES og Schengen.
![]() |
Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2018 | 22:42
Dauðadæmd stjórnvöld.
Þessi ummæli talsmanna atvinnulífsins um fyrirsjáanlegar hækkanir eru aðeins staðfesting á komandi átökum í vetur, þegar samningar láglaunafólks verða lausir.
Kjararáð og þakklátir skjólstæðingar þess á borð við "háttvirta" alþingismenn gáfu tóninn með rausnarlegum kauphækkunum sem útkeyrður almenningur í þessu spillingar- og einkavina væðingar bæli lætur ekki bjóða sér að lifa með öllu lengur.
Það ætti að vera öllum ljóst og sérstaklega svokölluðum ráðamönnum, að þegar allt fer í kalda kol í verkföllum og skærum með verðbólgu og gengisfellingu í kjölfarið, að þá er of seint að bregðast við og bæta ráð sitt.
Núverandi stjórn mun þar af leiðandi hrökklast frá völdum fyrir næstu áramót.
![]() |
Geti ekki lengur beðið með verðhækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2018 | 07:56
Sjálfum sér líkir.
Og heimsbyggðin gerir ekki neitt og horfir aðgerðarlaus á.
Hvernig skyldi aðbúnaður Palestínumanna í fangelsum þeirra þá vera?
![]() |
Svara með stækkun landnemabyggða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2018 | 09:35
Undarleg frétt mbl.is
Það er einkum tvennt sem stingur í augun við lestur þessarar fréttar um þessi svokölluðu hjálparsamtök, Hvítu hjálmana, sem ég, þrátt fyrir áhuga minn á málefninu, hef aldrei heyrt minnst á.
Í fyrsta lagi er það óvanalegt að hjálparstarfsmönnum sé bjargað burt af hamfara eða stríðssvæðum og í öðru lagi þá eru þessir hjálparþurfi "hjálparstarfsmenn" með fjölskyldur sínar í eftirdragi sem hlýtur að teljast nokkuð óvanalegt.
Það fylgir þar að auki þessari frétt mbl.is að þessum svokölluðu hjálparstarfsmönnum eigi að skila til Bretlands, Kanada og Þýskalands, sem einmitt eru þekkt eru fyrir framleiðslu málaliða, sem stundum eru reyndar líka nefndir hryðjuverkamenn.
Ekki bætir það trúverðugleika fréttarinnar að ísraelsk yfirvöld sem mögulega gætu verið atvinnuveitendur þessa hóps komi beint að þessari svokölluðu björgun, eða öllu líklegar flótta þessara blóði drifnu málaliða eins og ég álít að þeir hljóti að vera.
![]() |
Hvítu hjálmunum forðað í skjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2018 | 07:06
Ljúf löggæsla?
Daglega er lesendum fréttamiðla boðið upp á fréttir af handtöku dópaðra og/eða drukkina ökumanna oftast ökuréttindalausra og gjarna á stolnum ökutækjum.
Þessum stórhættulegu glæpamönnum er oftast sleppt jafnóðum eða í mesta falli leyft að safna kröftum yfir blá nóttina, til að þeir eða þær geti endurtekið leikinn við hið fyrsta tækifæri.
Fælingamáttur lögreglu er augljóslega minni en enginn gagnvart þessum stórhættulegu tímasprengjum og ábyrgðin því alfarið yfirvalda, þegar óhjákvæmilegaí kemur að því að illa fer.
![]() |
Dópaður á 131 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2018 | 11:00
Berufsverbot
Því miður virðast hryllingssögur síðustu aldar vera mættar allar endurnýjaðar og uppfærðar til leiks enn á ný.
Nú ganga þeir harðast fram sem áður fordæmdu þá sem beittu grimdarlegum rógi og einelti gegn skoðunum þeim, sem ekki féllu að þóknanlegri ímynd ríkjandi afla.
Þetta síðasta dæmi um Bandaríkjamanninn Richard Spencer, sem var meinað af íslensku handbendi hripleks Schengen svæðisins að halda fyrirlestrar för sinni til Svíþjóðar áfram, vegna fyrirmæla frá Pólskum yfirvöldum, er ágætt dæmi um tvískinnunginn sem verður sífellt augljósari, ekki síst vegna nýlegra aðgerða Pólskra yfirvalda um að reyna að jarða lífseigan orðrómin um virka aðkomu Pólverja að útrýmingu gyðinga og annara óvinsælla hópa í síðari heimstyrjöldinni.
![]() |
Hægri öfgamaður stöðvaður í Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2018 | 10:21
Tvær umdeilanlegar fullyrðingar:
Ég leyfi mér að fullyrða að án vasklegrar og óþreytandi aðkomu Útvarps Sögu, þá hefðu lævís áformin um að láta íslensku þjóðina axla ókleifar ICESAVE byrðarnar með auðlindir okkar að veði auðnast og íslenska ríkið því líklega gjaldþrota eða liðið undir lok sem fullvalda nú í dag.
Auðvitað komu margir að baráttunni, en mestu máli skipti að á Bessastöðum sat Forseti sem þorði að standa gegn þrýstingi aðkeyptra þjóðníðinga og stóð með þjóð sinni, þegar hún leitaði til hans á ögurstundu.
Ég mun að sjálfsögðu muna eftir að greiða samsvarandi framlag til þessarar litlu útvarpsstöðvar, líkt og ég er þvingaður til að greiða til ríkis fréttastöðvarinnar, sem dró þá og dregur enn fremur taum þeirra er vilja veg Íslands og almennings hér á landi sem rýrastan.
Talandi um núverandi Forseta á Bessastöðum og aðra þá sem fara með völd og forræði okkar, þá get ég nú ekki annað en minnst þeirrar hársbreiddar sem munaði ítrekað að íslensku strákarnir næðu að skora mark það er þurfti til að koma "okkur" í sextán liða úrslitin á HM.
Var það annars ekki alveg frámunalega huglaust og lélegt af Guðna, að vera fjarverandi, þó auðvitað megi segja að ekki muni mikið um návist og stuðning hans á svona stundu?
![]() |
Aukinn kostnaður við hátíðarfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2018 | 07:49
Þjóðhöfðingi eða þjóðhöfðingi?
Ekkert vantar upp á stemninguna í Moskvu, nema þjóðhöfðingja voran, sem að eigin sögn vill ekki styggja einhver stjórnvöld og heldur í stað þess upp á afmæli Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, daginn fyrir hinn raunverulega afmælisdag og þjóðhátíðardag okkar.
Eins og ýmsir vöruðu við, þá finnst hér smjörþefur af viðbrögðum Guðna, ef hann stæði frammi fyrir óskum þjóðarinnar um þjóðaratkvæðisgreiðslu, líkt og forveri hans í Icesave málinu, sællar minningar.
![]() |
HM-veislan hófst með látum -myndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2018 | 07:09
Guðni gunga?
Stuðningshátíð verður haldin í miðborg Moskvu í Rússlandi fyrir leik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn. Tónlistarmennirnir Friðrik Dór og Jón Jónsson munu troða upp og Tólfan mun koma mannskapnum í gírinn.
Það eru sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan sem bjóða stuðningsfólki íslenska landsliðsins og gestum og gangandi að hita upp fyrir leikinn á laugardag. Víkingaklappið góða verður að sjálfsögðu í hávegum haft og mun Tólfan sjá um að allir nái að klappa í takt.
Það sker hreinlega í augun að nafn Forseta Íslands sem sækir annars helst öll pollamót og viðburði er hvergi sjáanlegt í dagskránni.
Það heyrist æ oftar að Guðni hafi í raun verið frambjóðandi hinnar svokölluðu fjármála elítu og muni því aldrei ganga gegn hagsmunum hennar, á meðan aðrir segja að hann þori bara ekki að óhlýðnast þeim Bjarna og félögum.
Hvað veit ég?
![]() |
Stuðningshátíð í miðborg Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2018 | 10:04
Fer Forseti Íslands fyrir landsliðinu í Rúslandi?
Öruggt má teljast að Íslendingar ætlast til þess að þjóðkjörinn Forseti okkar sýni fótboltalandsliðinu þann stuðning og sóma að vera viðstaddur leiki liðsins á þessu heimsmeistaramóti 2018.
Forsetanum ber að þjóna Íslendingum, fremur en duttlungum Evrópusambandsins.
![]() |
Þrír taka ekki fullan þátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |