Undarleg frétt mbl.is

Það er einkum tvennt sem stingur í augun við lestur þessarar fréttar um þessi svokölluðu hjálparsamtök, Hvítu hjálmana, sem ég, þrátt fyrir áhuga minn á málefninu, hef aldrei heyrt minnst á.

Í fyrsta lagi er það óvanalegt að hjálparstarfsmönnum sé bjargað burt af hamfara eða stríðssvæðum og í öðru lagi þá eru þessir hjálparþurfi "hjálparstarfsmenn" með fjölskyldur sínar í eftirdragi sem hlýtur að teljast nokkuð óvanalegt.

Það fylgir þar að auki þessari frétt mbl.is að þessum svokölluðu hjálparstarfsmönnum eigi að skila til Bretlands, Kanada og Þýskalands, sem einmitt eru þekkt eru fyrir framleiðslu málaliða, sem stundum eru reyndar líka nefndir hryðjuverkamenn.

Ekki bætir það trúverðugleika fréttarinnar að ísraelsk yfirvöld sem mögulega gætu verið atvinnuveitendur þessa hóps komi beint að þessari svokölluðu björgun, eða öllu líklegar flótta þessara blóði drifnu málaliða eins og ég álít að þeir hljóti að vera.


mbl.is Hvítu hjálmunum forðað í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helsti "glæpur" Hvítu hjálmanna mun vera sá að þeir kenndu sýrlenskum stjórnvöldum um eiturefnaárásir á yfirráðasvæði uppreisnarmanna.

Ísraelsmenn hafa tekið á móti særðu og slösuðu fólki frá Sýrlandi, sem í nauð hefur leitað á náðir þeirra, og komið því á sjúkrahús.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.7.2018 kl. 12:58

2 Smámynd: Aztec

Það er rétt, Jónatan, Hvítu Hjálmarnir eru ekki alvöru hjálparstarfsmenn, heldur málaliðar eins og þú skrifar. Þeir hafa verið sakaðir um að að aðstoða einungis særða hryðjuverkamenn frá Al-Nusr (sem Vesturlönd styðja), Al Qaeda og ISIS, nema þegar fréttamenn eru nálægt, þá þykjast þeir hjálpa særðum börnum. Þessar ásakanir hafa verið studdar af sýrlenzkum vitnum, sem ofbauð hvernig Hvítu hjálmarnir unnu bak við tjöldin sem stuðningshópur hryðjuverkamanna, en gáfu skít í venjulega borgara.

Í staðinn fyrir að flytja þessa málaliða til Vesturlanda, þá ætti að handtaka liðið og rannsaka málið. En þessi frétt ætti að gleðja marxistann Corbyn, formann hins laskaða "Verkamanna"flokks, sem vill bjóða þúsundum ISIS-liða velkomna til Bretlands.

Aztec, 22.7.2018 kl. 14:06

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sagan endurtekur sig.

Eftir síðari heimstyrjöldina fluttu Kanadamenn inn fjölda Nasista frá Austur Evrópu sem höfðu framið óheyrileg grimmdarverk í Sovétríkjunum og annarsstaðar í Austur Evrópu.

Utanríkisráðherra Kanada er einmitt afkomandi eins af þessum glæpamönnum.

Það var kallað að þeir væru á flótta undan ofsóknum Stalíns,en í raun voru þeir á flótta undan refsingu vegna voðaverka sem þau höfðu framið. 

Utanríkisráðherranum rennur nú blóðið til skyldunnar og flytur inn annað party af svona glæpamönnum. Áróðursdeild hryðjuverkamanna í Sýrlandi eins og hún leggur sig.

Viðbjóðurinn er alger.

Borgþór Jónsson, 22.7.2018 kl. 15:07

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, það er auðvitað líklegt að hér sé einmitt um að ræða mannskapinn sem sá um sviðsetningar og kynningar á meintum eiturefna árásum Sýrlendinga á óbreytta borgara.

Auðvitað ætti að rannsaka mál þessara manna betur áður en þeim er sleppt.

Jónatan Karlsson, 22.7.2018 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband