Tvær umdeilanlegar fullyrðingar:

Ég leyfi mér að fullyrða að án vasklegrar og óþreytandi aðkomu Útvarps Sögu, þá hefðu lævís áformin um að láta íslensku þjóðina axla ókleifar ICESAVE byrðarnar með auðlindir okkar að veði auðnast og íslenska ríkið því líklega gjaldþrota eða liðið undir lok sem fullvalda nú í dag.
Auðvitað komu margir að baráttunni, en mestu máli skipti að á Bessastöðum sat Forseti sem þorði að standa gegn þrýstingi aðkeyptra þjóðníðinga og stóð með þjóð sinni, þegar hún leitaði til hans á ögurstundu.
Ég mun að sjálfsögðu muna eftir að greiða samsvarandi framlag til þessarar litlu útvarpsstöðvar, líkt og ég er þvingaður til að greiða til ríkis fréttastöðvarinnar, sem dró þá og dregur enn fremur taum þeirra er vilja veg Íslands og almennings hér á landi sem rýrastan.

Talandi um núverandi Forseta á Bessastöðum og aðra þá sem fara með völd og forræði okkar, þá get ég nú ekki annað en minnst þeirrar hársbreiddar sem munaði ítrekað að íslensku strákarnir næðu að skora mark það er þurfti til að koma "okkur" í sextán liða úrslitin á HM.
Var það annars ekki alveg frámunalega huglaust og lélegt af Guðna, að vera fjarverandi, þó auðvitað megi segja að ekki muni mikið um návist og stuðning hans á svona stundu?


mbl.is Aukinn kostnaður við hátíðarfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Jónatan -- allt þetta!

Jón Valur Jensson, 30.6.2018 kl. 10:58

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér Jón Valur, þó aldrei þessu vant hafi ég eiginlega gert mér vonir um einhvers konar mótbárur.

Jónatan Karlsson, 30.6.2018 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband