Læknir skorar á Heilbrigðisráðherra.

Sá einstaki viðburður átti sér nýverið í beinni útsendingu á Útvarpsstöðinni Sögu, að læknirinn Guðmundur Karl Snæbjörnsson skoraði beint á Willum Þór Þórsson Heilbrigðisráðherra að mæta sér í beinni útsendingu í umfjöllun varðandi hvort heldur um gagnsemi eða glæpsamlegar aðgerðir yfirvalda í beinskeyttum sóttvarnar aðgerðum þeirra gagnvart íslensku þjóðinni í Covid 19 faraldrinum hafi verið um að ræða.

Læknirinn fer ekki dult með þá skoðun sína að um glæpsamlegt samsæri sé um að ræða og hlífir ekki núverandi Guðrúnu Aspelund sóttvarnarlækni, né þríeykinu svokallaða í skoðunum sínum, sem margir geta eflaust tekið undir, en fæstir þora þó að láta í ljós.

Nú fæst vonandi úr því skorið hvort þau Guðrún og Willum hafi kjark til að mæta í beina útsendingu á Útvarp Sögu og standa fyrir stefnu yfirvalda með haldbærum rökum.


En nú er hún Snorrabúð stekkur.

Tilefni þessarar færslu er sú að nýlega var til umfjöllunar sú frækilega dáð valinna Íslendinga að heimta skáksnillinginn Robert Fischer úr helju og veita honum þá virðingu og lífskjör sem honum sannarlega bar síðustu æviárin.

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra fjallaði um þessa djörfu björgunaraðgerð Davíðs Oddssonar og harðsnúinna félaga, auk í raun og veru þjóðarinnar allrar í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu nýlega og fór hann þar ekki í neinar grafgötur með að Bandaríkjamenn hefðu hefnt rækilega fyrir þá aðgerð, líkt og þeirra er von og vísa.

Nú bregður svo við að synd væri að segja að drengskapur og hetjulund ríði feitum hesti um sali ráðuneyta og stjórnsýslu hér á Íslandi, hverju sem um er að kenna, en á meðan t.a.m. blaðamaðurinn Julian Assange er látinn rotna í bresku fangelsi fyrir þær sakir helstar að birta myndir af stríðsglæpum bandarískra hermanna án minnstu athugasemda frá íslenskum blaðamönnum og stjórnvöld láta sér í léttu rúmi liggja hvernig gyðingar koma aftur og ítrekað fram við palestínumenn, eða hvernig Saudi-Arabar haga sínum málum og allt í þrúgandi þögn fréttamiðla, þá er voðinn vís.

Það er líka blátt áfram ömurlega sorglegt að verða vitni að nýorðnum einræðis tilburðum þriggja ráðherra, án aðkomu þings eða þjóðar, en þar á ég auðvitað við þær Svandísi Svafarsdóttur, með sinn stórkostlega kolefnis-gjafa gjörning og nú hvalveiðibannið og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, með öfgafullar haturs aðgerðir gegn Rússum og loks sjálfan leiðtogann, Katrínu Jakobsdóttur, sem augljóslega gefur lítið fyrir Fósturlandsins Freyju í stað líklegra áforma um eigin frægð og frama hjá stofnunum á borð við ESB eða NATO.

Framtíðarhorfur okkar unga lýðveldis eru því miður hreint ekki gæfulegar.


mbl.is Telur gagnrýnina ekki eiga rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður og Dnjepr-fljót sem ný landamæri.

Stríð Bandaríkjana og Nato gegn Rússum í Úkraínu gengur augsýnilega ekki eftir áætlun og hin umtalaða vorsókn Selinskis er augljóslega aðeins svipur hjá sjón.

Þessum slátrunum ungra manna á báða bóga, einungis fyrir völd og peninga þeirra sem sitja í hæfilegri fjarlægð verður auðvitað að ljúka, áður en Úkraína og jafnvel hlutar Evrópu verða lagðir í auðn og milljónir saklausra borgara drepnir, nema auðvitað þeir fyrrnefndu sem hafa hagsmuni af hildarleiknum.

Lausn sem gæti verið í sjónmáli, nú þegar Rússar missa þolinmæðina og fara að gefa í, gæti verið að þeir gæfu Selenski og félögum grænt ljós á NATO aðild, en í staðinn yrðu greinileg landfræðileg landamæri á borð við Dnjepr-fljót, sem rennur t.a.m. í gegnum Kænugarð samþykkt og undir eftirliti SÞ fyrstu árin, þá gætu landsmenn einfaldlega valið hvoru megin landamærana þeir kysu að búsetja sig - líkt og fjölmörg dæmi eru um, sbr. Slésvig-Holstein.

Ég álít að Selenski og NATO væru nokkuð góðir með svona samning, nema að þeir raunverulega séu fyrst og fremst að sækjast eftir Ragnarökum í Evrópu.


mbl.is Vill fá boð til Vilníus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var 24.okt.1975 upphafið á ruglinu

Hér í þessari frétt er enn eitt dæmið um þá bilun sem tröllríður öllu hér og líkt og venjlega eru öfgarnar hér á Íslandi úr öllu hófi.

Nákvæmlega í þessu dæmi, þá eru réttindi og óskir barna að engu höfð, heldur snýst málið allt um langanir og þarfir mæðrana og í einhverjum tilvikum sömuleiðis samkynja feðra.

Undanfarin misseri hafa sjónvarpsþættirnir "Leitin að upprunanum" notið mikilla vinsælda, en þeir snúast einstaklinga sem leita réttra kynforeldra sinna og allir kannast við afkomendur breskra og bandarískra hermanna sem getin voru hér um og eftir stríð, sem reyndu að leita uppi feður sína og skyldmenni uppi, jafnvel mörgum áratugum síðar.

Það er nefnilega þannig, að skilyrðið fyrir að barn geti orðið til, er að sæði karls og egg konu sameinist, þ.e.a.s. barn verður ekki til án bæði föður og móður og þeirri staðreynd er ekki hægt að leyna barninu lengi og þá er komið að þeirri þörf og eðlilegum rétti barnsins að þekkja báða foreldra og uppruna og ættir sínar.

Fá börn eru nefnilega svo skini skroppin, að þau raunverulega trúi, eða sætti sig við að þau eigi einungis tvær mæður eða einungis tvo feður.

Í fréttum RÚV var fjallað um aukið álag á kerfi höfuðborgarsvæðisins vegna komu u.þ.b. 1000 erlendra barna hingað vegna "ástandsins" en sá fjöldi samsvarar nálægt þeim fjölda heilbrigðra barna íslenskra mæðra, sem velja að binda enda á líf þeirra fyrir fæðingu af mismunandi ástæðum - svo kaldhæðnislegt sem það nú er.


mbl.is Leita að kynhlutlausu „amma og afi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrja á rökréttri byrjun.

Ef flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er fyrirhugaður til a.m.k. til næstu tuttugu ára eða lengur, væri þá ekki skynsamlegt að byrja á að lengja hann um a.m.k.svona 500 metra út í Skerjafjörðinn, áður en byrjað er á lendingarljósunum?

Síðan mætti athuga með uppfyllingu norðan lengingar, því einhverja flugstöð og flugvélastæði vantar sömuleiðis - ekki satt?


mbl.is Aðflugsljósin fari í umhverfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þær ættu fremur að skammast sín.

Niðurstaða þessa tilgangslausa uppblásna Evrópuráðsfundar er fyrst og fremst staðfesting á spaugilegu framapoti tveggja íslenskra kvenna, sem svífa þöndum vængjum í þessu óveðri öfga og kvenfrelsis sem gengur nú illu heilli yfir vesturlönd, eins og blasir reyndar hvívetna við.

Það sást greinilega á þeim gestum sem sáu sér fært að mæta, að þeim var ekki skemmt og auðvitað nennti sjálfur heiðursgesturinn ekki að mæta á þessa sýningu þeirra Katrínar og Þórdísar, þó svo að meginefni fundarins snerist í orði kveðnu um hann og hans hagsmuni.

Það eina sem þessi svokallaða Reykjavíkur yfirlýsing skilur eftir sig, er að ekki tókst að fá öll aðildarríkin til að samþykkja þessa svokölluðu tjónaskrá eða fordæmingu á Rússum, eins lagt var upp með og auðvitað var aldrei einn einasti hinna hundruð fréttamanna í því samhengi nógu skýr eða hugaður að varpa fram spurningunni hvort þetta fyrirkomulag væri afturvirkt eða hvort það ætti einungis við um Rússa eða mögulega Kínverja? Auðvitað vill enginn spyrill deila örlögum með óstýrilátum ribböldum á borð við Julian Assange.

Annað stórt mál sem snýr að Íslendingum var afgreitt snyrtilega, en það var höfðingleg gjöf sjálfrar Ursulu til Katrínar í þá veru að Íslendingar fengju ekki aðeins eins árs, heldur tveggja ára undanþágu frá fullri greiðslu kolefnis losunarheimilda flugs - eða með öðrum skýrari orðum: Tveggja ára aðlögunartími uns fótunum yrði endanlega kippt undan öllum flugrekstri hér á eyjunni.

Í tilefni dagskrárinnar var með öllum atkvæðum samþykkt á Alþingi, að bæta við öll fyrri framlög, hálfum öðrum milljarði fyrir færanlegt sjúkrahús á vígstöðvarnar, nú á sama tíma og sömu ræfils þingmenn sjá sér ekki fært að bæta fjármunum í hörmulegt ástand heilbrigðismála hér heima fyrir.

Íslendingar hafa notið þess á alþjóðlegum vetvangi að vera álitin friðsöm og réttlát þjóð, en því miður lítur út fyrir að sú ímynd sé að verða liðin tíð.


mbl.is „Ég er bara mjög ánægð með Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæli hernáms Íslands.

Í dag, eða þann tíunda maí árið 1940 var Ísland hernumið af breskum her, þrátt fyrir að einhverjir telji sjálfum sér og öðrum trú um að aðgerðin hafi einungis verið í þágu okkar, en einmitt þau sömu rök notuðu Þjóðverjar fyrir hernámi Danmerkur og Noregs mánuði áður og reyndar samdægurs fyrir hernámi Hollands, Belgíu og Lúxemborgar, eins fjarstæðukennt það nú er, eins og öllum ætti að vera ljóst.

Nú er öldin önnur, því Þýskaland og Japan sem töpuðu stríðinu og eru reyndar enn hernumin af Bandaríkjamönnum, þrátt fyrir að sama verndar-tuggan sé þar enn við lýði, en nú breggður svo við að einmitt gömlu nasistarnir og synir sólarinnar eru orðnir bestu ljúflingar , en Rússarnir sem fórnuðu flestum mannslífum í styrjöldinni eru nú orðnir vondu karlarnir.

Hvergi í fréttum dagsins hef ég heyrt minnst á þetta sorglega hernám okkar, né reyndar margar aðrar fréttir sem huglausir og/eða vanhæfir blaðasnápar þessa bleðils og annara hér í ástandinu ættu að fjalla hreinskilningslega um, eða eins og skáldið sagði: Afsakið meðan ég æli.


Er Kænugarður Mekka nazismans í Evrópu?

Fyrirsögn færslunar er fengin að láni úr bloggfærslu fyrrverandi skólastjóra hér á blogginu, sem greinilega lítur átökin í Úkraínu öðrum augum en þeim sem almenningi á Vesturlöndum er linnulaust innrætt, en í þeim áróðri sem einmitt þær Þórdís Kolbrún og Katrín Jakobs kyrja sem ákafast er öllu snúið á hvolf og Pútín gjarna líkt við Adolf Hitler, sem hvert mannsbarn veit að var heimsins mesta illmenni. Annar bloggari hér á mbl.is bregður á það ráð að fjalla ýmist um raunverulegt innræti og ástríður Katrínar í Kænugarði á enskri tungu og annars vegar um fyrirlestur þekkts dansks fréttamanns í hátíðasal Danska Verkalýðssafnsins undir blaktandi rauðum fánum, en þá bregður hann á bestu Scherfigs-isku og líkir við hið fróma Frydenholm andrúmsloft, eins kaldhæðnislegt og það nú reyndist síðar vera. Á færslum þessara tveggja bloggara sem ég dreg hér fram, sést líkt og sjá má í vaxandi mæli um öll Vesturlönd að almenningur er vaknaður og byrjaður að sjá í gegnum áróðurinn, hvort sem um er að ræða hatramma Rússagrýlu, Covid eða loftlagsbreytingar af mannavöldum.


mbl.is „Önnur leið en Pútín myndi vilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er hann velkominn.

Nú þegar allar ákærur í garð Gylfa hafa verið dregnar til baka, þá má hann náðarsamlegast aftur taka þátt í knattspyrnu fyrir Íslendinga.

Alveg frá því að hann var fyrst ákærður, þá hélt hann fram sakleysi sínu, en við trúðum honum ekki og tókum þátt í að svipta hann starfinu og mannorðinu, auk þess að kippa fótunum undan íslenska karla landsliðinu í knattspyrnu - eins og allir sjá.

Ætli Gylfi hafi geð í sér að láta bara sem ekkert hafi í skorist og mæti þegar kallið kemur?


mbl.is Gylfi Þór velkominn á æfingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarnorkuvopn á Íslandi?

Einungis mestu kjánar og forfallnar kanasleikjur trúa þeirri staðhæfingu að þeir kjarnorkukafbátar sem hyggjast leita hér vista og áhafnaskipta komi hingað án þeirra kjarnorkuflauga, sem um borð eru alla jafna, eða dettur nokkrum heilvita manni það í hug að þeir losi sig við sprengjurnar á hafnarbakka í Bandaríkjunum eða annarstaðar áður en þau koma hingað - einungis til að komast hjá því að fylgja landslögum trúgjarna Íslendinga?

Þessi síðasti stórhættulegi gjafa gjörningur Þórdísar Kolbrúnar er að mínu mati einungis enn ein sönnun þess að hún gengur erinda framandi ríkja, líkt og reyndar má segja um allar aðgerðir og framkomu Katrínar forsætisráðherra síðustu misserin og á meðan standa þeir Bjarni og Sigurður Ingi hljóðir eða tjóðraðir hjá, á meðan fósturjörðin er ýmist gefin eða seld.

Þetta er háttarlag sem ég kalla föðurlandssvik.


mbl.is Gerir Ísland ekki að líklegra skotmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband