Hverjar eru framtíðarhorfur Icelandair?

Fyrir nokkrum árum kaus íslenskur stjórnmálamaður með með því (að mínu mati glæpsamlega) stjórnarfrumvarpi, að láta íslensku þjóðina axla gjörsamlega ókleyfar byrðar Icesave, með þeim rökum hans, að ákvörðunin hefði verið tekin að loknu ísköldu hagsmunamati.

Nú birtir Icelandair uppgjör félagsins eftir fyrsta ársfjórðung, sem nemur tæpum fjórum milljörðum króna, sem má þó teljast lítið miðað við rúma trjátíu milljarðana fyrir sama ársfjórðung í fyrra, þegar allur reksturinn hrundi í einni svipan.

Hvert gæti nú ískalt hagsmunamat fjárfestis gagnvart eignalausu flugfélagi verið á þessum COVID tímum, þó mögulega hylli undir lok sjálfs faraldursins, þegar handbært fé og lausa-fjársjóðir eru uppgefnir vera 14 milljarðar, sem duga aðeins fyrir næstu þremur ársfjórðungum við mesta kostnaðar aðhald, nema því aðeins að yfirnáttúrulegur viðsnúningur kæmi til?

Að sögn forstjórans er þar fyrir utan um að ræða u.þ.b. 22 milljarða í lausafjárstöðu sem ekki fellur þó undir skilgreiningu hans á handbæru fé, hvað sem það nú þýðir.

Erum við Íslendingar ekki komin að þeim tímamótum, að við látum nægja að bjóða upp á fyrsta flokks hafnir og flugstöðvar fyrir þá flutningsaðila sem sjá sér hagsmuni í að nota þar aðstöðuna og látum önnur breiðari og hæfari bök um áhættuna?


mbl.is Icelandair tapaði 4 milljörðum á fyrsta fjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband