Sorglega áberandi þagnarmúr mbl.is um veruleika milljóna Palestínumanna.

Eftirfarandi úrdráttur úr frétt RÚV hlýtur að eiga erindi til allra Íslendinga, þó forráðamönnum þessa fréttamiðils þyki fara best á að ekki sé minnst einu orði á þessi mannréttindabrot, heldur öllu fremur fjalla um keppnisleiki okkar við Ísraelsmenn í undanriðlum Evrópumeistaramótsins í handbolta, þó svo flestir ættu (enn einu sinni) að gera sér grein fyrir að Ísrael er ekki Evrópuríki.


"Ísraelsk stjórnvöld eru sek um aðskilnaðarstefnu og ofsóknir gagnvart Palestínumönnum, samkvæmt nýrri skýrslu Human Rights Watch.

Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðleg mannréttindasamtök af þessari stærðargráðu nota hreint út orðið apartheid eða aðskilnaðarstefna um framgang ísraelskra stjórnvalda.

Þótt stór hluti jarðarbúa láti sem 54 ára hernám Ísraels sé tímabundið vandamál sem 30 ára gamalt friðarferli lagi fljótt hefur veruleiki aðskilnaðarstefnu og ofsókna aukist og versnað, segir Omar Shakir yfirmaður Human Rights Watch í Ísrael og Palestínu.

Samtökin komast að þeirri niðurstöðu að það sé vilji stjórnvalda að ísraelskir gyðingar ráði yfir Palestínumönnum, hvort sem það er innan Ísrael, á Vesturbakkanum eða Gaza. Þá séu skýr merki um kerfisbundna kúgun og ómannúðlega meðferð - og þessi þrjú atriði saman séu ekkert annað en aðskilnaðarstefna á borð við þá sem var við lýði í Suður-Afríku.

Staðan í dag er slík að hvaða lausn sem þú trúir á, eitt ríki, tvö ríki eða sambandsríki, er áríðandi að heimurinn átti sig á veruleikanum eins og hann er til að binda enda á þetta alvarlega ástand.

Þessu mótmæla ísraelsk stjórnvöld. Þeim ofbýður málflutningur mannréttindasamtakanna svo mjög að þau ráku Omar Shakir úr landi í nóvember 2019. Þau hafna skýrslunni alfarið, segja hana uppspuna og að samtökin hafi lengi stundað and-ísraelskan áróður"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband