Skiljanlegt að farþegar kjósi fremur Airbus.

Það þekkja flestir þá upplifun að sitja fastspenntur í sæti sínu í farþegaflugvél við ýmsar aðstæður og einungis geta sett traust sitt á færni flugmanna og framúrskarandi gæði farkostsins.

Ég minnist þess að hafa talið það sérstakan kost við Boeing að stjórntæki vélarinnar voru tengd við stýrisfleti með vírum og vissi ég ekki betur fyrr en nýlega að svo væri ekki lengur.

Það er frekar ónotalegt að ímynda sér flugmenn berjast við sambandslaus stjórntæki, vegna tölvu bilana eða vírusa og einhvernveginn virðist Airbus framleiðandinn betur varinn fyrir slíkum vágestum.

Þessu mætti e.t.v. líkja við samanburð á evrópskum og bandarískum bílum?


mbl.is Skoða að taka Airbus inn í flotann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband