Frábær samantekt Páls Vilhjálmssonar.

Páll ofurbloggari tók saman í aðalatriðum rökin fyrir samþykkt þriðja áfanga orkupakka EES og síðan sömuleiðis mótrökin gegn samþykkt hans.

Ég leyfi mér að gerast svo djarfur að endurbirta þessa stuttu og skýru samantekt Páls, mest fyrir sjálfan mig og auðvitað þá sem hreinlega misstu af færsluni aftur fyrir aðrar nýrri, en Páll er mjög afkastamikill og fáir vökumenn við skjáinn, miðað við þær fáu athugasemdir sem fylgdu þessari frábæru samantekt.

Rökstuðningur þeirra sem vilja samþykkja orkupakka 3 er í meginatriðum þessi:
1. það er hættulaust að samþykkja aðild að orkusambandi ESB, enda áhrif hans lítil.
2. við eigum að samþykkja 3. orkupakkann þar sem við höfum samþykkt pakka 1 og 2.
3. ef við samþykkjum ekki orkupakkann er aðild okkar að EES-samningnum í uppnámi.

Andstæðingar 3. orkupakkans segja á móti:
1. ESB tekur sér íhlutunarrétt í raforkumálum þeirra ríkja sem eiga aðild að orkusambandinu - sem Ísland yrði með samþykkt orkupakkans.
2. samþykkt orkupakka 1 og 2 var ekki loforð af hálfu Íslands að halda áfram á vegferð ESB i átt að miðstýringu orkumála.
3. engar heimildir eru fyrir því frá ESB að EES-samningurinn komist í uppnám þótt Ísland standi utan orkusambands ESB.
4. Ísland er ótengt raforkumarkaði ESB og því engin ástæða að taka upp ESB-reglur.
5. EES-samningurinn gerir ráð fyrir að EFTA-ríkin geti afþakkað lög og reglugerðir sem augljóst er að eigi ekki við um viðkomandi lönd. Ísland tekur t.d. ekki upp ESB-gerðir sem eiga við um skipaskurði og járnbrautalestir.

Hlutlaust mat á rökum með og á móti sýna svart á hvítu að rökin fyrir eru sýnu lélegri. Þau eru mótsagnakennd (orkupakkinn hefur lítil áhrif, segja þeir, en leggja velferð ríkisstjórnarinnar að veði) og byggja ekki á heimildum, sbr. að enginn ESB-heimild er fyrir uppnámi EES-samningsins.


mbl.is 11 þúsund hafna orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband