Karllægt skilningsleysi?

Ég má til að hrósa Ingu Sæland fyrir afstöðu hennar til eyðinga á heilbrigðum lífvænlegum fóstrum.

Ástæða þess að ég finn mig knúinn til tjá mig um þetta mál, er að einn ágætur bloggari fer niðrandi orðum um Ingu og les henni pistilinn með þeim orðum að hún sem kona ætti að vita að ýmislegt getur komið upp hjá kynsystrum hennar, þannig að þær ákveði að eyða hinum ófædda einstakling.

Ég get nú ekki orða bundist, því á lífshlaupi flestra einstaklinga koma upp þær aðstæður sem virðast ófærar og stundum nær því skiljanlegar ástæður fyrir að binda endi á lífshlaupið, líkt og segja mætti e.t.v. öllu fremur um elli, fötlun og svo ekki sé nú minnst á útrýmingu óvinsælla kynstofna.

Þau lífvænlegu börn sem svift eru réttinum til lífsins af mæðrum sínum af mismunandi ástæðum hér á Íslandi eru u.þ.b. fjörtíu nýjar bekkjardeildir á hverju einasta ári.

Ég leyfi mér að lokum að fullyrða að eftirspurnin eftir kjörbörnum hér á landi er meiri en framboðið og það úrræði tilvonandi móður ætti fyrrnefndur bloggari sem kona að geta skilið.


mbl.is Greiða ekki atkvæði fyrr en í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fyrsta spurningin varðandi fóstureyðingar snýst um hvenær fóstrið verður persóna. Næsta spurning snýst um hvort fóstrið skynji sársauka þegar það er hlutað í sundur.

Það er alger misskilningur að málið snúist um yfirráð kvenna yfir eigin líkama. Í fyrsta lagi er fóstrið sjálfstæð vera en ekki hluti af líkama neins. Í öðru lagi koma slík réttindi ekki til umræðu nema búið sé að svara því neitandi að fóstrið sé persóna eða að það skynji sársauka þegar það er hlutað í sundur.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.5.2019 kl. 12:00

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Þorsteinn.

Ég get ekki svarað spurningum þínum, en ég hef oft heyrt að miðlar eða sjáendur eigi erfitt með að greina mun á látnum börnum og þeim sem aldrei náðu að fæðast í fylgd mæðra sinna.

Jónatan Karlsson, 8.5.2019 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband