Arðbær svikamylla

Það liggur í augum uppi að ábyrgðin á upplausnar ástandinu í Írak liggur alfarið hjá Bandaríkjamönnum og auðmjúkum hjúum þeirra, t.a.m. okkur Íslendingum.

Nú líkar eigendum bandarískrar hergagnaframleiðslu sannarlega lífið, því með skynsamlegri beitingu strengjabrúðunar í Hvítahúsinu "Friðarverðlaunahafans" Obama, þá hefur auðnast að hanna sannkallaða risa "svikamyllu" líkt og flestir okkar vita hvað er.

Bandaríkjamenn selja leppstjórnum Írak og Afghanistan fjölbreytt úrval drápstóla sem er líklega að mestu greitt fyrir með olíupeningum Íraka, að ógleymdum hreinum hagnaði rúmlega 90% heimsframleiðslu heróíns, sem fram fer undir vopnaðri vernd okkar í Afghanistan.

En nú skipast veður i lofti og skyndilega mætir öflugur her róttækra Íslamista til leiks í Írak, grár fyrir járnum og hefur á skömmum tíma lagt undir sig fyrirhafnarlítið stór svæði í N/V hluta landsins.

Hvaðan skyldu nú þessir þungvopnuðu vígamenn nú koma?
Þetta eru auðvitað að mestu leyti þær sveitir Íslamista og alþjóðlegra málaliða sem hafa gefist upp við að steypa harðskeyttum Sýrlandsforseta af stóli og koma landinu öllu í sömu upplausnina og óreiðuna og sjá má allastaðar í kjölfar "arabíska vorsins" sem nú er beint að nýjum verkefnum

Þessir vígahópar njóta auðvitað aðstoðar og leiðsagnar svokallaðra "ráðgjafa" frá "atvinnuveitendum" sínum og versla við sömu vopnaframleiðendurna vestanhafs, en helsti greiðandi er svo ótrúlegt sem það kann að hljóma olíufurstar Saudi Arabíu, ásamt frændgarði Osama "heitins" bin Ladens.

Þessi svikamylla skapar auðvitað þann litla hagvöxt sem á sér stað í USA, en er auðvitað fyrst og fremst til yndis og ánægju fyrir fursta heimsins, hvort heldur sem þeir stíga sinn hefðbundna gleðidans á Wall Street, Zurich eða hreinlega a strætum Tel Aviv.


mbl.is Bandaríkin senda ekki landgöngulið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afbragðs færsla frændi.

Daníel H (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband