Fölskvalaus gleði

Það er virkilega ánægjulegt að sjá gleðina skína úr hverju andliti eigenda og hluthafa velrekins fyrirtækis að uppgjöri loknu.

Þó blaðamanni mbl.is þyki það nokkuð aukaatriði og ekki áhugavert, þá er það nú þannig að nálægt helmingur tekna rennur til okkar vannærðs þjóðarbúsins í formi tekjuskatts og hvað arðgreiðslurnar varðar, þá eru þær varla undir 80 prósentum.

Vinsamleg ábending til óreynds blaðamanns, sem vill gleðja áskrifendur og lesendur eigenda blaðsins væri auðvitað að reikna nákvæmlega út og birta hlut okkar þöglu eigenda auðlindarinnar, svo við gætum brosað jafn fölskvalaust með morgunkaffinu og fólkið á myndinni.


mbl.is Greiða tvo milljarða í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekkert hvað "fölskvalaust" þýðir.. Er þetta Íslenska?

Negri (IP-tala skráð) 8.6.2014 kl. 03:36

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Negri

Fölskvalaust nota ég í líkri merkingu og ég myndi nota "hreint og beint" en ef þú þarft nákvæmari skýringu, þá flettu því upp í orðabók.

Hitt er þó verra að færsla mín var óskýr og ílla skrifuð í flýti, en átti í raun að lýsa áliti mínu á þessu rotna klíkukerfi sem er við lýði hér á þessu litla auðuga landi okkar þar sem við öll gætu lifað öruggu og góðu lífi, ef auðnum væri skipt af einhverju réttlæti á milli allra þegnana, en ekki aðeins þessara 2% sem eiga allt hér og það tryggt í bak og fyrir bæði með belti og axlaböndum - þú skilur

Jónatan Karlsson, 9.6.2014 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband