Lýðræðisvaktin - Til hamingju Íslendingar

Það er alveg með ólíkindum hvað fréttamennska Morgunblaðsins og/eða mbl.is er léleg, eða fátækleg nú um stundir. Það er hreint út sagt ótrúlegt að fréttir af stofnun nýs stjórnmálaflokks - Lýðræðisvaktarinnar hafi gjörsamlega farið framhjá blaðamönnum og ritstjórn blaðsins, sem ég vona þó sannarlega að sé enn til staðar, þó reksturinn sé augsýnilega í járnum.
Mér er ljúft og skylt að upplýsa þau gleðilegu tíðindi að fram á sjónarsviðið er komin ný stjórnmálahreifing sem beðið hefur verið eftir af tugum þúsunda Íslendinga, eða þessara 30 - 40% þeirra þátttakenda í skoðanakönnunum um fylgi stjórnmálaflokka sem jafnan hafa valið "eitthvað annað"
Þarna eru vaskir Stjórnlagaráðsmenn í fararbroddi og leikur lítill vafi á að í þann hóp muni bætast úrval sannra valinkunnra Íslendinga á næstu dögum. Til þeirra sem hafa áhuga á að fylgjast með lifandi og raunverulegri þjóðfélagsumræðu á Íslandi, þá vek ég athygli á einu hlutlausu útvarpsstöð þjóðarinnar, Útvarp Saga, www.utvarpsaga.is Fm 99,4 sem er framúrskarandi áheyrileg hvort heldur í Kína eða Kaliforníu.
Fyrir þá sem áhuga hafa á nánari fréttum af (vægast sagt, viðkvæmri og háskalegri) stöðu stjórnmála hér á Fróni, þá virðist www.dv.is líka vera með á nótunum
mbl.is Stórt mál sem þarf að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg með ólíkindum hvað athyglisgáfa þín er léleg, eða fátækleg nú um stundir. Það er hreint út sagt ótrúlegt að fréttir af stofnun nýs stjórnmálaflokks - Lýðræðisvaktarinnar hafi gjörsamlega farið framhjá þér, sem ég vona þó sannarlega að sért enn til staðar, þó heilinn sé augsýnilega í járnum.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/15/stjornlagaradsmenn_stofna_lydraedisvaktina/

Njáll (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 22:26

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Njáll.

Það má eflaust til sannsvegar færa að heilinn sé að nafni til í járnum þann tíma sem maður selur vinnuframlag sitt á vinnumarkaði, en eftir að hafa grandskoðað mbl.is að loknu dagsverkinu (þreyttur og sæll) þá voru þessi stórtíðindi á íslenska stjórnmála sviðinu orðin að ósýnilegri smáklausu fyrir venjulegan yfirlestur þreyttra augna.

Ég held nú í alvöru talað að við vitum báðir um hvað grínið snýst, þó mér heyrist að fögnuðurinn yfir framboðinu sé ekki gagnkvæmur

Jónatan Karlsson, 16.2.2013 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband