Gúrkutíð á mbl.is

Það er alveg með ólíkindum hvað fréttamennska Morgunblaðsins og/eða mbl.is er léleg, eða fátækleg nú um stundir. Það er hreint út sagt ótrúlegt að fréttir af stofnun nýs stjórnmálaflokks - Lýðræðisvaktarinnar hafi gjörsamlega farið framhjá blaðamönnum og ritstjórn blaðsins, sem ég vona þó sannarlega að sé enn til staðar, þó reksturinn sé augsýnilega í járnum.
Mér er ljúft og skylt að upplýsa þau gleðilegu tíðindi að fram á sjónarsviðið er komin ný stjórnmálahreifing sem beðið hefur verið eftir af tugum þúsunda Íslendinga, eða þessara 30 - 40% þeirra þátttakenda í skoðanakönnunum um fylgi stjórnmálaflokka sem jafnan hafa valið "eitthvað annað"
Þarna eru vaskir Stjórnlagaráðsmenn í fararbroddi og leikur lítill vafi á að í þann hóp muni bætast úrval sannra valinkunnra Íslendinga á næstu dögum. Til þeirra sem hafa áhuga á að fylgjast með lifandi og raunverulegri þjóðfélagsumræðu á Íslandi, þá vek ég athygli á einu hlutlausu útvarpsstöð þjóðarinnar, Útvarp Saga, www.utvarpsaga.is Fm 99,4 sem er framúrskarandi áheyrileg hvort heldur í Kína eða Kaliforníu.
Fyrir þá sem áhuga hafa á nánari fréttum af (vægast sagt, viðkvæmri og háskalegri) stöðu stjórnmála hér á Fróni, þá virðist www.dv.is líka vera með á nótunum
mbl.is Segjast eiga heima í auðum íbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig væri að benda á öll svikin sem tryggingarstofnun hefur beitt skjólstæðinga sína? Sumir hafa lent á svörtum lista bankanna, vegna svika tryggingastofnunar-ábyrgðarmanna!

Það þykir mörgum réttlætanlegt að hæðast að þeim sem ekki hafa heilsu né menntun til að stunda þá vinnu sem þeim býðst, þótt þeir gjarnan vilji vinna! Samfélagsháð og dómharka þeirra vinnufæru gerir vinnuhamlað fólk svo ennþá veikara en það var fyrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2013 kl. 22:48

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ég held að það sé talsvert meira framboð en eftirspurn af svona snillingum eins og þessum stjórnlagaþingsmönnum en vonandi ná þeir 3-4% fylgi :)

Hreinn Sigurðsson, 15.2.2013 kl. 23:05

3 identicon

Það er ljóst að það er mikið af bótasvikum á Íslandi. Annar hver maður öryrki um þessar mundir og yfirleitt vegna ofneyslu á vímuefnum ýmisskonar auk almennrar leti og vilja til þess að misnota kerfið. Þetta kemur niður á þeim sem virkilega eru öryrkjar. Þyrfti að auka bætur til þeirra og láta svindlarana sigal sinn sjó.

Jóhann Stórsvikari (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 23:35

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ágætu viðmælendur

Þessi bloggfærsla mín var sannarlega ekki til þess ætluð að gera lítið úr aðþrengdum bótaþegum. "Neyðin kennir naktri konu að spinna" og hvet ég smáfólk þjóðarinnar til að beita öllum tiltækum brögðum gegn óréttlátri mismunun þjóðfélagsins, en við Hrein vil ég segja að hann sé allt of hófsamur ogh lítillátur í spá sinni. Nær lagi er að ef óánægðir kjósendur finna rétta vetfanginn, þá værum við að tala um 30 - 40% fylgi.

Jónatan Karlsson, 16.2.2013 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband