Blóðugur ójöfnuður

Þetta er aðeins ein ný birtingarmynd á ójöfnuðinum. Ef foreldri nemans er borgarfulltrúi, alþingismaður eða bara efnaður, þá skiptir þetta engu máli. Málið er einfaldlega það að hér á Íslandi búa tvær þjóðir. Eins og kom glögglega í ljós þegar "neyðarlögin" voru sett til að vernda innistæður fjármagnseigenda í bönkunum. þá kom í ljós að u.þ.b. 2% landsmanna áttu rúmlega 95% allra innistæðna. Þessi 2% eru auðvitað með náhirð í kringum sig, svona á að giska 5 - 20 einstaklinga, þ.e.a.s. konu, börn og barnabörn o.þ.h. Það þýðir að u.þ.b. 20% íslendinga eru með þetta allt á hreinu - bæði með belti og axlabönd.
En það lítur verr út með auralausa meirihlutann. Ef gæðum okkar gjöfullu fósturjarðar væri skipt jafnt á alla landsmenn, þá væri meira en nóg handa öllum. Það er mér ráðgáta afhverju barinn, misnotaður og í alla staði svívirtur meirihluti þjóðarinnar fer ekki að berja í borðið og stöðva rányrkjuna.
mbl.is Margir munu ekki kaupa Nemakortin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef gæðum okkar gjöfulu fósturjarðar væri skipt jafnt á alla landsmenn þá sæi bóndinn engan tilgang í því að setja niður kartöflur, enginn tæki áhættuna af að kaupa bát og veiðarfæri og hvers vegna ætti einhver að leggja það á sig að byggja yfir þig hús?

Þú og "barinn, misnotaður og í alla staði svívirtur meirihluti þjóðarinnar" hefur ekki hugrekkið til að leggja allt undir en vill samt hanga heima í sófa og fá "þinn" hlut sendan heim í gjafapakkningum með slaufu. Hlut sem þú hefur ekkert gert til að verðskulda en telur þig samt eiga einhvern töfrum vafinn rétt á vegna þjóðernis.

Málið er einfaldlega það að hér á Íslandi búa tvær þjóðir, þeir sem bjarga sér og afla og þeir sem heimta frían hlut og að aðrir bjargi þeim. Stattu upp eða sittu í drullunni, bara ekki vera að kenna öðrum um blautan og kaldan rass.

sigkja (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 02:28

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég á mér draum....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.8.2012 kl. 04:34

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ykkur Sigkja og Önnu verð ég að svara, þó seint sé. Reyndar veit ég ekki hvort Anna er bara að hæðast að barnaskap mínum eða Martins Lúther Kings og nóg um það, en nákvæmlega þessi orðræða Sigkja og lífs sýn sannar einmitt orð mín um þjóðirnar tvær, þó svo að ég hafi nú ekki gengið svo langt að nefna möguleikann á því að jafnvel meirihluti verndaðar náhirðarinnar sjái ekki og geri sér grein fyrir forréttindum sínum, líkt og virðist eiga við í þessu tilfelli. Bara ein spurning til að varpa frekara ljósi á grunsemdir mínar: Finnst þér Sigkja, að þessir einstaklingar sem notfæra sér þessi margumtöluðu "smálán" séu einungis sinnar eigin gæfu smiðir og geti bara sjálfum sér um kennt að hafa freistast til að notfæra sér snjalla viðskiptahugmynd duglegs athafnamanns?

Jónatan Karlsson, 23.8.2012 kl. 20:46

4 identicon

Þú mættir reyna að greina sannleikann í gegnum slæðu múgsefjunar og háþróaðar æsifréttaensku. Meðalaldur þeirra einstaklinga sem notfæra sér þessi margumtöluðu "smálán" er 32 ár og meðal upphæð skuldar er um 17.000 kr. Rétt eins og með svo marga hluti hvort sem það er möguleiki á lántöku, akstur bifreiða, hamborgaraát eða fjallgöngur þá verða ætíð einstaklingar innan um allan fjöldann sem haga sér heimskulega. Það eitt gefur ekki ástæðu til þess að banna alla hluti. Boð og bönn eyða ekki heimsku eða koma í veg fyrir hálfvitaskap. Og þau forréttindi að vera ekki fífl verða aldrei afnumin. En þú hefur valið, þú getur öfundast og vælt um ójafna skiptingu eða lagt á þig þá vinnu sem til þarf svo þú fáir notið forréttindanna.  

Því miður er ótrúlegur fjöldi fólks sem geysist fram á ritvöllinn fullt af eldmóði og fáfræði þegar "fréttamönnunum" tekst vel upp. Fólk sem lætur fjölmiðla mata sig á skoðunum frekar en að hugsa svolítið sjálfstætt. Fólk sem greinilega þarf aðra til að hneppa skyrtunni og ætti ekki að fá að fara út í umferðina eftirlitslaust.

sigkja (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 23:11

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér fyrir Sigkja - Nákvæmlega eins og ég hélt.

Jónatan Karlsson, 24.8.2012 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband