Hvar er Steingrímur?

Ég er ekki fréttamaður, en það vakna spurningar í huga mínum við lestur þessarar greinar og reyndar allrar umfjöllunar dagsins um þennan baráttufund Vg. Hversvegna heyrist ekkert í formanninum? Í sjónvarpsfréttum í gærkveldi sagði þulurinn greinilega:"að von væri á Steingrími frá útlöndum í kvöld" þ.e.a.s. í gærkveldi. Ekki einu sinni fréttamaðurinn sem las fréttina virðist þó velta fjarveru formannsins í dag, fyrir sér. Hvað sem líður lífi og heilsu formannsins, þá er Vg dauðadæmdur flokkur. Ráð mitt til Katrínar Jakobsdóttur og annara þingmanna flokksins til að hafa einhverja von um áframhaldandi störf við stjórnmál, er að hætta að fífla heiðvirt vinstri sinnað fólk á Íslandi og einfaldlega sækja um inngöngu í Samfylkinguna.
mbl.is Áfram samstarf vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Mér til ómældrar ánægju þá reyndist ótti minn um ótímabært brotthvarf formannsins ástæðulaus. Ég gæti líka best trúað að Steingrímur gæti gert sér vonir um framhaldslíf í Samfylkingunni, ef menn á annað borð trúa á líf eftir dauðann.

Jónatan Karlsson, 25.8.2012 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband