29.5.2022 | 11:10
Það sker mig í hjartað...
Það vakti mig til umhugsunar myndskreyttur fréttaflutningur fjölmiðla af hátíðahöldum Norðmanna sl. 17. maí s.l. hér í Reykjavík, þar sem sjá mátti hóp prúðbúinna frænda okkar og marga þeirra í þjóðbúningum og allir með norska fána í hendi, ganga fagnandi í skrúðgöngu á eftir þrumandi lúðrablæstri og það eftir strætum Reykjavíkur.
Ég hef reyndar verið í Osló á 17. maí og upplifað endalausa skrúðgöngur lúðrasveita upp Karl Jóhann og stórbrotin fagnaðarlætin á þjóðhátíðardegi þeirra og ég hef líka ámóta sögu að segja frá öðrum löndum allt frá Færeyjum til Kína, þar sem stoltar þjóðir fagna stolt og tjá föðurlands ást sína með margskonar fagnaðarlátum.
Ég man líka eftir þegar ég var lítill drengur hér í Reykjavík með foreldrum mínum, þegar þjóðin fagnaði fullveldi sínu og tjaldaði öllu til á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní með skrúðgöngum og blaktandi fánum.......
Nú er öldin önnur hér á Íslandi, því nú þykja þær forðum fögru tilfinningar á borð við ættjarðarást og þjóðernishyggju vera neikvæðar og eigingjarnar og sú hryllingsmynd sem dreginn er upp af öllum þeim er bera hag Íslands fyrir brjósti, er í þess stað blásin út og skrumskæld á öllum sviðum umræðunnar og vei þeim sem dirfist að ganga gegn strauminum.
Hvað stjórnvöld og nú síðast ógæfuleg samsuðu stjórnmálasamtaka þeirra sem þóttust koma sitt úr hvorri áttinni, en hugðust eigi að síður halda áfram því sama feigðarflani sem ótrautt stefnir höfuðborginni í óafturkræft gjaldþrot sem loks mun kalla á sölu og veðsetningu innviða hennar og síðan allra annara auðlinda þjóðarinnar, áður en alþjóðastofnanir ljúka verkefninu.
Eftir að þessi hrakspá mín rætist munum við áhrifa-og eignalausir frumbyggjarnir einungis geta nagað okkur sjálf í handabökin fyrir að hafa leyft þessum skipulögðum landráðunum mótþróalaust að fremjast fyrir augum okkar allra og máttlaus þurft að horfa tárvotum augum á eftir auðvirðilegum handbendum alþjóðasinnana njóta silfursins í velsældum á fjarlægum ströndum Florida, Dúbaí eða Sænska skerjagarðsins.
![]() |
Ræða stóru málin í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2022 | 18:12
Farvel Halldór
Ég þakka þér drengileg skoðanaskipti á undanförnum árum og fyrir að hafa ætíð svarað mér líkt og öðrum misjöfnum bloggurum málefnalega.
Ég veit að það verður tómlegra hér á mogga blogginu að þér og hnittnum færslum þínum gengnum, en bind þó ákveðnar vonir við að þú hljótir í það minnsta að geta kíkt í Moggan og bloggið í þínum nýju vistaverum.
![]() |
Andlát: Halldór Jónsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2022 | 10:53
Flokkur fólksins í lykilstöðu.
Það blasir við að Sjálfstæðisflokkur bjóði Framsóknarflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til meirihluta samstarfs.
Fyrrverandi borgarstjórnar meirihluta verður hreinlega að jarða.
![]() |
Hildur segir forgangsmál að komast í meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2022 | 17:59
Er Ísland í stríði við Rússland?
Hverskonar áróðurs stríð er eiginlega í gangi?
Eru Rússar að ögra Íslandi, eða eru þeir óvinaþjóð okkar?
Erum við vön því að taka svo afgerandi afstöðu í stríðsátökum annara landa?
Ég minnist ekki að fulltrúar Yemen, Líbýu, Palestínu eða Íraks hafi fengið að tala einhliða máli sínu á Alþingi Íslands, eða býr einhver önnur ástæða en hrein og skær mannúð að baki?
Ætla Katrín Jakobsdóttir og Guðni Forseti Íslands að bera fulla ábyrgð á dauða og tortímingu meirihluta Íslendinga ef Pútín tekur ákvörðun um að beita hluta eða öllum sínum 6000 kjarnorkuvopnum gegn óvinum sínum?
Þess má minnast, að Íslendingar höfnuðu að segja Þjóðverjum stríð á hendur við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, heldur sendum við þeim fæði og klæði eftir bestu getu og sjáum ekki eftir því.
![]() |
Selenskí ávarpar Alþingi og íslensku þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2022 | 10:09
Framhald á bannfæringu Gylfa Sigurðssonar.
Hið fornfræga félag Everton er í bullandi vandræðum á öfugum enda ensku úrvalsdeildarinnar. Ekkert félag á að baki fleiri tímabil í efstu deild þar um slóðir og fall Everton myndi því sæta stórkostlegum tíðindum.
Með þessum orðum hefst grein Orra Páls Ormarssonar í sunnudagsútgáfu Mbl. í dag. Þessi langa og ítarlega myndum skrýdda umfjöllun um erfiðleika þessa sögufræga liðs er rakinn ítarlega og frammistaða leikmanna og þjálfara grandskoðuð í löngu máli.
Ótrúlegt en satt, þá minnst blaðamaðurinn ekki einu orði á fjarveru fyrirliðans og þeirra dýrasta manns, Gylfa Sigurðssonar, sem þó er líklega helsta ástæðan fyrir slakri stöðu liðsins, líkt og segja má um sorglegt hrun íslenska landsliðsins í ruslflokk.
Er blaðamaðurinn einungis svona sorglega illa að sér, eða er hann að fylgja fyrirmælum um þöggun?
![]() |
Fellur þaulsætnasta félagið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2022 | 12:59
Kosningaspá mín 28 apríl 2022
Til gamans skýt ég á úrslit komandi borgarstjórnakosninga, í ljósi óáreiðanleika fyrri skoðanakannana á bananalýðveldinu Íslandi, líkt og dæmin sanna. Því miður óttast ég að Samfylking haldi velli með stuðningi Sjálfstæðisflokks og fyrri fylgifiska, en öruggt má teljast að Flokkur fólksins verði hástökkvari kosningana.
Fyrsta röð er núverandi staða.
Önnur röð er spá Fréttablaðsins 27. apríl.
Þriðja röð er spá höfundar 28. apríl.
Sjálfstæðisflokkur 8 - 5 - 6
Samfylking 7 - 6 - 5
Píratar 2 - 4 - 2
Viðreisn 2 - 1 - 1
Sósíalistaflokkur 1 - 2 - 1
Flokkur fólksins 1 - 1 - 5
Vinstri græn 1 - 1 - 1
Framsóknarflokkur 0 - 3 - 1
Miðflokkur 1 - 0 - 0
Besta borgin 0 - 0 - 0
Ábyrg framtíð 0 - 0 - 1
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjá borgarfulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2022 | 09:27
Brenglaður nútíminn!
![]() |
Leyfi höfundar þarf að liggja fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2022 | 10:18
Krossfesting Julian´s Assange
Barátta Ögmundar Jónassonar er sannarlega virðingarverð og frábær, en þó verður því miður að viðurkennast að hún varpar einungis óþægilegu ljósi á afskiptaleysi íslenskra ráðherra og þingmanna, sem láta sér fátt um finnast.
Þeim er nefnilega nákvæmlega drull, eins og stúlkurnar syngja um í vinsælu lagi, en það á ekki bara við um ráðamenn, heldur stóran hluta almennings og þá helst þann hluta sem er svo óskaplega jákvæður og skilningsríkur, að illa innrætta raunhyggjufólkið kallar þau hreinlega Góða fólkið - auðvitað innan gæsalappa.
Hluti af opinberri stefnu þessa sama háværa góða fólks í orði kveðnu, er auðvitað frelsi, mannúð og umburðalyndi, en staðreyndin er þvert á móti þöggun, ritskoðun og fordæming eins og blasir við þögla meirihlutanum hvert sem litið er á Vesturlöndum, en líkt og oft, þá erum við hér á Íslandi í meðfæddri minnimáttarkenndinni, kaþólskari en Páfinn sjálfur.
Við samþykkjum athugasemdalaust að drepsóttinni lauk 24 febrúar, sama dag og Rússar réðust inn í Úkraínu og tökum fullan þátt í feminiskri og demokratískri útilokunarmenningu gagnvart þekktum drengjum og mönnum, eða sitjum skjálfandi hjá, þótt stórkostlegt knattspyrnu landslið okkar og margir fremmstu listamenn okkar liggi náir í valnum.
Sorglegt.
![]() |
Menn ætla ekkert að gefast upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2022 | 11:25
Þórdís og Victoría.
Hún segir margt ljósmyndin af Þórdísi Kolbrúnu og Victoríu Nuland, þar sem þær haldast í hendur, innilega brosandi með dollaramerki í augum, líklega eftir ráðabrugg og launráð varðandi frekari þáttöku Íslendinga í hernaðaraðgerðum á hendur Rússum og öllum þeim ríkjum sem ekki lúta í duft heimsyfirráða Bandaríkjanna - að þjóðinni sjálfri forspurðri.
Victoría þessi er sú sama sem staðfesti í ræðu 25. april 2014 í Washington DC að Bandaríkin hefðu styrkt demokratísku stjórnarbyltinguna með 5 billjóna dollara framlagi, án þess að fara nánar út í kostnaðardreifingu, en heilbrigð skynsemi gæti vakið grunsemdir um að stærsti hluti blóðpeningana hafi einmitt runnið til áhrifavalda, fjölmiðla og stjórnmálamanna, minnugur ótrúlegrar framgöngu fyrirrennara Þórdísar í aðdraganda og ekki síður eftirmálum kúppsins.
Ástæða þess að ég get ekki annað en tjáð illar grunsemdir mínar eru þau orð Þórdísar að það sé líka svo mikilvægt að við Íslendingar sem herlaus þjóð gerum allt sem við getum til þess að leggja okkar af mörkum til að styðja við vina- og bandalagsþjóðir okkar, en hún gleymir að aðeins örfáir mánuðir eru síðan að Rússar og allir hinir sem nú teljast vondir, voru vinaþjóðir okkar.
![]() |
Þórdís ræddi við háttsetta embættismenn vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2022 | 16:34
Óeirðirnar í Svíþjóð eru skýrt dæmi um sjálfskaparvíti.
![]() |
Óeirðirnar tengist ekki mótmælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |