30.1.2022 | 18:37
Kosningar nálgast óðfluga.
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er í góðum málum og hefur sannarlega efni á að skarta Ásdísi í forystu, en öðru máli gegnir í höfuðborginni, því eins og horfir nú á þessari stundu, þá stefnir í hrun flokksins í komandi kosningum, þó ekkert vanti heldur upp á útlit og persónutöfra Hildar Björnsdóttur í fyrsta sætið.
Einhverra hluta vegna er lítið sem ekkert fjallað um þessa stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og komandi kosningar í höfuðborginni hér á vefsíðum Morgunblaðsins, sem má e.t.v. skilja sem þögla tjónkun við áframhaldandi helfararstefnu Dags o/co, fremur en vonleysi og uppgjöf?
Góðir kostir til breytinga og björgunar borgarinnar í komandi kosningum eru að sjálfsögðu greidd atkvæði til Miðflokks, þrátt fyrir liðhlaup, eða Flokks fólksins, en hvað framtíð alvöru Sjálfstæðisflokks í baráttuna hér í borg varðar, þá væri enn mögulega von á liðveislu í slaginn með karla á borð við Elliða Vignisson með Kjartan Magnússon sér við hlið í brúnni.
![]() |
Ásdís vill verða bæjarstjóri í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2022 | 21:43
Kosningaskjálfti?
Það kitlar óneitanlega í mér kvikindið að lesa um rannsókn Letitiu James dómsmálaráðherra New York-ríkis á saknæmu atferli Trumps og fjölskyldu hans varðandi upplýsingar um stærð þakíbúðar hans á Manhattan,sem hafi í raun og veru verið allt að þrefalt stærri en þau (illþýðið) hafi ranglega haldið fram.
Ekki skemmdi það heldur Þórðargleði mína að horfa á nýjustu afurð Michael's Moore í RÚV, þar sem hann fjallaði um óvæntan kosningasigur óþokkans og flagarans Trumps árið 2016 og eðlilega sorg og vonbrigði alls góða fólksins.
Þessi tvö skínandi dæmi undirstrika ótta og vonandi óhuggulegt hugboð vinstri manna í Bandaríkjunum og annarstaðar fyrir kosningarnar 2024.
Og talandi um kosningar, þá var Hildur Björnsdóttir frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins í drotningarviðtali á RÚV (auðvitað) í dag, þar sem spyrlinum þótti greinilega augljós samhljómur með þeim Degi Bé og henni, þó hún að sjálfsögðu þrætti fyrir það, en eftir að hún upplýsti að ástæðan fyrir veru hennar í borgarstjórnarflokki Sjalla í Reykjavík væri vegna óvænts símtals, þar sem henni var boðið starfið, þá hugkvæmdist sama spyrli ekki að spyrja frá hverjum það ómetanlega símtal var - einhverra hluta vegna!
8.1.2022 | 17:17
Íslendingar dregnir inn í ófrið gegn vinaþjóðum okkar?
Nýjustu ummæli bandaríska utanríkisráðherrans Antony Blinken´s, frá þessum sérstaka aukafundi NATO, sem eftir honum voru höfð í hádegisfréttum RÚV, voru á þá leið að það væri þekkt staðreynd að þar sem Rússar væru búnir að koma sér fyrir, þá væri það þrautin þyngri að losna við þá aftur.
Það getur auðvitað verið að heilaþvotturinn í bandarísku skólakerfi sé svo yfirgripsmikill að nemendur þar álíti að risaherstöðvar Bandaríkjamanna sjálfra út um allar jarðir, á borð við þær í Japan og Þýskalandi vera sjálf sprotnar, eða þá reistar að beiðni heimamanna, en engir aðrir en þeir sjálfir eru í raun og veru jafn þaulsetnir í hernumdum löndum, nema þegar sönnum föðurlandsvinum auðnast að reka þá og auðvirðileg handbendi þeirra út með harðri hendi, líkt og nýlegt dæmi sannar.
Það er auðvitað sorglegt að við Íslendingar leyfum ráðamönnum okkar að taka þátt í þessum herlúðrablæstri gegn okkar gömlu vinum og bandamönnum, sem flestir landsmenn sjá þó auðveldlega í gegnum, líkt og átti sömuleiðis við um aðra morðleiðangra þessa svokallaða varnarbandalags og auðvitað ætti sjálf þjóðin að hafa tækifæri til að kjósa um þátttöku Íslendinga sjálfra í svona aðgerðum, í stað þess að láta vini og vandamenn fyrrnefndra hermangara og handbenda ráða för.
P.S.
Sorglegast þykir mér þó það vera, þegar víðsýnir og fjölfróðir karlar - án þess að nefna nokkur nöfn, trúa þessu öllu og taka hátíðlega, eins og amen í kirkjunni, auk nýlegrar illmælginni um aðra góða vinaþjóð okkar, sem Bandaríkjamönnum þykir nú vísast líka ógna einokun sinni og þar að auki í flestum tilfellum án þess að hafa nokkurn tíma komið þangað, eða vita nokkurn einasta skapaðan hlut um Kína, annað en glænýjar, skrautlega framleiddar hryllingssögur þaðan.
![]() |
Funduðu um hernaðaruppbyggingu Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2022 | 22:00
Ágætis vindorku byrjun.
Talsmaður aðgerðana í Þykkvabæ gerði tilraun í útvarps viðtali í dag, til að útskýra tilefni þess að fella þyrfti vindmyllurnar, í stað þess t.d. að gera við þær, án þess þó að honum tækist það.
Líklega gefur sýningin þó þær tvær niðurstöður, að í fyrsta lagi henta vindmyllur ekki íslensku veðri og aðstæðum og síðan mætti með nokkuri kaldhæðni fullyrða að sprengjusveit Landhelgisgæslunar hafi örugglega ekki átt aðkomu að hruni tvíbura turnana um árið.
![]() |
Vindmyllan loks fallin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |