Um siðferði stjórnmálamanna og viðurlög við föðurlandssvikum.

Undanfarna hamfara mánuði hér á landi, hefur siðferði valdhafa okkar orðið lýðnum ljóst. Það er ljóst að ríkjandi flokkakerfi hefur orðið uppvíst að margvíslegum glæpsamlegum athöfnum í þágu fámennra hagsmuna hópa, mikið til hinna sömu og hér á árum áður gengu undir gælunöfnum á borð við "Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn" Þessir flokkar hafa nú stofnað í dauðans ofboði nýja stjórn VG og Samfylkingar með stuðningi Framsóknar, fyrst og fremst til að reyna að róa mótmælendur, því að það sem skiptir öllu máli er að þessir gömlu hagsmuna afla erindrekar haldi sínum stöðum, þótt styrkja hlutföll flokkana hliðrist innbyrðis. Þessir svokölluðu stjórnmála flokkar eru síendurtekið berir að því að skara eld að eigin hagsmunum og þeirra óopinberu skjólstæðinga og nægir að nefna nú síðast aukna styrki til stjórnmálaflokka, ríkulegar eftirlauna greiðslur hinna innvígðu, launaðra aðstoðamanna, einkabílastyrki, og jafnvel bílstjóra fyrir fullfrískt fólk, dagpeninga, biðlaun og fleirra og fleirra.  Ég er kannski svo illa innrættur, að ég var hálfpartinn að vona að síðasta stjórn myndi þráast við að segja af sér og mótmæli þjóðarinnar hefðu haldið áfram að stigmagnast uns þessir háu herrar og frúr hefðu hreinlega þurft að flýja land, því ekki hefði verið unnt að hafa sólarhrings lögregluvakt um allt pakkið. Þá hefði þetta krafist "Nýs lýðveldis" -  En svo fór sem fór og við verðum að sjá hvað gerist. Þessir núverandi ráðherrar virðast ætla að samþykkja gjörninginn: Ríkisvæðing þriggja gjaldþrota einkabanka og himinhárra greiðslna skuldbindinga þeirra, jafnvel þó svo að sumir þessara nýju ráðherra hafi látið svo um mælt að lagalega séð bæri okkur ekki að ábyrgjast þessar greiðslur - Hverskonar rugl er þetta þá? Ætla þeir að sætta sig við það að láta okkur greiða eitthvað sem okkur ber ekki að greiða, af einhverjum annarlegum ástæðum?  Að lokum vil ég minna á að eftir örfá ár, þá verður staða Íslands önnur og betri, þ.e.a.s. ef við höldum sjálfstæði okkar og látum ekki örfáa mælska landsölumenn blekkja okkur til að færa okkar sí-verðmætari auðlindir til Efnahagsbandalags Evrópu fyrir hnefafylli af silfri, því jafnvel sá bláeygasti hlýtur að vita að hungraðar ríkjasamsteypur hafa gilda leynisjóði til að greiða fyrir arðvænlegum fjárfestingum og nú ætti okkur Íslendingum að vera í fersku minni bæði Júdasar og Quistlingar finnast hér á landi enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband