Stríðsþáttaka hlýtur að vera mál fyrir þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Eru stjórnvöld og kjörnir fulltrúar Íslands að ganga af göflunum hugsaði ég við lestur fréttarinnar um samþykkt þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um beinan stuðning Íslands við Úkraínu 2024-2028 og það mótatkvæðalaust.

Íslendingar hafa líklega flestir kosið þessa sömu þingmenn til að gæta hagsmuna okkar, því af nógu er að taka af áskorunum hér á Íslandi, eins og hver heilvita maður sér og varla á það bætandi að ögra stærsta kjarnorku stórveldi sögunar, því hernaðaraðstaða NATO á Íslandi hlýtur að verða með fyrstu skotmörkum Rússa, ef þeir sjá sér ekki annað fært en að beita öllu afli og þá er of seint fyrir okkur að iðrast.

P.S.

Það er reyndar álit margra að Bandaríkin hafi loks náð sér fyrst á strik eftir kreppuna miklu í síðari heimsstyrjöldinni og gætu þeir nú á fallandi fæti verið að hugsa um að endurtaka leikinn?


mbl.is Ekki sammála um stuðning Íslands við Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það sem hann sagði.

Guðjón E. Hreinberg, 30.4.2024 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband